Engar hömlur eru á fjölda fólks sem kemur saman í kvöld, í landi þar sem um 90% hafa fengið bóluefni við Covid-19. Í kvöld er opið til 4.30 á skemmtistöðum í fyrsta skipti í 16 mánuði. Á morgun er bongóblíða um allt land. Og það er fössari.
Á tímamótum sem þessum eru tilfinningar vitaskuld í mörgum tilfellum blendnar. Það er löng þrautaganga að baki hjá heimsbyggðinni.
Jæja, þá eru allar takmarkanir burt og bara ekkert annað eftir að gera en að tapa sér
— Jóna Þ. Pétursdóttir (@jonapeturs) June 25, 2021
Það er búið að aflétta allt innanlands. Þannig ef ég sé eitthvað skilti eða band eða eitthvað þá ríf ég það niður. “Eingöngu 6 manns í gufunni” - ríf það niður. Fyllum þessa gufu. Allir inn.
— Vignir Heiðarsson (@HeiVignir) June 25, 2021
Vill þakka ríkisstjórnina fyrir þessa afmælisgjöf
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) June 25, 2021
Stefnir allt í maniu hjá allri þjóðinni á morgun pic.twitter.com/huu8TShEMr
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) June 25, 2021
Geðshræring
Pínu að grenja yfir 100% afléttingu. 💛
— Tinna Ólafsdóttir (@TinnaOlafs) June 25, 2021
Góður dagur til að fá gæsahúð og tárast þegar @svasva talar um afléttingar allra samkomutakmarkana.
— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) June 25, 2021
Er óeðlilegt að vera í geðshræringu yfir fréttum yfir allsherjar afléttingar innanlands?
— Arnór Bogason (@arnorb) June 25, 2021
Fögnuður
Frá því covid byrjaði er ég búin að bíða eftir þessu mómenti: Djammið þegar covid klárast. Og nú er það bara komið og ég titra úr spenningi eins og lítil birkihrísla
— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) June 25, 2021
800 manna orgía á Arnarhóli í nótt ☺️
— Björn Leó (@Bjornleo) June 25, 2021
Hvar og hvenær verður grímubrennan haldin?
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) June 25, 2021
Mikið af börnum að fara að fæðast í lok mars 2022.
— Arnór Bogason (@arnorb) June 25, 2021
Ég ætla í sleik
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) June 25, 2021
Allir sem fara að sofa fyrir kl.4:30 í nótt eru LOOOSERS!!!!!
— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) June 25, 2021
Prikið er opið til 4.30 á kvöld, samanber Geoffrey Skywalker eiganda.
Ég vil fyrst og fremst þakka starfsfólki mínu og samstarfsfólki fyrir undanfarið 1 og 1/2 ár. Til hamingju allir. Lets fokking go.
— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) June 25, 2021
Fyrst og fremst vil ég óska Priki allra landsmanna til hamingju.
— Logi Pedro (@logipedro101) June 25, 2021
Áfram, hærra. Summer of love 2021.