„Ég er enginn lögmaður Lovren í þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júní 2021 20:30 Lovren fór oftar en einu sinni og oftar en tvisvar yfir atvikið með dómara leiksins. Pool/Getty Images/Petr Josek Tékkar fengu umdeilda vítaspyrnu í 1-1 jafntefli þeirra við Króata á Evrópumótinu í fótbolta í dag. Atvikið var tekið fyrir af sérfræðingum Stöðvar 2 Sport þar sem skoðanir voru skiptar. Tékkar komust yfir í leiknum á 37. mínútu þegar Patrik Schick skoraði úr vítaspyrnunni umræddu. Aðdragandi hennar var sá að Schick stökk upp í skallabolta ásamt Dejan Lovren, varnarmanni Króata, þar sem olnbogi Lovrens fór í andlit Schicks, en nokkuð ljóst virtist vera að ekki væri um viljaverk af hendi þess króatíska að ræða. Carlos del Cerro Grande, spænskur dómari leiksins, var kallaður að VAR-skjánum og dæmdi víti. Schick lá blóðugur eftir og þurfti að gera að sárum hans áður en hann gat stigið á punktinn. „Fyrir utan það að afleiðingin er vítaspyrna sem þeir skora úr, þá er alveg klárt að þetta setur Króatana úr jafnvægi, og þeir fara svolítið í fórnarlambið. Í hálfleik eru þeir enn að ræða þetta við dómarann.“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Þetta voru nokkur örnámskeið í því hvernig á að fara upp í skallabolta sem Lovren veitti dómaranum.“ segir þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson, sem bendir svo á að Patrik Schick hafi legið alblóðugur eftir og spyr þá hvort það sé ekki ákveðin vísbending að um brot hafi verið að ræða. „Þú segir þá að ef hann hefði ekki orðið blóðugur eftir sama höggið, að þá eru minni líkur á að það hefði verið dæmt víti?“ spyr Ólafur þá áður en hann bætir við: „Nú kemur þú úr annarri íþrótt, körfubolta, þar sem eru ekki líkar reglur. Hvað máttu þegar þú ferð upp í frákast, hvar má hafa hendurnar? Það er óeðlilegt að hoppa upp í skallabolta með hendur niður með síðum. Ég er enginn lögmaður Lovren í þessu, en þetta er hans upplifun, sem hann reynir að færa rök fyrir, sem er að Schick kemur aftan að honum.“ „Hvort fer höndin aftur á bak í höfuðið á Schick eða höfuðið á Schick í olnbogann á Lovren? Þetta er á grensunni og það skemmtilega við fótboltann er að við sitjum og ræðum þessa hluti og erum ekki sammála,“ segir Ólafur. Atvikið og umræðuna um það má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Víti Tékka EM 2020 í fótbolta Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Tékkar komust yfir í leiknum á 37. mínútu þegar Patrik Schick skoraði úr vítaspyrnunni umræddu. Aðdragandi hennar var sá að Schick stökk upp í skallabolta ásamt Dejan Lovren, varnarmanni Króata, þar sem olnbogi Lovrens fór í andlit Schicks, en nokkuð ljóst virtist vera að ekki væri um viljaverk af hendi þess króatíska að ræða. Carlos del Cerro Grande, spænskur dómari leiksins, var kallaður að VAR-skjánum og dæmdi víti. Schick lá blóðugur eftir og þurfti að gera að sárum hans áður en hann gat stigið á punktinn. „Fyrir utan það að afleiðingin er vítaspyrna sem þeir skora úr, þá er alveg klárt að þetta setur Króatana úr jafnvægi, og þeir fara svolítið í fórnarlambið. Í hálfleik eru þeir enn að ræða þetta við dómarann.“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Þetta voru nokkur örnámskeið í því hvernig á að fara upp í skallabolta sem Lovren veitti dómaranum.“ segir þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson, sem bendir svo á að Patrik Schick hafi legið alblóðugur eftir og spyr þá hvort það sé ekki ákveðin vísbending að um brot hafi verið að ræða. „Þú segir þá að ef hann hefði ekki orðið blóðugur eftir sama höggið, að þá eru minni líkur á að það hefði verið dæmt víti?“ spyr Ólafur þá áður en hann bætir við: „Nú kemur þú úr annarri íþrótt, körfubolta, þar sem eru ekki líkar reglur. Hvað máttu þegar þú ferð upp í frákast, hvar má hafa hendurnar? Það er óeðlilegt að hoppa upp í skallabolta með hendur niður með síðum. Ég er enginn lögmaður Lovren í þessu, en þetta er hans upplifun, sem hann reynir að færa rök fyrir, sem er að Schick kemur aftan að honum.“ „Hvort fer höndin aftur á bak í höfuðið á Schick eða höfuðið á Schick í olnbogann á Lovren? Þetta er á grensunni og það skemmtilega við fótboltann er að við sitjum og ræðum þessa hluti og erum ekki sammála,“ segir Ólafur. Atvikið og umræðuna um það má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Víti Tékka
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira