„Hef prófað að jarða tvo skoska varnarmenn og það er ekki auðvelt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2021 16:26 Patrik Schick hefur betur í baráttu við skoska varnarmenn og skallar boltann í netið. getty/Craig Williamson Patrik Schick var maður leiksins þegar Tékkland sigraði Skotland, 2-0, í D-riðli Evrópumótsins í dag. Schick skoraði bæði mörk Tékka, það fyrra með skalla og það síðara með stórkostlegu skoti rétt fyrir innan miðju. Kjartan Henry Finnbogason var hrifinn af tilburðum Schicks í fyrra markinu þegar hann skallaði boltann framhjá David Marshall í skoska markinu eftir fyrirgjöf frá Vladimír Coufal. „Þetta er ótrúlega vel gert. Þeir höfðu átt nokkrar hornspyrnur í röð, héldu alltaf pressunni og unnu boltann aftur. Hann veit að boltinn er að koma og getur tekið hlaupið því hann veit að hann er að fara að senda hann í fyrsta,“ sagði Kjartan Henry í EM í dag. „Það eru engar tilviljanir í þessu. Hann þarf að jarða tvo skoska varnarmenn. Ég hef prófað það og það er ekki auðvelt.“ Klippa: EM í dag - Umræða um Patrik Schick Annað mark Schicks var enn flottara en það fyrra og klárlega flottasta mark Evrópumótsins til þessa. „Þetta er ekki auðvelt en hann er greinilega með frábæran vinstri fót. Þetta er þvílíkur draumur fyrir þennan strák,“ sagði Kjartan Henry. Freyr Alexandersson hreifst mjög af frammistöðu Schicks í leiknum á Hampden Park í dag. „Hann heldur sér miðsvæðis, hann er á milli markstanganna, þannig að kantmennirnir vita hvar hann er,“ sagði Freyr. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt mark Schicks frá miðju Tékkneski framherjinn Patrik Schick skoraði mark Evrópumótsins til þessa í leiknum gegn Skotum á Hampden Park. 14. júní 2021 14:25 Schick gaf Tékkum draumabyrjun með stórkostlegum tilþrifum Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri gegn Skotum, í Glasgow, í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Seinna markið var algjörlega stórkostlegt. 14. júní 2021 14:52 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason var hrifinn af tilburðum Schicks í fyrra markinu þegar hann skallaði boltann framhjá David Marshall í skoska markinu eftir fyrirgjöf frá Vladimír Coufal. „Þetta er ótrúlega vel gert. Þeir höfðu átt nokkrar hornspyrnur í röð, héldu alltaf pressunni og unnu boltann aftur. Hann veit að boltinn er að koma og getur tekið hlaupið því hann veit að hann er að fara að senda hann í fyrsta,“ sagði Kjartan Henry í EM í dag. „Það eru engar tilviljanir í þessu. Hann þarf að jarða tvo skoska varnarmenn. Ég hef prófað það og það er ekki auðvelt.“ Klippa: EM í dag - Umræða um Patrik Schick Annað mark Schicks var enn flottara en það fyrra og klárlega flottasta mark Evrópumótsins til þessa. „Þetta er ekki auðvelt en hann er greinilega með frábæran vinstri fót. Þetta er þvílíkur draumur fyrir þennan strák,“ sagði Kjartan Henry. Freyr Alexandersson hreifst mjög af frammistöðu Schicks í leiknum á Hampden Park í dag. „Hann heldur sér miðsvæðis, hann er á milli markstanganna, þannig að kantmennirnir vita hvar hann er,“ sagði Freyr. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt mark Schicks frá miðju Tékkneski framherjinn Patrik Schick skoraði mark Evrópumótsins til þessa í leiknum gegn Skotum á Hampden Park. 14. júní 2021 14:25 Schick gaf Tékkum draumabyrjun með stórkostlegum tilþrifum Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri gegn Skotum, í Glasgow, í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Seinna markið var algjörlega stórkostlegt. 14. júní 2021 14:52 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Sjáðu stórkostlegt mark Schicks frá miðju Tékkneski framherjinn Patrik Schick skoraði mark Evrópumótsins til þessa í leiknum gegn Skotum á Hampden Park. 14. júní 2021 14:25
Schick gaf Tékkum draumabyrjun með stórkostlegum tilþrifum Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri gegn Skotum, í Glasgow, í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Seinna markið var algjörlega stórkostlegt. 14. júní 2021 14:52