Harry og Meghan sögð ekki hafa borið nafngiftina undir drottninguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2021 07:04 Árið 2018, þegar allt lék enn í lyndi. AP/Matt Dunham Harry og Meghan, hertogahjónin af Sussex, báðu Elísabetu drottningu ekki um leyfi áður en þau ákváðu að nefna dóttur sína Lilibet, Lísbet upp á íslensku, en um er að ræða fjölskyldu-gælunafn drottningarinnar frá því hún var stúlka. Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni innan konungshallarinnar. Heimildarmaður náinn hertogahjónunum hafði hins vegar áður sagt við BBC að Harry hefði rætt við drottninguna fyrir fæðingu stúlkunnar og hefði talað við hana um nafnið. Eins og þekkt er orðið hefur andað köldu milli Harry og Meghan og annarra meðlima konungsfjölskyldunnar frá því að parið opnaði sig í viðtali við Opruh Winfrey. Þar greindu þau meðal annars frá því að áhyggjur hefðu verið uppi um litaraft sonar þeirra, Archie. Margir hafa lesið það í viðbrögð konungsfjölskyldunnar á samfélagsmiðlum við fæðingu Lísbet að enn sé ekki gróið um heilt, en í yfirlýsingum sögðust fjölskyldumeðlimir „hæstánægðir“ (e. delighted) að heyra af fæðingunni. Það voru nú öll innilegheitin. We are all delighted by the happy news of the arrival of baby Lili. Congratulations to Harry, Meghan and Archie.— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) June 6, 2021 Gælunafn frá Georg V Harry og Meghan tilkynntu um fæðingu dótturinn síðustu helgi og sögðu Lísbet „Lili“ Díönu Mountbatten-Windsor hafa komið í heiminn á spítala í Santa Barbara í Kaliforníu á föstudag. Rekja má sögu gælunafnsins til þess þegar Elísabet drottning var barn og gat ekki almennilega borið fram nafnið sitt. Afi hennar, George V, tók þá upp á því að kalla hana Lísbet, sem festist við stúlkuna og varð gælunafnið hennar innan fjölskyldunnar. Hertoginn af Edinborg, sem lést nýlega, er sagður hafa notað nafnið þegar hann ávarpaði eiginkonu sína. Lísbet er ellefta barnabarn drottningarinnar og yngri systir hins tveggja ára Archie. Hún deilir millinafninu Díana með Karlottu frænku sinni, dóttur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar Middleton. Harry og Meghan segjast ekki ætla að eignast fleiri börn. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni innan konungshallarinnar. Heimildarmaður náinn hertogahjónunum hafði hins vegar áður sagt við BBC að Harry hefði rætt við drottninguna fyrir fæðingu stúlkunnar og hefði talað við hana um nafnið. Eins og þekkt er orðið hefur andað köldu milli Harry og Meghan og annarra meðlima konungsfjölskyldunnar frá því að parið opnaði sig í viðtali við Opruh Winfrey. Þar greindu þau meðal annars frá því að áhyggjur hefðu verið uppi um litaraft sonar þeirra, Archie. Margir hafa lesið það í viðbrögð konungsfjölskyldunnar á samfélagsmiðlum við fæðingu Lísbet að enn sé ekki gróið um heilt, en í yfirlýsingum sögðust fjölskyldumeðlimir „hæstánægðir“ (e. delighted) að heyra af fæðingunni. Það voru nú öll innilegheitin. We are all delighted by the happy news of the arrival of baby Lili. Congratulations to Harry, Meghan and Archie.— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) June 6, 2021 Gælunafn frá Georg V Harry og Meghan tilkynntu um fæðingu dótturinn síðustu helgi og sögðu Lísbet „Lili“ Díönu Mountbatten-Windsor hafa komið í heiminn á spítala í Santa Barbara í Kaliforníu á föstudag. Rekja má sögu gælunafnsins til þess þegar Elísabet drottning var barn og gat ekki almennilega borið fram nafnið sitt. Afi hennar, George V, tók þá upp á því að kalla hana Lísbet, sem festist við stúlkuna og varð gælunafnið hennar innan fjölskyldunnar. Hertoginn af Edinborg, sem lést nýlega, er sagður hafa notað nafnið þegar hann ávarpaði eiginkonu sína. Lísbet er ellefta barnabarn drottningarinnar og yngri systir hins tveggja ára Archie. Hún deilir millinafninu Díana með Karlottu frænku sinni, dóttur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar Middleton. Harry og Meghan segjast ekki ætla að eignast fleiri börn.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira