Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. júní 2021 20:24 Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. Auglýsingin er heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu. Skilaboðin sjálf taka aðeins lítinn hluta hennar en mestan hluta síðnanna taka svo lógó og langur listi yfir fyrirtæki og samtök sem eru sögð styðja boðskapinn. Þar má finna nafn Rauða krossins sem kannast ekkert við að hafa gefið fíkniefnalögreglunni leyfi fyrir þessu. Enda eru skilaboð auglýsingarinnar í hrópandi ósamræmi við þann boðskap sem Rauði krossinn hefur hingað til verið að boða um skaðaminnkun, með verkefninu Frú Ragnheiði og stuðningi við ýmis frumvörp á þingi um bæði neyslurými og afglæpavæðingu fíkniefna. Nýlega birti félag fíkniefnalögreglumanna auglýsingu í @morgunblad. Þar kom nafn Rauða krossins fram án okkar samþykkis. Það þykir okkur mjög miður enda skilaboð auglýsingarinnar alls ekki í anda áherslu Rauða krossins á skaðaminnkandi og mannúðlega nálgun.— Rauði krossinn - Icelandic Red Cross (@raudikrossinn) June 21, 2021 „Okkur finnst vera þarna þessi hræðsluáróðurstónn sem við styðjum ekki,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Vísi. Höfðu hafnað boði um þátttöku „Ég sá þessa auglýsingu bara þegar það fór af stað einhver umræða um hana og þá rákum við augun í að okkar nafn væri þarna. Við höfum fengið beiðni eins og mörg fyrirtæki og samtök um að styrkja þessa auglýsingu sem við höfum alltaf hafnað,“ segir hann. Rauði krossinn hefur haft samband við Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna og fengið staðfestingu á því að nafn samtakanna hafi verið á auglýsingunni fyrir slysni. Gunnlaugur segir mikilvægt að árétta að Rauði krossinn styðji ekki skilaboðin eða framsetninguna sem fíkniefnalögreglan gefur út með auglýsingunni: Hér má sjá heilsíðuauglýsinguna. skjáskot/morgunblaðið „KANNABISNEYSLA … byrjar oft á saklausu fikti. Endar oft í uppgjöf, geðrænum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauða“ segir á fyrri síðu auglýsingarinnar. „Við viljum koma í veg fyrir það. Kannabis er LÍKA HÆTTULEGT fíkniefni,“ segir svo á þeirri seinni. Undir báðum yfirlýsingum má finna fjöldann allan af fyrirtækjum og samtökum sem virðast styðja boðskapinn, til dæmis sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg og Kópavog og ríkisfyrirtæki á borð við Vegagerðina og Vínbúðina. Lögreglan Kannabis Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Auglýsingin er heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu. Skilaboðin sjálf taka aðeins lítinn hluta hennar en mestan hluta síðnanna taka svo lógó og langur listi yfir fyrirtæki og samtök sem eru sögð styðja boðskapinn. Þar má finna nafn Rauða krossins sem kannast ekkert við að hafa gefið fíkniefnalögreglunni leyfi fyrir þessu. Enda eru skilaboð auglýsingarinnar í hrópandi ósamræmi við þann boðskap sem Rauði krossinn hefur hingað til verið að boða um skaðaminnkun, með verkefninu Frú Ragnheiði og stuðningi við ýmis frumvörp á þingi um bæði neyslurými og afglæpavæðingu fíkniefna. Nýlega birti félag fíkniefnalögreglumanna auglýsingu í @morgunblad. Þar kom nafn Rauða krossins fram án okkar samþykkis. Það þykir okkur mjög miður enda skilaboð auglýsingarinnar alls ekki í anda áherslu Rauða krossins á skaðaminnkandi og mannúðlega nálgun.— Rauði krossinn - Icelandic Red Cross (@raudikrossinn) June 21, 2021 „Okkur finnst vera þarna þessi hræðsluáróðurstónn sem við styðjum ekki,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Vísi. Höfðu hafnað boði um þátttöku „Ég sá þessa auglýsingu bara þegar það fór af stað einhver umræða um hana og þá rákum við augun í að okkar nafn væri þarna. Við höfum fengið beiðni eins og mörg fyrirtæki og samtök um að styrkja þessa auglýsingu sem við höfum alltaf hafnað,“ segir hann. Rauði krossinn hefur haft samband við Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna og fengið staðfestingu á því að nafn samtakanna hafi verið á auglýsingunni fyrir slysni. Gunnlaugur segir mikilvægt að árétta að Rauði krossinn styðji ekki skilaboðin eða framsetninguna sem fíkniefnalögreglan gefur út með auglýsingunni: Hér má sjá heilsíðuauglýsinguna. skjáskot/morgunblaðið „KANNABISNEYSLA … byrjar oft á saklausu fikti. Endar oft í uppgjöf, geðrænum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauða“ segir á fyrri síðu auglýsingarinnar. „Við viljum koma í veg fyrir það. Kannabis er LÍKA HÆTTULEGT fíkniefni,“ segir svo á þeirri seinni. Undir báðum yfirlýsingum má finna fjöldann allan af fyrirtækjum og samtökum sem virðast styðja boðskapinn, til dæmis sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg og Kópavog og ríkisfyrirtæki á borð við Vegagerðina og Vínbúðina.
Lögreglan Kannabis Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira