Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júlí 2021 12:01 Tsíkanúskaja sagði þvingunaraðgerðir gegn stjórn Lúkasjenka nauðsynlegar en þær leysi vandann ekki einar og sér. Vísir/Arnar Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. Tsíkanúskaja tók við forsetaframboði eiginmanns hennar þegar hann var fangelsaður á síðasta ári. Andstæðingar Alexanders Lúkasjenka forseta, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu, flykktust á bak við hana. Svo fór, samkvæmt landskjörstjórn, að Lúkasjenka náði endurkjöri en alvarlegir vankantar þykja hafa verið á framkvæmd kosninganna og hefur Lúkasjenka verið sakaður um svindl, ekki í fyrsta skipti. Mikil fjöldamótmæli tóku við og fjöldi pólitískra handtaka. Tsíkanúskaja flúði til Litáens og hefur þaðan verið helsti málsvari lýðræðissinna í Hvíta-Rússlandi, eða Belarús. Leita að bandamönnum „Í fyrsta lagi erum við að leita að bandamönnum. Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ segir Tsíkanúskaja um markmið heimsóknar sinnar hingað til lands. Evrópusambandið hefur beitt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi þvingunaraðgerðum vegna mannréttindabrota og segir Tsíkanúskaja þörf á alþjóðlegum þrýstingi. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim,“ segir Tsíkanúskaja. Nú þurfi bæði Hvít-Rússar og alþjóðasamfélagið að sýna samstöðu. Frekar verður rætt við þau Tsíkanúskaju og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í kvöldfréttum. Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Tsíkanúskaja tók við forsetaframboði eiginmanns hennar þegar hann var fangelsaður á síðasta ári. Andstæðingar Alexanders Lúkasjenka forseta, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu, flykktust á bak við hana. Svo fór, samkvæmt landskjörstjórn, að Lúkasjenka náði endurkjöri en alvarlegir vankantar þykja hafa verið á framkvæmd kosninganna og hefur Lúkasjenka verið sakaður um svindl, ekki í fyrsta skipti. Mikil fjöldamótmæli tóku við og fjöldi pólitískra handtaka. Tsíkanúskaja flúði til Litáens og hefur þaðan verið helsti málsvari lýðræðissinna í Hvíta-Rússlandi, eða Belarús. Leita að bandamönnum „Í fyrsta lagi erum við að leita að bandamönnum. Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ segir Tsíkanúskaja um markmið heimsóknar sinnar hingað til lands. Evrópusambandið hefur beitt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi þvingunaraðgerðum vegna mannréttindabrota og segir Tsíkanúskaja þörf á alþjóðlegum þrýstingi. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim,“ segir Tsíkanúskaja. Nú þurfi bæði Hvít-Rússar og alþjóðasamfélagið að sýna samstöðu. Frekar verður rætt við þau Tsíkanúskaju og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í kvöldfréttum.
Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15
Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12