Ný framsókn fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi Ingibjörg Isaksen skrifar 15. júní 2021 16:01 Skóflustungan sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók fyrir nýrri flugstöð á Akureyri í dag markar tímamót í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Framsókn hefur lengi talað fyrir því að fjölga fluggáttum inn í landið og styðja þannig enn frekar við ferðaþjónustu um allt land. Ný flugstöð og nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli er mikilvægt skref í þá átt. Undir forystu formanns Framsóknar, Sigurðar Inga, hafa verið stigin stór skref í flugmálum á kjörtímabilinu sem brátt líður að lokum. Hann lagði fram fyrstu flugstefnu Íslands sem samþykkt var á þingi. Þá er Loftbrúin komin á gott flug en í september verður ár liðið frá því Sigurður Ingi hleypti af stað því merkilega verkefni sem veitir þeim íbúum sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu 40% afslátt af flugfargjöldum til borgarinnar. Sú aðgerð er mikilvæg fyrir íbúa landsbyggðarinnar en kemur líka til með að styðja vel við almenningssamgöngur í lofti og styrkja ferðaþjónustuna í kringum landið. Eitt af markmiðunum sem hafa verið ofarlega á baugi í ferðaþjónustu hefur verið að dreifa ferðamönnum um landið. Bæði er það til þess að jafna álag á innviði á landinu en þó ekki síður til þess að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu hringinn í kringum landið. Við sem búum á Norðurausturlandi búum að því að eiga á svæðinu náttúruperlur sem eru þekktar um allan heim. Sá kraftur sem settur hefur verið í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli í ráðherratíð Sigurðar Inga, með uppsetningu ILS-búnaðar og annarra tækninýjunga sem bylta aðstæðum flugvéla til lendinga og nú síðast nýrri flugstöð og flughlaði, býr til sterkan grundvöll fyrir aukna tíðni millilandaflugs til Akureyrar. Það styrkir ekki aðeins Akureyri sjálfa heldur allt Norður- og Austurland. Það má því með sanni segja að það sé hafin ný framsókn fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi, framsókn sem kemur til með að skapa atvinnu og skapa tækifæri til að efla byggð á svæðinu. Öflugir flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum eru hluti af öflugri sókn, framsókn fyrir landið allt. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri og oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningum 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Akureyri Fréttir af flugi Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Akureyrarflugvöllur Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skóflustungan sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók fyrir nýrri flugstöð á Akureyri í dag markar tímamót í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Framsókn hefur lengi talað fyrir því að fjölga fluggáttum inn í landið og styðja þannig enn frekar við ferðaþjónustu um allt land. Ný flugstöð og nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli er mikilvægt skref í þá átt. Undir forystu formanns Framsóknar, Sigurðar Inga, hafa verið stigin stór skref í flugmálum á kjörtímabilinu sem brátt líður að lokum. Hann lagði fram fyrstu flugstefnu Íslands sem samþykkt var á þingi. Þá er Loftbrúin komin á gott flug en í september verður ár liðið frá því Sigurður Ingi hleypti af stað því merkilega verkefni sem veitir þeim íbúum sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu 40% afslátt af flugfargjöldum til borgarinnar. Sú aðgerð er mikilvæg fyrir íbúa landsbyggðarinnar en kemur líka til með að styðja vel við almenningssamgöngur í lofti og styrkja ferðaþjónustuna í kringum landið. Eitt af markmiðunum sem hafa verið ofarlega á baugi í ferðaþjónustu hefur verið að dreifa ferðamönnum um landið. Bæði er það til þess að jafna álag á innviði á landinu en þó ekki síður til þess að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu hringinn í kringum landið. Við sem búum á Norðurausturlandi búum að því að eiga á svæðinu náttúruperlur sem eru þekktar um allan heim. Sá kraftur sem settur hefur verið í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli í ráðherratíð Sigurðar Inga, með uppsetningu ILS-búnaðar og annarra tækninýjunga sem bylta aðstæðum flugvéla til lendinga og nú síðast nýrri flugstöð og flughlaði, býr til sterkan grundvöll fyrir aukna tíðni millilandaflugs til Akureyrar. Það styrkir ekki aðeins Akureyri sjálfa heldur allt Norður- og Austurland. Það má því með sanni segja að það sé hafin ný framsókn fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi, framsókn sem kemur til með að skapa atvinnu og skapa tækifæri til að efla byggð á svæðinu. Öflugir flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum eru hluti af öflugri sókn, framsókn fyrir landið allt. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri og oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningum 2021.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar