Dánaraðstoð: Er læknastéttin hrædd við að vera ekki með nógu góð rök? Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre skrifa 7. júní 2021 08:00 Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. Það er ýmislegt sem kemur á óvart og má þar nefna fjölda birtinga. Frá árinu 1989 og til líðandi stundar hafa birst 302 greinar og umræður. Þær skiptast svona: Miðlar 226 Umræður á Alþingi 6 Læknablaðið 10 Skemman 10 Ýmislegt 11 Orðskýring 1 ·Annað 38 Að meðaltali birtust 7 umfjallanir á ári í þessi 32 ár eða frá 1989. Frá árinu 2015 er meðaltalið 23 umfjallanir á ári. Flestar voru þær árið 2020 eða 48. Áhrif tilkomu Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, á umræðuna er merkjanleg frá stofnun í byrjun janúar 2017. Í ljósi ofangreindra umfjallana vekur það furðu að Læknafélag Íslands haldi fram í nýlegri umsögn um þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar um afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar að umræðan um dánaraðstoð hafi verið „einhliða og bjagaða“. Stjórn Læknafélagsins leggst gegn því að skoðanakönnun verði framkvæmd og ekki „fyrr en umræðan um dánaraðstoð verði víðtækari og almennari“. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, var stofnuð árið 2017. Frá stofnun höfum við staðið fyrir ráðstefnum, umræðu- og fræðslukvöldum, sýnt kvikmyndir, boðið presta, heimspekinga, fjölmiðlamenn og heilbrigðisstarfsmenn á okkar fundi. Fólk með mismunandi bakgrunn hefur sótt okkar viðburði. Læknar, sem kalla einna mest eftir því að dánaraðstoð sé rædd opinberlega, hafa iðulega látið sig vanta, sem er miður því okkar fundir og viðburðir hafa þann tilgang að stuðla að opinni, uppbyggilegri, málefnalegri og viðtækri umræðu um dánaraðstoð. Við viljum upplýsa, fræða, opna umræðuna og deila sögum og upplifunum. Mikilvægt málefni eins og dánaraðstoð kallar á hreinskilnar og heiðarlegar umræður hinna ýmsu hópa sem eru fylgjandi, andvígir eða í skoðanamyndun. Við þurfum að tala um dauðann, tala um sjúkdóma, tala um reisn, tala um frelsi, tala um trúarbrögð, tala um sjálfsákvörðunarréttinn, tala um heimspeki, tala um mannréttindi og deila reynslu okkar. Til að ræða þarf samtal. Læknar hafa hingað til ekki viljað tala við okkur en talað þó gegn okkur, stundum jafnvel með ósannindum og hroka. Við fögnum því að Læknafélagið skuli vilja víðtæka og almenna umræðu um dánaraðstoð og hlökkum til að hitta fulltrúa þess á næsta fundi Lífsvirðingar. Greinarhöfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. Það er ýmislegt sem kemur á óvart og má þar nefna fjölda birtinga. Frá árinu 1989 og til líðandi stundar hafa birst 302 greinar og umræður. Þær skiptast svona: Miðlar 226 Umræður á Alþingi 6 Læknablaðið 10 Skemman 10 Ýmislegt 11 Orðskýring 1 ·Annað 38 Að meðaltali birtust 7 umfjallanir á ári í þessi 32 ár eða frá 1989. Frá árinu 2015 er meðaltalið 23 umfjallanir á ári. Flestar voru þær árið 2020 eða 48. Áhrif tilkomu Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, á umræðuna er merkjanleg frá stofnun í byrjun janúar 2017. Í ljósi ofangreindra umfjallana vekur það furðu að Læknafélag Íslands haldi fram í nýlegri umsögn um þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar um afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar að umræðan um dánaraðstoð hafi verið „einhliða og bjagaða“. Stjórn Læknafélagsins leggst gegn því að skoðanakönnun verði framkvæmd og ekki „fyrr en umræðan um dánaraðstoð verði víðtækari og almennari“. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, var stofnuð árið 2017. Frá stofnun höfum við staðið fyrir ráðstefnum, umræðu- og fræðslukvöldum, sýnt kvikmyndir, boðið presta, heimspekinga, fjölmiðlamenn og heilbrigðisstarfsmenn á okkar fundi. Fólk með mismunandi bakgrunn hefur sótt okkar viðburði. Læknar, sem kalla einna mest eftir því að dánaraðstoð sé rædd opinberlega, hafa iðulega látið sig vanta, sem er miður því okkar fundir og viðburðir hafa þann tilgang að stuðla að opinni, uppbyggilegri, málefnalegri og viðtækri umræðu um dánaraðstoð. Við viljum upplýsa, fræða, opna umræðuna og deila sögum og upplifunum. Mikilvægt málefni eins og dánaraðstoð kallar á hreinskilnar og heiðarlegar umræður hinna ýmsu hópa sem eru fylgjandi, andvígir eða í skoðanamyndun. Við þurfum að tala um dauðann, tala um sjúkdóma, tala um reisn, tala um frelsi, tala um trúarbrögð, tala um sjálfsákvörðunarréttinn, tala um heimspeki, tala um mannréttindi og deila reynslu okkar. Til að ræða þarf samtal. Læknar hafa hingað til ekki viljað tala við okkur en talað þó gegn okkur, stundum jafnvel með ósannindum og hroka. Við fögnum því að Læknafélagið skuli vilja víðtæka og almenna umræðu um dánaraðstoð og hlökkum til að hitta fulltrúa þess á næsta fundi Lífsvirðingar. Greinarhöfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun