Þórdís og Haraldur etja kappi í Norðvesturkjördæmi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 14:31 Þórdís Kolbrún og Haraldur sækjast bæði eftir oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Vísir Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og því lýkur á laugardaginn, 19. júní. Fyrri dagur prófkjörs er í dag en Norðvesturkjördæmi er síðasta kjördæmið til þess að halda prófkjör fyrir komandi Alþingiskosningar. Níu frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Haraldur Benediktsson, þingmaður og bóndi, en þau sækjast bæði eftir oddvitasæti á framboðslista flokksins í kjördæminu. Haraldur hefur tilkynnt það að hljóti hann ekki kjör í oddvitasætið muni hann ekki taka sæti á listanum. Hann hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir það og hafa sérstaklega Sjálfstæðiskonur gagnrýnt hann og meðal annars sakað hann um að standa í hótunum við samflokksmenn sína og kjósendur. Haraldur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýnin kæmi sér á óvart. Honum þyki það eðlilegur hlutur að tapi leiðtogi flokksins í kjördæminu oddvitasæti stígi hann til hliðar og hleypi nýjum leiðtoga að. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, matreiðslumaður og ráðgjafi, sækist eftir 2. til 3. sæti á lista flokksins. Þá sækist Teitur Björn Einarsson, lögmaður og 1. varaþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi, eftir öðru sæti á listanum. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, sveitarstjórnarfulltrúi og aðalmaður byggðarráðs í Húnaþingi vestra, sækist eftir 3. til 4. sæti á listanum. Bjarni Pétur Marel Jónasson sækist eftir fjórða sæti á listanum auk þess sem Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og nemi, sækist eftir sama sæti. Þá sækjast Örvar Már Marteinsson, skipstjóri, og Bergþóra Ingþórsdóttir, nemi, eftir sæti á listanum. Kosið er á sautján stöðum í kjördæminu og verða allir kjörstaðir opnir bæði í dag og á laugardag. Opnunartímar eru breytilegir eftir kjörstöðum en hægt er að kynna sér opnunartíma þeirra nánar hér. Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12 „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Níu frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Haraldur Benediktsson, þingmaður og bóndi, en þau sækjast bæði eftir oddvitasæti á framboðslista flokksins í kjördæminu. Haraldur hefur tilkynnt það að hljóti hann ekki kjör í oddvitasætið muni hann ekki taka sæti á listanum. Hann hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir það og hafa sérstaklega Sjálfstæðiskonur gagnrýnt hann og meðal annars sakað hann um að standa í hótunum við samflokksmenn sína og kjósendur. Haraldur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýnin kæmi sér á óvart. Honum þyki það eðlilegur hlutur að tapi leiðtogi flokksins í kjördæminu oddvitasæti stígi hann til hliðar og hleypi nýjum leiðtoga að. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, matreiðslumaður og ráðgjafi, sækist eftir 2. til 3. sæti á lista flokksins. Þá sækist Teitur Björn Einarsson, lögmaður og 1. varaþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi, eftir öðru sæti á listanum. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, sveitarstjórnarfulltrúi og aðalmaður byggðarráðs í Húnaþingi vestra, sækist eftir 3. til 4. sæti á listanum. Bjarni Pétur Marel Jónasson sækist eftir fjórða sæti á listanum auk þess sem Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og nemi, sækist eftir sama sæti. Þá sækjast Örvar Már Marteinsson, skipstjóri, og Bergþóra Ingþórsdóttir, nemi, eftir sæti á listanum. Kosið er á sautján stöðum í kjördæminu og verða allir kjörstaðir opnir bæði í dag og á laugardag. Opnunartímar eru breytilegir eftir kjörstöðum en hægt er að kynna sér opnunartíma þeirra nánar hér.
Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12 „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12
„Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40
Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51