„Það er alltaf pláss fyrir þig, á öllum stöðum,“ segir Eva Laufey þegar hún er spurð að því hvað hún hafi lært af æskunni.
„Við höldum oft að það sé ekki meira rými til að gefa en það er ekki þannig.“
Eva Laufey segir að hún sé með þetta hugarfar í vinnunni í dag og í lífinu öllu.
„Þó að það komi einhver sem er að gera það sama og ég í vinnunni, með mat eða eitthvað annað, þá vil ég peppa þá manneskju og draga hana til mín. Því það er nóg pláss fyrir þá manneskju eins og það er fyrir mig. Það er enginn að taka af neinum.“
Eva Laufey var í viðtali í hlaðvarpinu Normið. Þar ræddi hún um æskuna, matarástina, sjálfstraustið, húmorinn og nýja hlið sem hún lærði að sýna meira þegar hún fékk tækifæri í Bakaríinu í útvarpinu.
Þátturinn er á Spotify og helstu efnisveitum og einnig má hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.