Spánverjar bólusettir örfáum dögum fyrir EM Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2021 09:01 Sergio Busquets í baráttu við Renato Sanches í vináttulandsleik gegn Portúgal á föstudaginn. Tveimur og hálfum sólarhring síðar var greint frá því að Busquets væri með kórónuveiruna. Getty/Jose Breton Eftir að fyrirliðinn Sergio Busquets greindist með kórónuveiruna hafa spænsk yfirvöld nú gefið leyfi fyrir því að allir 24 leikmenn spænska landsliðsins í fótbolta verði bólusettir. Aðeins sex dagar eru í fyrsta leik Spánar á EM. Spánn mætir Svíþjóð í fyrsta leik á EM og er enn áætlað að sá leikur fari fram næsta mánudagskvöld, í Sevilla. Ljóst er að Busquets missir af fyrsta leik en spænskir miðlar segja að mögulega geti hann verið með gegn Póllandi 19. júní. Allir 23 liðsfélagar Busquets í spænska hópnum, sem og þjálfarar og annað starfslið, fóru í nýtt smitpróf eftir að hann greindist með veiruna. Prófin reyndust öll neikvæð. Samkvæmt AS verður gefið leyfi fyrir því á ráðherrafundi í dag að spænski landsliðshópurinn fái undanþágu til að fara í bólusetningu, líkt og spænskir ólympíufarar. Spænska knattspyrnusambandið mun hafa kallað eftir þessu síðustu tvo mánuði í gegnum heilbrigðisráðherra en hjólin fóru að snúast á föstudag, þegar mennta- og menningarmálaráðherra óskaði eftir því við heilbrigðisráðherra að undanþágan yrði veitt. Gætu lent í því sama og íslenski Eurovision-hópurinn Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna í gær, um svipað leyti og fregnir bárust af því að Busquets væri smitaður, og undanþágan verður staðfest á ráðherrafundi í dag. Spænsku landsliðsmennirnir verða sprautaðir með Janssen bóluefninu þar sem að það er eina bóluefnið sem ekki kallar á aðra sprautu, á miðju Evrópumóti. Efnið nær þó ekki fullri virkni fyrr en eftir þrjár vikur og spænska liðið gæti því hæglega lent í því sama og Eurovision-hópur Íslands sem fékk bóluefnið rétt fyrir förina til Amsterdam í maí en þrjú úr hópnum greindust með veiruna í ferðinni. Enrique bað fimm leikmenn um að vera til taks Spánverjar ná ekki að spila vináttulandsleik í aðdraganda EM til að slípa sig saman fyrir mótið, vegna smits Busquets. Þeir áttu að mæta Litáen í kvöld en það kemur í hlut U21-landsliðsins að spila þann leik. Luis Enrique segir leikmönnum sínum til í vináttulandsleik gegn Portúgal í síðustu viku.Getty Luis Enrique er eini landsliðsþjálfarinn sem ekki nýtti sér það að geta valið 26 manna landsliðshóp, en hóparnir eru stærri einmitt til að bregðast við vandræðum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Enrique valdi bara 24 leikmenn. Hann hefur hins vegar núna kallað á fimm leikmenn til að vera til taks ef skipta þarf öðrum út, en skipta má út leikmönnum í sérstökum neyðartilvikum eins og vegna kórónuveirusmits, allt að 48 klukkustundum fyrir leik. Enrique kallaði á þá Rodrigo Moreno úr Leeds, Pablo Fornals úr West Ham, Carlos Soler úr Valencia, Brais Méndez úr Celta Vigo og Raúl Albiol úr Villarreal. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Spánn mætir Svíþjóð í fyrsta leik á EM og er enn áætlað að sá leikur fari fram næsta mánudagskvöld, í Sevilla. Ljóst er að Busquets missir af fyrsta leik en spænskir miðlar segja að mögulega geti hann verið með gegn Póllandi 19. júní. Allir 23 liðsfélagar Busquets í spænska hópnum, sem og þjálfarar og annað starfslið, fóru í nýtt smitpróf eftir að hann greindist með veiruna. Prófin reyndust öll neikvæð. Samkvæmt AS verður gefið leyfi fyrir því á ráðherrafundi í dag að spænski landsliðshópurinn fái undanþágu til að fara í bólusetningu, líkt og spænskir ólympíufarar. Spænska knattspyrnusambandið mun hafa kallað eftir þessu síðustu tvo mánuði í gegnum heilbrigðisráðherra en hjólin fóru að snúast á föstudag, þegar mennta- og menningarmálaráðherra óskaði eftir því við heilbrigðisráðherra að undanþágan yrði veitt. Gætu lent í því sama og íslenski Eurovision-hópurinn Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna í gær, um svipað leyti og fregnir bárust af því að Busquets væri smitaður, og undanþágan verður staðfest á ráðherrafundi í dag. Spænsku landsliðsmennirnir verða sprautaðir með Janssen bóluefninu þar sem að það er eina bóluefnið sem ekki kallar á aðra sprautu, á miðju Evrópumóti. Efnið nær þó ekki fullri virkni fyrr en eftir þrjár vikur og spænska liðið gæti því hæglega lent í því sama og Eurovision-hópur Íslands sem fékk bóluefnið rétt fyrir förina til Amsterdam í maí en þrjú úr hópnum greindust með veiruna í ferðinni. Enrique bað fimm leikmenn um að vera til taks Spánverjar ná ekki að spila vináttulandsleik í aðdraganda EM til að slípa sig saman fyrir mótið, vegna smits Busquets. Þeir áttu að mæta Litáen í kvöld en það kemur í hlut U21-landsliðsins að spila þann leik. Luis Enrique segir leikmönnum sínum til í vináttulandsleik gegn Portúgal í síðustu viku.Getty Luis Enrique er eini landsliðsþjálfarinn sem ekki nýtti sér það að geta valið 26 manna landsliðshóp, en hóparnir eru stærri einmitt til að bregðast við vandræðum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Enrique valdi bara 24 leikmenn. Hann hefur hins vegar núna kallað á fimm leikmenn til að vera til taks ef skipta þarf öðrum út, en skipta má út leikmönnum í sérstökum neyðartilvikum eins og vegna kórónuveirusmits, allt að 48 klukkustundum fyrir leik. Enrique kallaði á þá Rodrigo Moreno úr Leeds, Pablo Fornals úr West Ham, Carlos Soler úr Valencia, Brais Méndez úr Celta Vigo og Raúl Albiol úr Villarreal. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira