Aukin vernd þolenda mansals Árni Sæberg skrifar 16. júní 2021 13:37 Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um mansal hefur verið samþykkt. Vísir/Vilhelm Eitt síðustu verka Alþingis á kjörtímabilinu sem leið var að samþykkja breytingu á ákvæði almennra hegningarlaga um mansal. Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum var samþykkt á síðasta degi þingsins í síðustu viku. Markmið lagabreytingarinnar er að bæta vernd þolenda mansals og auðvelda málsókn á hendur þeim sem ábyrgir eru fyrir brotunum. Lagabreytingin stuðlar að aukinni samræmingu löggjafar við lagaþróun á Norðurlöndunum. Þá er breytingin liður í því standa við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda sem þau hafa tekist á hendur með því að fullgilda alþjóðlega samninga sem hafa það að markmiði að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi og mansali. Víðtækar aðgerðir gegn mansali Í tengslum við lagabreytinguna voru í dag kynntar víðtækar aðgerðir gegn mansali á Íslandi. Upplýsingum um mansal hefur verið bætt inn á vefgátt Neyðarlínunnar, 112.is. Þar geta þolendur leitað sérhæfðrar hjálpar og ráðgjafar og aðrir aflað sér upplýsinga um einkenni mansals og leitað úrræða ef grunur er um að einstaklingur sé þolandi mansals. Hægt er að fá samband við neyðarvörð sem virkjar viðbragð þeirra sem veita þolendum mansals aðstoð og leiðbeinir áfram til þeirra úrræða sem standa þolendum og öðrum til boða þegar kemur að mansali. Unnið er að stofnun ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála sem og rannsókn þeirra. Þá hefur hópurinn það markmið að miðla reynslu og þekkingu til lögreglumanna og sækjenda á landinu öllu og halda utan um tölfræði og stöðuna um mansal í íslensku réttarvörslukerfi. Tveggja ára vinna á bak við aðgerðirnar Aðgerðirnar eru meðal annars árangur af vinnu samráðshóps stjórnvalda um mansal sem hefur unnið að því að innleiða áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu. Áherslurnar voru fyrst kynntar í mars 2019 en komast nú til fullra framkvæmda. „Breyting á ákvæði almennra hegningarlaga liðkar fyrir því að mál er varða grun um mansal fái framgang innan réttarvörslukerfisins og gerendur sæti refsingu fyrir þessi alvarlegu brot. Með því treystum við enn frekar vernd þolenda mansals, ekki síst kvenna og barna,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra um lagabreytinguna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir mansal vera hluta af skipulagðri brotastarfsemi og að mikilvægt sé að styrkja lögregluna faglega séð svo hún geti tekist á við sífellt flóknari brot sem tengjast mansali. „Þessar aðgerðir eru mikilvæg skref í rétta átt,“ segir hann að lokum. Alþingi Vændi Tengdar fréttir Mæta ekki lágmarksskilyrðum í baráttu gegn mansali Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. 28. júní 2017 10:25 Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44 Segir stjórnvöld brjóta gegn alþjóðasamþykktum með því að hafa ekki aðgerðaáætlun gegn mansali Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu ári hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. 3. október 2018 11:53 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum var samþykkt á síðasta degi þingsins í síðustu viku. Markmið lagabreytingarinnar er að bæta vernd þolenda mansals og auðvelda málsókn á hendur þeim sem ábyrgir eru fyrir brotunum. Lagabreytingin stuðlar að aukinni samræmingu löggjafar við lagaþróun á Norðurlöndunum. Þá er breytingin liður í því standa við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda sem þau hafa tekist á hendur með því að fullgilda alþjóðlega samninga sem hafa það að markmiði að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi og mansali. Víðtækar aðgerðir gegn mansali Í tengslum við lagabreytinguna voru í dag kynntar víðtækar aðgerðir gegn mansali á Íslandi. Upplýsingum um mansal hefur verið bætt inn á vefgátt Neyðarlínunnar, 112.is. Þar geta þolendur leitað sérhæfðrar hjálpar og ráðgjafar og aðrir aflað sér upplýsinga um einkenni mansals og leitað úrræða ef grunur er um að einstaklingur sé þolandi mansals. Hægt er að fá samband við neyðarvörð sem virkjar viðbragð þeirra sem veita þolendum mansals aðstoð og leiðbeinir áfram til þeirra úrræða sem standa þolendum og öðrum til boða þegar kemur að mansali. Unnið er að stofnun ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála sem og rannsókn þeirra. Þá hefur hópurinn það markmið að miðla reynslu og þekkingu til lögreglumanna og sækjenda á landinu öllu og halda utan um tölfræði og stöðuna um mansal í íslensku réttarvörslukerfi. Tveggja ára vinna á bak við aðgerðirnar Aðgerðirnar eru meðal annars árangur af vinnu samráðshóps stjórnvalda um mansal sem hefur unnið að því að innleiða áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu. Áherslurnar voru fyrst kynntar í mars 2019 en komast nú til fullra framkvæmda. „Breyting á ákvæði almennra hegningarlaga liðkar fyrir því að mál er varða grun um mansal fái framgang innan réttarvörslukerfisins og gerendur sæti refsingu fyrir þessi alvarlegu brot. Með því treystum við enn frekar vernd þolenda mansals, ekki síst kvenna og barna,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra um lagabreytinguna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir mansal vera hluta af skipulagðri brotastarfsemi og að mikilvægt sé að styrkja lögregluna faglega séð svo hún geti tekist á við sífellt flóknari brot sem tengjast mansali. „Þessar aðgerðir eru mikilvæg skref í rétta átt,“ segir hann að lokum.
Alþingi Vændi Tengdar fréttir Mæta ekki lágmarksskilyrðum í baráttu gegn mansali Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. 28. júní 2017 10:25 Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44 Segir stjórnvöld brjóta gegn alþjóðasamþykktum með því að hafa ekki aðgerðaáætlun gegn mansali Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu ári hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. 3. október 2018 11:53 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Mæta ekki lágmarksskilyrðum í baráttu gegn mansali Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. 28. júní 2017 10:25
Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44
Segir stjórnvöld brjóta gegn alþjóðasamþykktum með því að hafa ekki aðgerðaáætlun gegn mansali Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu ári hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. 3. október 2018 11:53