Fella niður þrjár ferðir til Lundúna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2021 12:42 Birgir Jónsson forstjóri Play. Flugfélagið Play hefur fellt niður þrjár ferðir til Lundúna í byrjun júlímánðar vegna þess að Bretar virðast orðnir hræddir við að ferðast eftir að hafa lent óvænt í sóttkví við heimkomuna frá öðrum löndum að sögn forstjóra félagsins. Þann þriðja júní var Portúgal fjarlægt af svokölluðum grænum lista í Bretlandi. En lönd á grænum lista eru talin öruggur áfangastaður með tilliti til faraldurs kórónuveirunnar. Portúgal hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Breta yfir sumartímann. Breski markaðurinn hikandi „Það þýddi það um daginn að mikið af breskum ferðalöngum voru komnir í sumarfrí og þurftu þá að flýta sér heim. Margir urðu innlyksa og þurftu í raun og veru að fara í lengri sóttkví þegar heim var komið. Þannig það virðist eins og breski markaðurinn sé aðeins að hika við að fara mikið í frí núna þegar ástandið tengt Covid19 er óvíst,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Flugfélagsins Play. Vegna þessa hafi flugfélagið ákveðið að fella niður þrjár ferðir til Lundúna í byrjun júlímánaðar. Þeir farþegar sem áttu flugmiða þessa tilteknu daga hafa verið látnir vita og geta valið nýja dagsetningu fyrir flugið ásamt því að fá gjafabréf hjá félaginu. „Það virðist hafa komið ákveðið bakslag í breska markaðinn eftir að Portúgal var tekið af græna listanum og breskir ferðalandar eru aðeins að halda að sér höndunum. En þetta setur ekki stórt strik í okkar plön. Okkar fyrsta flug verður 24. júní til London og bókanir eru gríðarlega góðar. Það sem gildir á þessum tímum er að hafa sveigjanleika og við erum að nýta okkur hann eins og öll önnur flugfélög.“ Rætt var við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fréttir af flugi Play Bretland Portúgal Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þann þriðja júní var Portúgal fjarlægt af svokölluðum grænum lista í Bretlandi. En lönd á grænum lista eru talin öruggur áfangastaður með tilliti til faraldurs kórónuveirunnar. Portúgal hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Breta yfir sumartímann. Breski markaðurinn hikandi „Það þýddi það um daginn að mikið af breskum ferðalöngum voru komnir í sumarfrí og þurftu þá að flýta sér heim. Margir urðu innlyksa og þurftu í raun og veru að fara í lengri sóttkví þegar heim var komið. Þannig það virðist eins og breski markaðurinn sé aðeins að hika við að fara mikið í frí núna þegar ástandið tengt Covid19 er óvíst,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Flugfélagsins Play. Vegna þessa hafi flugfélagið ákveðið að fella niður þrjár ferðir til Lundúna í byrjun júlímánaðar. Þeir farþegar sem áttu flugmiða þessa tilteknu daga hafa verið látnir vita og geta valið nýja dagsetningu fyrir flugið ásamt því að fá gjafabréf hjá félaginu. „Það virðist hafa komið ákveðið bakslag í breska markaðinn eftir að Portúgal var tekið af græna listanum og breskir ferðalandar eru aðeins að halda að sér höndunum. En þetta setur ekki stórt strik í okkar plön. Okkar fyrsta flug verður 24. júní til London og bókanir eru gríðarlega góðar. Það sem gildir á þessum tímum er að hafa sveigjanleika og við erum að nýta okkur hann eins og öll önnur flugfélög.“ Rætt var við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Fréttir af flugi Play Bretland Portúgal Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira