Fylgir ráðgjöf Hafró um leyfilegan heildarafla Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2021 14:18 Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni að það sé ekki neitt launungamál að þrettán prósenta lækkun aflamarks þorks séu vonbrigði. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerðin fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og felur meðal annars í sér þrettán prósenta lækkun aflamarks á þorski. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Lagt var til þrettán prósenta lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2021/2022, en stofnmatið í ár sýni að stofnstærðin hafi verið ofmetin á undanförnum árum. „Í tillögu um ákvörðun á leyfilegum heildarafla eru 8.000 tonn dregin frá vegna ýsu sem ráðstafað var á fyrra fiskveiðiári. Því lækkar leyfilegur heildarafli í ýsu frá ráðgjöf úr 50.429 tonnum í 41.229 tonn að teknu tilliti til þessarar ráðstöfunar auk þess frádrags sem kemur í hlut erlendra ríkja. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa og er heildarafli ákveðinn 77.381 tonn. Viðsnúningur virðist vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar og hækkar því ráðgjöf Hafró um 104% og er heildarafli 72.239 tonn,“ segir í tilkynningunni. Vonbrigði Haft er eftir Kristjáni Þór segir það ekki vera neitt launungamál að þrettán prósenta lækkun aflamarks þorks séu vonbrigði. Ástæðan sé meðal annars sú að tveir árgangar innan viðmiðunarstofnsins séu litlir. „Við þær aðstæður kemur hins vegar ekki til greina að falla í þá freistni að láta skammtímasjónarmið ráða för og fara gegn hinni vísindalegu ráðgjöf með tilheyrandi óvissu um meðal annars vottanir sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskan sjávarútveg. Gleymum því ekki um leið að viðmiðunarstofn þorsks, og annarra helstu nytjastofna, er sterkur og eru árgangar 2019 og 2020 um og yfir meðaltali. Því er ástæða til bjartsýni til lengri tíma litið. Sú staða er merki upp þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu þorskstofnsins og annarra helstu nytjastofna á undanförnum árum og er bein afleiðing þess að okkur Íslendingum hefur auðnast að stunda sjálfbærar veiðar með því að byggja ákvörðun um leyfilegan heildarafla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Með því tryggjum við hagsmuni íslensks sjávarútvegs og samfélagsins alls til lengri tíma,“ er haft eftir Kristáni Þór. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Lagt var til þrettán prósenta lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2021/2022, en stofnmatið í ár sýni að stofnstærðin hafi verið ofmetin á undanförnum árum. „Í tillögu um ákvörðun á leyfilegum heildarafla eru 8.000 tonn dregin frá vegna ýsu sem ráðstafað var á fyrra fiskveiðiári. Því lækkar leyfilegur heildarafli í ýsu frá ráðgjöf úr 50.429 tonnum í 41.229 tonn að teknu tilliti til þessarar ráðstöfunar auk þess frádrags sem kemur í hlut erlendra ríkja. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa og er heildarafli ákveðinn 77.381 tonn. Viðsnúningur virðist vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar og hækkar því ráðgjöf Hafró um 104% og er heildarafli 72.239 tonn,“ segir í tilkynningunni. Vonbrigði Haft er eftir Kristjáni Þór segir það ekki vera neitt launungamál að þrettán prósenta lækkun aflamarks þorks séu vonbrigði. Ástæðan sé meðal annars sú að tveir árgangar innan viðmiðunarstofnsins séu litlir. „Við þær aðstæður kemur hins vegar ekki til greina að falla í þá freistni að láta skammtímasjónarmið ráða för og fara gegn hinni vísindalegu ráðgjöf með tilheyrandi óvissu um meðal annars vottanir sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskan sjávarútveg. Gleymum því ekki um leið að viðmiðunarstofn þorsks, og annarra helstu nytjastofna, er sterkur og eru árgangar 2019 og 2020 um og yfir meðaltali. Því er ástæða til bjartsýni til lengri tíma litið. Sú staða er merki upp þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu þorskstofnsins og annarra helstu nytjastofna á undanförnum árum og er bein afleiðing þess að okkur Íslendingum hefur auðnast að stunda sjálfbærar veiðar með því að byggja ákvörðun um leyfilegan heildarafla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Með því tryggjum við hagsmuni íslensks sjávarútvegs og samfélagsins alls til lengri tíma,“ er haft eftir Kristáni Þór.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira