Ók Angjelin í Rauðagerði en segist ekkert hafa vitað um tilganginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2021 16:00 Fjöldi karla og ein kona voru handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við rannsóknin á morðinu í Rauðagerði. Fjögur voru á endanum ákærð. Vísir/vilhelm Shpetim Qerimi, einn fjögurra sem ákærður er fyrir manndráp í Rauðagerðismálinu svokallaða, hefur verið úrskurðaður í farbann til 1. október. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í september. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu héraðssaksóknara um farbannið á dögunum. Shpetim er gefið að sök að hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðagerði og hinkrað þar eftir honum. Angjelin er gefið að sök að hafa skotið Armando Bequiri níu skotum og svo gefa Shpetim merki um að sækja sig aftur. Óku þeir sem leið lá út úr bænum og norður í land þar sem Angjelin er sagður hafa losað sig við morðvopnið á leiðinni. Auk Shpetim og Angjelin eru Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvahlo ákærð fyrir manndráp. Ákæruvaldið byggir á því að um verkskipta aðild fjögurra ákærðu hafi verið að ræða. Murat og Claudia hafi fylgst með ferðum bíls og komið skilaboðum áfram er varðaði ferðir Armando. Fjallað var um málið í Kompás í maí þar sem rætt var við ekkju Armando. Ótrúverðugur framburður Í kröfu sinni fyrir farbanni benti saksóknari á að framburður Shpetim hafi verið ótrúverðugur varðandi atburðarásina 13. febrúar. Hann viðurkenni að hafa ekið með Angjelin í Rauðagerði en ekki vita hver hafi búið þar eða hvað stæði til. Er þessi framburður að mati ákæruvaldsins ótrúverðugur sérstaklega í ljósi þess að ákærði hafði komið á heimili Armando auk þess sem hann ók með Murat fyrr um daginn áður en hann hitti Angjelin. Þeir Murat hafi gefið ótrúverðugar og ósamhljóða skýringar á þeirri samverustund. Þá liggi fyrir að 12. febrúar, degi fyrir morðið, hittust Shpetim og Angjelin þar sem Shpetim og Claudia tóku við tösku frá Angjelin sem í var byssa. Geymdi Shpetim töskuna til næsta dags. Shpetim hafi sagst ekki hafa vitað hvað var í töskunni en það telur ákæruvaldið ótrúverðugt. Byssa með hljóðdeyfi upp á 40 sentímetra Ákæruvaldið bendir einnig á að Angjelin fór úr bílnum sem ákærði ók vopnaður skammbyssu og hljóðdeyfi og kom til baka í bílinn með þetta samsett og setti á gólf bifreiðarinnar. Lengd byssunnar með hljóðdeyfi sé rúmir 40 sentímetrar. Því sé ekki mjög trúverðugt að Shpetim hafi ekki vitað hvað til stóð. Shpetim lauk afplánun vegna annars máls þann 3. júní. Saksóknari benti á að hann væri erlendur ríkisborgari og gefið að sök alvarlegt brot þar sem viðurlögin eru þung fangelsisvist. Mikil hætta sé á að hann hafi úr landi til að koma sér undan fangelsi. Því þurfi hann að sæta farbanni. Leó Daðason er verjandi Shpetim.Vísir/Vilhelm Héraðsdómur taldi framlögð gögn sýna ótvírætt að á ákærða hvíli rökstuddur grunur um aðild að þeim verknaði sem lögregla rannsakar. Þá gæti Shpetim torveldað rannsókn málsins eigi hann þess kost að komast úr landi á þessu stigi rannsóknarinnar. Því var fallist á beiðni saksóknara. Leó Daðason, lögmaður Shpetim, kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á niðurstöðu héraðsdóms. Shpetim þarf því að sæta farbanni til 1. október. Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu héraðssaksóknara um farbannið á dögunum. Shpetim er gefið að sök að hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðagerði og hinkrað þar eftir honum. Angjelin er gefið að sök að hafa skotið Armando Bequiri níu skotum og svo gefa Shpetim merki um að sækja sig aftur. Óku þeir sem leið lá út úr bænum og norður í land þar sem Angjelin er sagður hafa losað sig við morðvopnið á leiðinni. Auk Shpetim og Angjelin eru Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvahlo ákærð fyrir manndráp. Ákæruvaldið byggir á því að um verkskipta aðild fjögurra ákærðu hafi verið að ræða. Murat og Claudia hafi fylgst með ferðum bíls og komið skilaboðum áfram er varðaði ferðir Armando. Fjallað var um málið í Kompás í maí þar sem rætt var við ekkju Armando. Ótrúverðugur framburður Í kröfu sinni fyrir farbanni benti saksóknari á að framburður Shpetim hafi verið ótrúverðugur varðandi atburðarásina 13. febrúar. Hann viðurkenni að hafa ekið með Angjelin í Rauðagerði en ekki vita hver hafi búið þar eða hvað stæði til. Er þessi framburður að mati ákæruvaldsins ótrúverðugur sérstaklega í ljósi þess að ákærði hafði komið á heimili Armando auk þess sem hann ók með Murat fyrr um daginn áður en hann hitti Angjelin. Þeir Murat hafi gefið ótrúverðugar og ósamhljóða skýringar á þeirri samverustund. Þá liggi fyrir að 12. febrúar, degi fyrir morðið, hittust Shpetim og Angjelin þar sem Shpetim og Claudia tóku við tösku frá Angjelin sem í var byssa. Geymdi Shpetim töskuna til næsta dags. Shpetim hafi sagst ekki hafa vitað hvað var í töskunni en það telur ákæruvaldið ótrúverðugt. Byssa með hljóðdeyfi upp á 40 sentímetra Ákæruvaldið bendir einnig á að Angjelin fór úr bílnum sem ákærði ók vopnaður skammbyssu og hljóðdeyfi og kom til baka í bílinn með þetta samsett og setti á gólf bifreiðarinnar. Lengd byssunnar með hljóðdeyfi sé rúmir 40 sentímetrar. Því sé ekki mjög trúverðugt að Shpetim hafi ekki vitað hvað til stóð. Shpetim lauk afplánun vegna annars máls þann 3. júní. Saksóknari benti á að hann væri erlendur ríkisborgari og gefið að sök alvarlegt brot þar sem viðurlögin eru þung fangelsisvist. Mikil hætta sé á að hann hafi úr landi til að koma sér undan fangelsi. Því þurfi hann að sæta farbanni. Leó Daðason er verjandi Shpetim.Vísir/Vilhelm Héraðsdómur taldi framlögð gögn sýna ótvírætt að á ákærða hvíli rökstuddur grunur um aðild að þeim verknaði sem lögregla rannsakar. Þá gæti Shpetim torveldað rannsókn málsins eigi hann þess kost að komast úr landi á þessu stigi rannsóknarinnar. Því var fallist á beiðni saksóknara. Leó Daðason, lögmaður Shpetim, kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á niðurstöðu héraðsdóms. Shpetim þarf því að sæta farbanni til 1. október.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira