Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2021 07:20 Í apríl síðastliðnum var Ivermectin dreift ókeypis til íbúa í bæ á Filippseyjum. epa/Rolex Dela Pena Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins. Um er að ræða þátt í svokallaðri Principle-rannsókn en niðurstöðurnar verða bornar saman við útkomu sjúklingahóps sem fær hefðbunda meðferð innan opinberu heilbrigðisþjónustunnar. Ivermectin hefur löngum verið notað gegn ýmsum sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og ýmsir aðrir aðilar hafa mælt gegn notkun lyfsins, á meðan einstaka læknar segja það hafa gefið góða raun. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir sögur af virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur notkun lyfsins gegn sjúkdómnum ekki verið könnuð í stórum rannsóknum. Ósamræmið milli vænlegra niðurstaða í afmörkuðum athugunum og tilmæla opinberra yfirvalda um að nota lyfið ekki hefur orðið til þess að samsæriskenningar blómstra á netinu um að verið sé að halda upplýsingum um lækningu við Covid-19 frá almenningi. Filippeyski þingmaðurinn Mike Defensor talar fyrir notkun Ivermectin.epa/Rolex Dela Pena Ýmis önnur lyf hafa gefið von um árangursríka meðferð gegn Covid-19 en ekki staðist skoðun við nánari athugun. Eitt þeirra er sýklalyfið Azithromycin, sem einnig var tekið fyrir í Principle-rannsókninni. Þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur því verið ávísað gegn sjúkdómnum í ríkjum í Afríku og Suður-Ameríku. Þá virðist uppáskriftum hafa fjölgað í Bandaríkjunum. Rannsakendurnir við Oxford-háskóla segjast hafa valið að rannsaka lyfið vegna þess að það sé fáanlegt víða um heim og tiltölulega öruggt. Hingað til hafa aðeins tvö lyf sem hafa verið til skoðunar í Principle-rannsókninni og systurverkefninu Recovery reynst áhrifarík gegn Covid-19; steralyfin budesonide og dexamethasone. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Lyf Vísindi Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Um er að ræða þátt í svokallaðri Principle-rannsókn en niðurstöðurnar verða bornar saman við útkomu sjúklingahóps sem fær hefðbunda meðferð innan opinberu heilbrigðisþjónustunnar. Ivermectin hefur löngum verið notað gegn ýmsum sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og ýmsir aðrir aðilar hafa mælt gegn notkun lyfsins, á meðan einstaka læknar segja það hafa gefið góða raun. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir sögur af virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur notkun lyfsins gegn sjúkdómnum ekki verið könnuð í stórum rannsóknum. Ósamræmið milli vænlegra niðurstaða í afmörkuðum athugunum og tilmæla opinberra yfirvalda um að nota lyfið ekki hefur orðið til þess að samsæriskenningar blómstra á netinu um að verið sé að halda upplýsingum um lækningu við Covid-19 frá almenningi. Filippeyski þingmaðurinn Mike Defensor talar fyrir notkun Ivermectin.epa/Rolex Dela Pena Ýmis önnur lyf hafa gefið von um árangursríka meðferð gegn Covid-19 en ekki staðist skoðun við nánari athugun. Eitt þeirra er sýklalyfið Azithromycin, sem einnig var tekið fyrir í Principle-rannsókninni. Þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur því verið ávísað gegn sjúkdómnum í ríkjum í Afríku og Suður-Ameríku. Þá virðist uppáskriftum hafa fjölgað í Bandaríkjunum. Rannsakendurnir við Oxford-háskóla segjast hafa valið að rannsaka lyfið vegna þess að það sé fáanlegt víða um heim og tiltölulega öruggt. Hingað til hafa aðeins tvö lyf sem hafa verið til skoðunar í Principle-rannsókninni og systurverkefninu Recovery reynst áhrifarík gegn Covid-19; steralyfin budesonide og dexamethasone.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Lyf Vísindi Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira