Kalla bjórinn heim frá Afganistan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 23:18 Þjóðverjar hafa þegar hafist handa við að draga herlið sitt, og fleira, frá Afganistan. Jan Woitas/Getty Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir hluta ástæðunnar vera að yfirmenn hafi lagt blátt bann við áfengisneyslu hermanna sökum aukins ofbeldis sem gætt hefur í Afganistan í aðdraganda þess að herlið hverfi þaðan á brott. Ekki var hægt að koma veigunum í verð af trúarlegum og menningarlegum ástæðum, en neysla áfengis er flestum íbúum landsins óheimil samkvæmt lögum. BBC hefur eftir talskonu þýska varnarmálaráðuneytisins að búið sé að finna verktaka til þess að fara með bjórinn til Þýskalands. Þýski miðillinn Der Spiegel greindi fyrst frá því á föstudag að þýskir hermenn ættu mikið af umframbirgðum af áfengi í búðum sínum. Almennt leyfist þeim að drekka tvo bjóra á dag, eða annað sem nemur því áfengismagni. Í Marmal-herbúðum í norðurhluta Afganistan er þannig að finna yfir 60 þúsund bjórdósir og hundruð vínflaska, sem ekki hafa nýst hermönnum sökum hinna nýju reglna. Sem stendur eru rúmlega 1.100 þýskir hermenn í Afganistan. NATO á útleið Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í apríl síðastliðnum að hann myndi draga allt bandarískt herlið út úr Afganistan fyrir 11. september 2021 en þá verða 20 ár liðin upp á dag frá árásunum á Tvíburaturnana í New York. Árásirnar voru kveikjan að innrás Bandaríkjanna í Afganistan haustið 2001. Skömmu eftir að Biden tilkynnti um þessi áform tóku leiðtogar bandalagsþjóða í NATO við að greina frá sams konar fyrirætlunum. Þeir ætli að draga herlið sitt frá Afganistan. Í kjölfarið hefur orðið aukning í ofbeldi og átökum víðs vegar um landið. Bandarísk stjórnvöld og aðrar NATO-þjóðir hafa kennt Talíbönum, ofstækisþjóðernishreyfingunni sem átt hefur í skæruhernaði við stjórnvöld í Afganistan og erlent herlið í landinu, um ástandið. Talíbanar hafa sjálfir hafnað því að eiga hlut að máli. Bandaríkin NATO Þýskaland Afganistan Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir hluta ástæðunnar vera að yfirmenn hafi lagt blátt bann við áfengisneyslu hermanna sökum aukins ofbeldis sem gætt hefur í Afganistan í aðdraganda þess að herlið hverfi þaðan á brott. Ekki var hægt að koma veigunum í verð af trúarlegum og menningarlegum ástæðum, en neysla áfengis er flestum íbúum landsins óheimil samkvæmt lögum. BBC hefur eftir talskonu þýska varnarmálaráðuneytisins að búið sé að finna verktaka til þess að fara með bjórinn til Þýskalands. Þýski miðillinn Der Spiegel greindi fyrst frá því á föstudag að þýskir hermenn ættu mikið af umframbirgðum af áfengi í búðum sínum. Almennt leyfist þeim að drekka tvo bjóra á dag, eða annað sem nemur því áfengismagni. Í Marmal-herbúðum í norðurhluta Afganistan er þannig að finna yfir 60 þúsund bjórdósir og hundruð vínflaska, sem ekki hafa nýst hermönnum sökum hinna nýju reglna. Sem stendur eru rúmlega 1.100 þýskir hermenn í Afganistan. NATO á útleið Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í apríl síðastliðnum að hann myndi draga allt bandarískt herlið út úr Afganistan fyrir 11. september 2021 en þá verða 20 ár liðin upp á dag frá árásunum á Tvíburaturnana í New York. Árásirnar voru kveikjan að innrás Bandaríkjanna í Afganistan haustið 2001. Skömmu eftir að Biden tilkynnti um þessi áform tóku leiðtogar bandalagsþjóða í NATO við að greina frá sams konar fyrirætlunum. Þeir ætli að draga herlið sitt frá Afganistan. Í kjölfarið hefur orðið aukning í ofbeldi og átökum víðs vegar um landið. Bandarísk stjórnvöld og aðrar NATO-þjóðir hafa kennt Talíbönum, ofstækisþjóðernishreyfingunni sem átt hefur í skæruhernaði við stjórnvöld í Afganistan og erlent herlið í landinu, um ástandið. Talíbanar hafa sjálfir hafnað því að eiga hlut að máli.
Bandaríkin NATO Þýskaland Afganistan Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira