Þegar fréttirnar um Ofurdeildina bárust voru það ekki bara stuðningsmenn liðanna sem var brugðið því Ceferin var einnig ansi brugðið.
Hann segir að kollegi sinn hjá Juventus, Agnelli, hafi logið framan í hann og því séu þeir ekki vinir lengur. Þetta segir hann í samtali við So Foot.
„Ég get sett höfuðpaurana í þrjá flokka. Í fyrsta flokknum er Andrea Agnelli því þetta var persónuleg. Sá maður er ekki lengur til fyrir mér,“ sagði Ceferin.
„Ég hélt að við værum vinir en hann laug framan í mig og fullvissaði mig um að það væri ekkert sem ég ætti að hafa áhyggjur af.“
„Í öðrum flokknum eru þeir leiðtogar sem ég hélt að væru nærri mér. Ég er svekktur að þeir sögðu ekki mér hvað þeir voru að skipuleggja.“
„Í þriðja flokknum eru þeir sem ég hafði ekki unnið með. Ég er ekki ósáttur við þá en þeim verður einnig refsað fyrir þessar aðgerðir,“ bætti Ceferin við.
UEFA President Aleksander Ceferin admits the Super League controversy is personal when it comes to #Juventus President Andrea Agnelli. ‘This man no longer exists to me.’ https://t.co/Qv3U4aRJbR pic.twitter.com/B6aIOzbDub
— footballitalia (@footballitalia) June 5, 2021