Framhaldsskólinn og nemendur í ólgusjó COVID Steinn Jóhannsson skrifar 10. júní 2021 14:00 Nemendur sem útskrifuðust í vor úr íslenskum framhaldsskólum urðu fyrir barðinu á COVID síðustu þrjár annir skólagöngunnar. Óværan COVID setti miklar takmarkanir á skólastarfið og jafnt nemendur sem starfsfólk og kennarar þurftu reglulega að laga sig að nýjum aðstæðum. Það er einsdæmi að ljúka námi þar sem hátt í helmingur námstímans var óhefðbundinn í eiginlegum skilningi. Námið var ýmist í beinni á bak við skjáinn, í dreifnámi (blanda af staðnámi og námi í beinni/fjarnámi), fjarnámi og staðnámi í skóla með ýmsum takmörkunum. Nýjar reglugerðir heilbrigðisráðherra settu starfinu miklar takmarkanir og tók skólahald hröðum breytingum til að vera innan ramma laganna. Þá kynslóð sem útskrifaðist í vor má kalla sérfræðinga í breytingastjórnun en nemendur og ekki síður kennarar þurftu hvað eftir annað að endurskipuleggja sig í nýjum og jafnvel framandi aðstæðum. Þessi dýrmæta reynsla mun eflaust gera nemendur tilbúna til að mæta hvaða aðstæðum sem er í námi, á vinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Í nágrannalöndum okkar var kennsla felld niður og skólahald lítið sem ekkert víða í Evrópu á tímum COVID. Íslendingar brettu upp ermarnar og tókust á við áður ókunnar aðstæður af miklum glæsibrag. Nemendur eiga hrós skilið og prófgráðan í vor eru verðlaunin. Það mun styrkja íslenskan vinnumarkað og ekki síður háskólana að fá þessa nemendur í nám eða til starfa. Unga fólkið okkar er svo sannarlega tilbúið að kljást við erfiðar og flóknar áskoranir eins og síðustu misseri hafa sannað. Eins og fram hefur komið var ekki sjálfgefið í upphafi COVID að það tækist að halda uppi kennslu en það tókst með samstilltu átaki skólanna, menntamálayfirvalda, starfsfólks og kennara sem og nemenda. Stuðningur yfirvalda við skólakerfið á tímum COVID var mikill. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði reglulega með stjórnendum framhaldsskólanna og urðu fundirnir um tveir tugir á liðnum vetri. Samráð og samtal milli aðila skilaði svo sannarlega árangri og vonandi er það komið til að vera. Reynslunni var miðlað á milli skóla og skólar báru sig saman hvernig skólastarfið var skipulagt og leiðbeindu hver öðrum í framhaldinu. Þannig mátti strax greina hvað gekk vel og hvað þurfti að bæta í þessum aðstæðum. Aðrar þjóðir gætu vissulega tekið okkur Íslendinga til fyrirmyndar hvað varðar að halda uppi skólastarfi í ólgusjó COVID. Þegar horft er til framtíðar berum við þá von í brjósti að skólahald verði með eðlilegum hætti þegar vel á fimmta þúsund nýnemar (2005 árangurinn) koma til náms í framhaldsskólunum í haust. Reynslan úr COVID-tímabilinu í skólastarfinu mun nýtast okkur vel í verkefnum framtíðarinnar. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nemendur sem útskrifuðust í vor úr íslenskum framhaldsskólum urðu fyrir barðinu á COVID síðustu þrjár annir skólagöngunnar. Óværan COVID setti miklar takmarkanir á skólastarfið og jafnt nemendur sem starfsfólk og kennarar þurftu reglulega að laga sig að nýjum aðstæðum. Það er einsdæmi að ljúka námi þar sem hátt í helmingur námstímans var óhefðbundinn í eiginlegum skilningi. Námið var ýmist í beinni á bak við skjáinn, í dreifnámi (blanda af staðnámi og námi í beinni/fjarnámi), fjarnámi og staðnámi í skóla með ýmsum takmörkunum. Nýjar reglugerðir heilbrigðisráðherra settu starfinu miklar takmarkanir og tók skólahald hröðum breytingum til að vera innan ramma laganna. Þá kynslóð sem útskrifaðist í vor má kalla sérfræðinga í breytingastjórnun en nemendur og ekki síður kennarar þurftu hvað eftir annað að endurskipuleggja sig í nýjum og jafnvel framandi aðstæðum. Þessi dýrmæta reynsla mun eflaust gera nemendur tilbúna til að mæta hvaða aðstæðum sem er í námi, á vinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Í nágrannalöndum okkar var kennsla felld niður og skólahald lítið sem ekkert víða í Evrópu á tímum COVID. Íslendingar brettu upp ermarnar og tókust á við áður ókunnar aðstæður af miklum glæsibrag. Nemendur eiga hrós skilið og prófgráðan í vor eru verðlaunin. Það mun styrkja íslenskan vinnumarkað og ekki síður háskólana að fá þessa nemendur í nám eða til starfa. Unga fólkið okkar er svo sannarlega tilbúið að kljást við erfiðar og flóknar áskoranir eins og síðustu misseri hafa sannað. Eins og fram hefur komið var ekki sjálfgefið í upphafi COVID að það tækist að halda uppi kennslu en það tókst með samstilltu átaki skólanna, menntamálayfirvalda, starfsfólks og kennara sem og nemenda. Stuðningur yfirvalda við skólakerfið á tímum COVID var mikill. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði reglulega með stjórnendum framhaldsskólanna og urðu fundirnir um tveir tugir á liðnum vetri. Samráð og samtal milli aðila skilaði svo sannarlega árangri og vonandi er það komið til að vera. Reynslunni var miðlað á milli skóla og skólar báru sig saman hvernig skólastarfið var skipulagt og leiðbeindu hver öðrum í framhaldinu. Þannig mátti strax greina hvað gekk vel og hvað þurfti að bæta í þessum aðstæðum. Aðrar þjóðir gætu vissulega tekið okkur Íslendinga til fyrirmyndar hvað varðar að halda uppi skólastarfi í ólgusjó COVID. Þegar horft er til framtíðar berum við þá von í brjósti að skólahald verði með eðlilegum hætti þegar vel á fimmta þúsund nýnemar (2005 árangurinn) koma til náms í framhaldsskólunum í haust. Reynslan úr COVID-tímabilinu í skólastarfinu mun nýtast okkur vel í verkefnum framtíðarinnar. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun