„Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. júní 2021 20:38 Birgir Gunnarsson er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. vísir/vilhelm Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. „Ég er búinn að líta yfir farinn veg og ég get í rauninni ekki séð hvað við hefðum getað gert öðruvísi. Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir en það var reynt að vinna þetta eins faglega og eins hlutlaust og hægt var,“ segir Birgir í samtali við Vísi í dag. Spurður hvort bæjarfélagið hafi ákveðið hvort það muni verða við bótakröfu Sifjar segir hann: „Nei, nei, þessi yfirlýsing kom bara í gær þannig við erum enn að reyna að átta okkur á stöðunni.“ Hann vonar að málið hljóti farsælan endi þó það sé nú sannkallað „leiðindamál“ að hans sögn. „Það er bara þannig.“ Ekki lögð í einelti sem bæjarfulltrúi heldur framkvæmdastjóri Sif Huld sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagðist hafa látið af störfum sem bæjarfulltrúi á Ísafirði vegna eineltis starfsmanns sveitarfélagsins gegn sér. Hún hefur setið í meirihluta bæjarstjórnar sem einn af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hún gagnrýndi viðbrögð sveitarfélagsins við kvörtun sinni og sagðist hafa gert bótakröfu á það. Bærinn fékk formlega tilkynningu um málið um miðjan desember síðastliðinn og var þá ákveðið að fá ráðgjafafyrirtækið Attentus til að rannsaka málið. Málið heyrir þó undir tvo vinnuveitendur, Ísafjarðarbæ og stjórn byggðasamlags um málefni fatlaðra á Vestfjörðum, því eineltið sem Sif varð fyrir átti sér stað í störfum hennar sem framkvæmdastjóri þessa byggðasamlags en ekki sem bæjarfulltrúi. Sá sem beitti hana einelti er hins vegar starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Attentus kynnti síðan niðurstöður rannsóknar sinnar í mars og sagði ljóst að um einelti væri að ræða. „Í skýrslunni var einnig niðurstaða að sveitarfélagið hafi brugðist með því að aðhafast ekki í málinu fyrr, þar sem ég hafði oft sagt frá erfiðum og djúpstæðum samskiptavanda. Ef sveitarfélagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að eineltið hefði ekki orðið eins alvarlegt og langvarandi,“ sagði Sif Huld í tilkynningu sinni í gær. Staða sem enginn óskaði sér Birgir segist ekki getað tjáð sig um smáatriði málsins vegna trúnaðar sem ríkir. Hann sér þó ekki hvernig hefði verið hægt að taka betur á málinu. „Þetta var sameiginlegt verkefni Ísafjarðarbæjar og stjórnarinnar að setja málið í þetta ferli sem það var sett í,“ segir hann. Og ítrekar svo: „Við höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er fram að þessu. Og vonandi verður hægt að finna einhverja lendingu í málinu.“ Spurður hvernig stemmningin sé innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í bæjarstjórn þegar bæjarfulltrúi meirihlutans segir af sér og gerir bótakröfu á bæinn segir hann: „Ég svo sem veit það ekki. En auðvitað þykir mönnum bara leitt að málið skuli fara í þennan farveg. Þetta er eitthvað sem enginn óskar sér og þetta eru alltaf erfið mál og vandmeðfarin.“ Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Ég er búinn að líta yfir farinn veg og ég get í rauninni ekki séð hvað við hefðum getað gert öðruvísi. Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir en það var reynt að vinna þetta eins faglega og eins hlutlaust og hægt var,“ segir Birgir í samtali við Vísi í dag. Spurður hvort bæjarfélagið hafi ákveðið hvort það muni verða við bótakröfu Sifjar segir hann: „Nei, nei, þessi yfirlýsing kom bara í gær þannig við erum enn að reyna að átta okkur á stöðunni.“ Hann vonar að málið hljóti farsælan endi þó það sé nú sannkallað „leiðindamál“ að hans sögn. „Það er bara þannig.“ Ekki lögð í einelti sem bæjarfulltrúi heldur framkvæmdastjóri Sif Huld sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagðist hafa látið af störfum sem bæjarfulltrúi á Ísafirði vegna eineltis starfsmanns sveitarfélagsins gegn sér. Hún hefur setið í meirihluta bæjarstjórnar sem einn af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hún gagnrýndi viðbrögð sveitarfélagsins við kvörtun sinni og sagðist hafa gert bótakröfu á það. Bærinn fékk formlega tilkynningu um málið um miðjan desember síðastliðinn og var þá ákveðið að fá ráðgjafafyrirtækið Attentus til að rannsaka málið. Málið heyrir þó undir tvo vinnuveitendur, Ísafjarðarbæ og stjórn byggðasamlags um málefni fatlaðra á Vestfjörðum, því eineltið sem Sif varð fyrir átti sér stað í störfum hennar sem framkvæmdastjóri þessa byggðasamlags en ekki sem bæjarfulltrúi. Sá sem beitti hana einelti er hins vegar starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Attentus kynnti síðan niðurstöður rannsóknar sinnar í mars og sagði ljóst að um einelti væri að ræða. „Í skýrslunni var einnig niðurstaða að sveitarfélagið hafi brugðist með því að aðhafast ekki í málinu fyrr, þar sem ég hafði oft sagt frá erfiðum og djúpstæðum samskiptavanda. Ef sveitarfélagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að eineltið hefði ekki orðið eins alvarlegt og langvarandi,“ sagði Sif Huld í tilkynningu sinni í gær. Staða sem enginn óskaði sér Birgir segist ekki getað tjáð sig um smáatriði málsins vegna trúnaðar sem ríkir. Hann sér þó ekki hvernig hefði verið hægt að taka betur á málinu. „Þetta var sameiginlegt verkefni Ísafjarðarbæjar og stjórnarinnar að setja málið í þetta ferli sem það var sett í,“ segir hann. Og ítrekar svo: „Við höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er fram að þessu. Og vonandi verður hægt að finna einhverja lendingu í málinu.“ Spurður hvernig stemmningin sé innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í bæjarstjórn þegar bæjarfulltrúi meirihlutans segir af sér og gerir bótakröfu á bæinn segir hann: „Ég svo sem veit það ekki. En auðvitað þykir mönnum bara leitt að málið skuli fara í þennan farveg. Þetta er eitthvað sem enginn óskar sér og þetta eru alltaf erfið mál og vandmeðfarin.“
Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira