Birkir, Rooney og Pirlo költhetjur EM: „Líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 09:31 Birkir Már Sævarsson stóð í ströngu á móti Raheem Sterling á EM 2016. Getty/Alex Livesey Birkir Már Sævarsson er í hópi ellefu mestu „költhetja“ í sögu Evrópumótsins í fótbolta. Það er að minnsta kosti mat tímaritsins Four Four Two. Hetjurnar ellefu vöktu mikla aðdáun fyrir framgöngu sína á að minnsta kosti einu Evrópumóti, en þó ekki endilega fyrir mestu hæfileikana. Portúgalski markvörðurinn Ricardo er til að mynda í liðinu eftir að hafa tekið af sér hanskana í vítaspyrnukeppni gegn Englandi á EM 2004, varið spyrnu með berum höndum og svo skorað sigurmarkið. Petr Cech var samt besti markvörður mótsins. Birkir Már er í vörn liðsins með Þjóðverjanum Matthias Sammer og Englendingnum Stuart Pearce. Í umsögn um Birki segir að hann hafi pakkað Cristiano Ronaldo og Raheem Sterling saman á EM 2016, orðinn 31 árs gamall en á sínu fyrsta stórmóti. Enginn hafi einu sinni búist við því að sjá Ísland á stórmóti. Birkir Már Sævarsson fagnar sigrinum gegn Englendingum sem tryggði Íslandi sæti í 8-liða úrslitum á EM.Getty/Federico Gambarini Four Four Two segir að á milli þess sem að Birkir hélt aftur af Ronaldo og Sterling hafi hann reyndar skorað sjálfsmark (gegn Ungverjum) og þannig „líkt og eldfjall spúð reykjarmekki yfir litlar vonir íslenska liðsins“, sem hristi það hins vegar af sér og komst í 8-liða úrslit og átti Birkir ríkan þátt í því. „Það er ekki bara getan til að rísa strax upp aftur sem að við dáumst að hjá kæra Birki. Það er líka hæfileikinn til að dragast inn í sviðsljósið á stórri stund þjóðar fyrir framan alla heimsálfuna, líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi sem kemur sér inn á allar myndir sem teknar eru. Við getum ekki beðið eftir því að sjá hver tekur þetta hlutverk að sér fyrir Finnland í sumar,“ segir einnig í umsögninni. Marcos Senna, Andrea Pirlo, Renato Sanches og John Jensen eru á miðjunni í liði költhetjanna, og fremstir eru þeir Wayne Rooney, Milan Baros og Hal Robson-Kanu. Greinina má lesa með því að smella hér. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Hetjurnar ellefu vöktu mikla aðdáun fyrir framgöngu sína á að minnsta kosti einu Evrópumóti, en þó ekki endilega fyrir mestu hæfileikana. Portúgalski markvörðurinn Ricardo er til að mynda í liðinu eftir að hafa tekið af sér hanskana í vítaspyrnukeppni gegn Englandi á EM 2004, varið spyrnu með berum höndum og svo skorað sigurmarkið. Petr Cech var samt besti markvörður mótsins. Birkir Már er í vörn liðsins með Þjóðverjanum Matthias Sammer og Englendingnum Stuart Pearce. Í umsögn um Birki segir að hann hafi pakkað Cristiano Ronaldo og Raheem Sterling saman á EM 2016, orðinn 31 árs gamall en á sínu fyrsta stórmóti. Enginn hafi einu sinni búist við því að sjá Ísland á stórmóti. Birkir Már Sævarsson fagnar sigrinum gegn Englendingum sem tryggði Íslandi sæti í 8-liða úrslitum á EM.Getty/Federico Gambarini Four Four Two segir að á milli þess sem að Birkir hélt aftur af Ronaldo og Sterling hafi hann reyndar skorað sjálfsmark (gegn Ungverjum) og þannig „líkt og eldfjall spúð reykjarmekki yfir litlar vonir íslenska liðsins“, sem hristi það hins vegar af sér og komst í 8-liða úrslit og átti Birkir ríkan þátt í því. „Það er ekki bara getan til að rísa strax upp aftur sem að við dáumst að hjá kæra Birki. Það er líka hæfileikinn til að dragast inn í sviðsljósið á stórri stund þjóðar fyrir framan alla heimsálfuna, líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi sem kemur sér inn á allar myndir sem teknar eru. Við getum ekki beðið eftir því að sjá hver tekur þetta hlutverk að sér fyrir Finnland í sumar,“ segir einnig í umsögninni. Marcos Senna, Andrea Pirlo, Renato Sanches og John Jensen eru á miðjunni í liði költhetjanna, og fremstir eru þeir Wayne Rooney, Milan Baros og Hal Robson-Kanu. Greinina má lesa með því að smella hér. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira