Átján árgangar bólusettir í vikunni og útlitið gott fyrir sumarið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2021 12:17 Bólusetningar í Laugardalshöll. Karlar og konur úr átján árgöngum fá bólusetningu gegn kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis segir útlitið ágætt fyrir sumarið. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, eins og segir í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. Níu greindist á landamærum, þar sem tveir greindust með virk smit í fyrri landamæraskimun en sjö með mótefni. Í einangrun eru nú 50, en þeir voru 47 á föstudag. 251 er í sóttkví og 1.879 í skimunarsóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en þeir voru tveir á föstudag. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis segir stöðuna almennt góða innanlands. „Það hafa verið fá smit undanfarið, þrátt fyrir þetta nýlega hópsmit. Ég held við séum búin að ná utan um það.“ Átta hópar hafa verið boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu morgun. Það eru karlar fæddir 1979, 83, 92 og 93 og konur fæddar 1978, 84, 86 og 98. Tíu árgangar til viðbótar geta átt von á boði í vikunni en dregið var í handahófskennda bólusetningaröð í síðustu viku. Guðrún segir að búast megi við því að á milli 60 og 70 prósent verði fullbólusett fyrir lok mánaðar. Eins og stendur eru 29,3 prósent hálfbólusett og 34,4 prósent fullbólusett. „Þannig ég held að útlitið sé ágætt fyrir sumarið, svo lengi sem þetta gengur allt eftir.“ Gildandi takmarkanir vegna faraldursins renna út eftir tíu daga. Engin ákvörðun um framhaldið liggur fyrir að svo stöddu. „Sóttvarnalæknir mun skila tillögum til ráðherra eins og venjulega en hann er ekki búinn að því og ekki búinn að gefa út hvað hans tillögur verða nákvæmlega. Þannig það verður bara að koma í ljós en eins og þú nefnir ætti það að verða fljótlega,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Sjá meira
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, eins og segir í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. Níu greindist á landamærum, þar sem tveir greindust með virk smit í fyrri landamæraskimun en sjö með mótefni. Í einangrun eru nú 50, en þeir voru 47 á föstudag. 251 er í sóttkví og 1.879 í skimunarsóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en þeir voru tveir á föstudag. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis segir stöðuna almennt góða innanlands. „Það hafa verið fá smit undanfarið, þrátt fyrir þetta nýlega hópsmit. Ég held við séum búin að ná utan um það.“ Átta hópar hafa verið boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu morgun. Það eru karlar fæddir 1979, 83, 92 og 93 og konur fæddar 1978, 84, 86 og 98. Tíu árgangar til viðbótar geta átt von á boði í vikunni en dregið var í handahófskennda bólusetningaröð í síðustu viku. Guðrún segir að búast megi við því að á milli 60 og 70 prósent verði fullbólusett fyrir lok mánaðar. Eins og stendur eru 29,3 prósent hálfbólusett og 34,4 prósent fullbólusett. „Þannig ég held að útlitið sé ágætt fyrir sumarið, svo lengi sem þetta gengur allt eftir.“ Gildandi takmarkanir vegna faraldursins renna út eftir tíu daga. Engin ákvörðun um framhaldið liggur fyrir að svo stöddu. „Sóttvarnalæknir mun skila tillögum til ráðherra eins og venjulega en hann er ekki búinn að því og ekki búinn að gefa út hvað hans tillögur verða nákvæmlega. Þannig það verður bara að koma í ljós en eins og þú nefnir ætti það að verða fljótlega,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Sjá meira