„Stefnum á að vinna titla á næsta ári“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 11:30 Rakel Sara Elvarsdóttir og Blær Hinriksson voru valin efnilegust á Íslandsmótinu í handbolta. HSÍ/KJARTAN „Alla leið. Eins langt og ég get komist,“ segir hinn 19 ára gamli Blær Hinriksson, aðspurður hvert hann stefni. Blær var í gær útnefndur efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur eftir að hafa stimplað sig vel inn á sinni fyrstu leiktíð með Aftureldingu. Blær segir það hafa verið mikil viðbrigði að færa sig frá HK yfir til Aftureldingar fyrir leiktíðina. Undir handleiðslu þjálfarans Gunnars Magnússonar blómstraði Blær, sérstaklega á seinni hluta leiktíðar, og endaði langmarkahæstur í liði Aftureldingar með 111 mörk í 18 leikjum. Hann varð sjötti markahæstur í Olís-deildinni. „Að hafa náð heilu keppnistímabili, ekki meiddur sem sagt. Það var líka mikil breyting að koma í Aftureldingu frá HK,“ sagði Blær í viðtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður hvað stæði upp úr eftir tímabilið. Hann kveðst draga mikinn lærdóm af nýafstaðinni leiktíð: „Ég lærði mikið. Gunni [Gunnar Magnússon] hjálpaði mér mjög mikið. Hann er tæknilegur þjálfari, og ég hafði ekki verið mikið með það áður. Svo er maður bara alltaf að læra eitthvað nýtt í deild þeirra bestu á Íslandi,“ sagði Blær en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Blær efnilegastur og lærði margt Efnilegasti og besti leikmaður síðustu leiktíðar sameinast í Aftureldingu á næstu leiktíð því Árni Bragi Eyjólfsson verður liðsfélagi Blæs. Blær er strax farinn að hlakka til næsta vetrar, eftir að hafa enda í 8. sæti með Aftureldingu í vor og tapað fyrir Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Næsta leiktíð er mjög spennandi. Við verðum bara að halda áfram. Við fengum ekkert á þessu tímabili, miðað við hvað markmiðin voru há. Við þurfum að halda áfram og stefnum á að vinna titla á næsta ári,“ sagði Blær sem segir Olís-deildina ekki hafa verið betri en hann reiknaði með: „Nei, nei. Ekkert endilega. Ég lagði hart að mér og þá aðlagast maður fyrr.“ Viðtalið við Blæ má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24 Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01 Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira
Blær segir það hafa verið mikil viðbrigði að færa sig frá HK yfir til Aftureldingar fyrir leiktíðina. Undir handleiðslu þjálfarans Gunnars Magnússonar blómstraði Blær, sérstaklega á seinni hluta leiktíðar, og endaði langmarkahæstur í liði Aftureldingar með 111 mörk í 18 leikjum. Hann varð sjötti markahæstur í Olís-deildinni. „Að hafa náð heilu keppnistímabili, ekki meiddur sem sagt. Það var líka mikil breyting að koma í Aftureldingu frá HK,“ sagði Blær í viðtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður hvað stæði upp úr eftir tímabilið. Hann kveðst draga mikinn lærdóm af nýafstaðinni leiktíð: „Ég lærði mikið. Gunni [Gunnar Magnússon] hjálpaði mér mjög mikið. Hann er tæknilegur þjálfari, og ég hafði ekki verið mikið með það áður. Svo er maður bara alltaf að læra eitthvað nýtt í deild þeirra bestu á Íslandi,“ sagði Blær en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Blær efnilegastur og lærði margt Efnilegasti og besti leikmaður síðustu leiktíðar sameinast í Aftureldingu á næstu leiktíð því Árni Bragi Eyjólfsson verður liðsfélagi Blæs. Blær er strax farinn að hlakka til næsta vetrar, eftir að hafa enda í 8. sæti með Aftureldingu í vor og tapað fyrir Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Næsta leiktíð er mjög spennandi. Við verðum bara að halda áfram. Við fengum ekkert á þessu tímabili, miðað við hvað markmiðin voru há. Við þurfum að halda áfram og stefnum á að vinna titla á næsta ári,“ sagði Blær sem segir Olís-deildina ekki hafa verið betri en hann reiknaði með: „Nei, nei. Ekkert endilega. Ég lagði hart að mér og þá aðlagast maður fyrr.“ Viðtalið við Blæ má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24 Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01 Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira
Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24
Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01
Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26