Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 12:31 Britney Spears hefur ekki haft forræði yfir sjálfri sér í þrettán ár. Getty/Axelle Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. Þetta kemur fram í leynilegum dómsskjölum sem New York Times hefur undir höndum og greinir frá. Á þessum þrettán árum sem faðir Britney, Jamie Spears, hefur farið með fjárræði yfir henni hafa aðdáendur Britney lýst yfir miklum áhyggjum af velferð hennar. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna dómstólar telji að Britney sé enn ófær um að hugsa um sjálfa sig og fara með eigin mál þrátt fyrir að hún vinni enn fyrir sér og sé virk í tónlistarsenunni. Faðir hennar og aðrir sem farið hafa með forræði yfir henni hafa haldið því fram að forræðissviptingin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma, Britney hafi verið á mjög slæmum stað í lífinu og þurft á aðstoð aða halda. Þá sé henni alltaf frjálst að taka aftur við stjórninni. Það hafi jafnframt verið hennar val að halda sig úr sviðsljósinu og lifa lífi sínu í ró og næði. Svo virðist þó ekki vera, miðað við dómskjölin sem New York Times hefur undir höndum. Þar kemur fram að Britney, sem er 39 ára gömul í dag, hafi lýst yfir verulegri óánægju með forræðið sem faðir hennar hefur yfir henni. Hún hafi gert það ítrekað um árabil og haldið því fram að það takmarki stjórn hennar á sínu daglega lífi mun meira en forræðismenn hennar vilja meina, allt frá því með hverjum hún sé í sambandi og hvernig hún máli veggina heima hjá sér. „Hún er þreytt á því að vera notuð“ Í skýrslu sem rannsakandi á vegum dómstólanna skrifaði árið 2016 kemur fram að Britney hafi lengi sagt aðra hafa of mikla stjórn á lífi hennar. Forræðið yfir henni hafi verið notað sem kúgandi og stjórnandi afl í lífi hennar. Samkvæmt skýrslunni greindi Britney frá því í samtali við rannsakandann að hún vildi fá forræði aftur yfir sjálfri sér eins fljótt og hægt væri. „Hún er orðin þreytt á því að vera notuð og hún segir að hún vinni fyrir peningum sem fari til allra annarra í kring um hana,“ segir í skýrslunni. Þetta er ekki eina skiptið sem Britney hefur lýst yfir óánægju með forræðismálið en árið 2019 sagði hún í skýrslutöku hjá dómstólum að henni þætti forræðismenn hennar nýta sér stöðu sína til að neyða hana í meðferð á geðsjúkrahúsi og til að spila á tónleikum gegn hennar vilja. Jamie stjórnar 7 milljarða króna ríkidæmi Britney Frá árinu 2008 hefur faðir söngkonunnar, James P. Spears betur þekktur sem Jamie, farið með mest völd yfir lífi hennar. Á þeim tíma höfðu feðginin átt í erfiðu sambandi og má þar vísa til umfjöllunar heimildamyndarinnar Framing Britney Spears, þar sem fram kemur að á fyrstu árum ferils hennar hafi þau vart talast við. Jamie fékk forræði yfir Britney stuttu eftir að hún fékk taugaáfall og var tvisvar flutt á geðsjúkrahús til að gangast undir geðrænt mat, sem hún valdi ekki sjálf. Britney hafði glímt við mikinn geðrænan vanda vikurnar og mánuðina á undan, hún hafði misst forræði yfir tveimur sonum sínum, og höfðu margir áhyggjur af því að hún væri að misnota lyf. Í þessum nýju dómsgögnum kemur fram að Britney hafi lengi sett spurningamerki við hæfi föður hennar til að fara með forræði yfir henni. Til að mynda hafi lögmaður hennar, Samuel D. Ingham III, sagt í lokuðum réttarhöldum árið 2014 að Britney vildi að faðir hennar missti forræði yfir henni. Hún hafi meðal annars sagt að hann misnotaði áfengi og væri því ekki hæfur til að sinna þessu hlutverki. Þá greindi Ingham frá því fyrir dómi í fyrra að Britney væri hrædd við föður sinn, en hann hefur full völd yfir 60 milljóna Bandaríkjadala, eða um 7 milljarða króna, ríkidæmi hennar. Britney mun koma fyrir dóm í dag í Los Angeles, en það hefur hún ekki gert í langan tíma. Óvíst er hvort hægt verði að greina frá því sem sagt verður í dómsalnum en talið er að samband hennar og Jamie verði meginefni dómshaldanna. Hollywood Bandaríkin Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Ósátt með heimildarmyndir um líf hennar Tónlistarkonan Britney Spears hefur gagnrýnt tvær heimildarmyndir sem komu nýlega út og fjalla um líf hennar. Myndirnar fjalla meðal annars um afskipti fjölmiðla af henni og segir hún aðstandendur myndanna gerast sekir um slíkt hið sama. 4. maí 2021 16:41 Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. 28. apríl 2021 13:59 Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12. febrúar 2021 18:06 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í leynilegum dómsskjölum sem New York Times hefur undir höndum og greinir frá. Á þessum þrettán árum sem faðir Britney, Jamie Spears, hefur farið með fjárræði yfir henni hafa aðdáendur Britney lýst yfir miklum áhyggjum af velferð hennar. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna dómstólar telji að Britney sé enn ófær um að hugsa um sjálfa sig og fara með eigin mál þrátt fyrir að hún vinni enn fyrir sér og sé virk í tónlistarsenunni. Faðir hennar og aðrir sem farið hafa með forræði yfir henni hafa haldið því fram að forræðissviptingin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma, Britney hafi verið á mjög slæmum stað í lífinu og þurft á aðstoð aða halda. Þá sé henni alltaf frjálst að taka aftur við stjórninni. Það hafi jafnframt verið hennar val að halda sig úr sviðsljósinu og lifa lífi sínu í ró og næði. Svo virðist þó ekki vera, miðað við dómskjölin sem New York Times hefur undir höndum. Þar kemur fram að Britney, sem er 39 ára gömul í dag, hafi lýst yfir verulegri óánægju með forræðið sem faðir hennar hefur yfir henni. Hún hafi gert það ítrekað um árabil og haldið því fram að það takmarki stjórn hennar á sínu daglega lífi mun meira en forræðismenn hennar vilja meina, allt frá því með hverjum hún sé í sambandi og hvernig hún máli veggina heima hjá sér. „Hún er þreytt á því að vera notuð“ Í skýrslu sem rannsakandi á vegum dómstólanna skrifaði árið 2016 kemur fram að Britney hafi lengi sagt aðra hafa of mikla stjórn á lífi hennar. Forræðið yfir henni hafi verið notað sem kúgandi og stjórnandi afl í lífi hennar. Samkvæmt skýrslunni greindi Britney frá því í samtali við rannsakandann að hún vildi fá forræði aftur yfir sjálfri sér eins fljótt og hægt væri. „Hún er orðin þreytt á því að vera notuð og hún segir að hún vinni fyrir peningum sem fari til allra annarra í kring um hana,“ segir í skýrslunni. Þetta er ekki eina skiptið sem Britney hefur lýst yfir óánægju með forræðismálið en árið 2019 sagði hún í skýrslutöku hjá dómstólum að henni þætti forræðismenn hennar nýta sér stöðu sína til að neyða hana í meðferð á geðsjúkrahúsi og til að spila á tónleikum gegn hennar vilja. Jamie stjórnar 7 milljarða króna ríkidæmi Britney Frá árinu 2008 hefur faðir söngkonunnar, James P. Spears betur þekktur sem Jamie, farið með mest völd yfir lífi hennar. Á þeim tíma höfðu feðginin átt í erfiðu sambandi og má þar vísa til umfjöllunar heimildamyndarinnar Framing Britney Spears, þar sem fram kemur að á fyrstu árum ferils hennar hafi þau vart talast við. Jamie fékk forræði yfir Britney stuttu eftir að hún fékk taugaáfall og var tvisvar flutt á geðsjúkrahús til að gangast undir geðrænt mat, sem hún valdi ekki sjálf. Britney hafði glímt við mikinn geðrænan vanda vikurnar og mánuðina á undan, hún hafði misst forræði yfir tveimur sonum sínum, og höfðu margir áhyggjur af því að hún væri að misnota lyf. Í þessum nýju dómsgögnum kemur fram að Britney hafi lengi sett spurningamerki við hæfi föður hennar til að fara með forræði yfir henni. Til að mynda hafi lögmaður hennar, Samuel D. Ingham III, sagt í lokuðum réttarhöldum árið 2014 að Britney vildi að faðir hennar missti forræði yfir henni. Hún hafi meðal annars sagt að hann misnotaði áfengi og væri því ekki hæfur til að sinna þessu hlutverki. Þá greindi Ingham frá því fyrir dómi í fyrra að Britney væri hrædd við föður sinn, en hann hefur full völd yfir 60 milljóna Bandaríkjadala, eða um 7 milljarða króna, ríkidæmi hennar. Britney mun koma fyrir dóm í dag í Los Angeles, en það hefur hún ekki gert í langan tíma. Óvíst er hvort hægt verði að greina frá því sem sagt verður í dómsalnum en talið er að samband hennar og Jamie verði meginefni dómshaldanna.
Hollywood Bandaríkin Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Ósátt með heimildarmyndir um líf hennar Tónlistarkonan Britney Spears hefur gagnrýnt tvær heimildarmyndir sem komu nýlega út og fjalla um líf hennar. Myndirnar fjalla meðal annars um afskipti fjölmiðla af henni og segir hún aðstandendur myndanna gerast sekir um slíkt hið sama. 4. maí 2021 16:41 Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. 28. apríl 2021 13:59 Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12. febrúar 2021 18:06 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Ósátt með heimildarmyndir um líf hennar Tónlistarkonan Britney Spears hefur gagnrýnt tvær heimildarmyndir sem komu nýlega út og fjalla um líf hennar. Myndirnar fjalla meðal annars um afskipti fjölmiðla af henni og segir hún aðstandendur myndanna gerast sekir um slíkt hið sama. 4. maí 2021 16:41
Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. 28. apríl 2021 13:59
Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12. febrúar 2021 18:06