Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2021 11:11 Ekkert hefur sést í rauðglóandi kviku frá miðnætti. Vísir/Vefmyndavél Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir að óróinn hætti skyndilega klukkan 22.51 í gærkvöldi, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafði staðið yfir samfelld goshrina í rúman sólarhring. Páll segir ekkert hægt að spá um framhaldið. Það sé þó ljóst að hegðun eldgossins breyttist þann 23. júní síðastliðinn þegar það fór að taka dýfur með goshléum. Óróaritið klukkan ellefu í morgun. Það sýnir virknina síðustu tíu sólarhringa. Glöggt má sjá hvernig virknin féll skyndilega í gærkvöldi. Óróinn síðustu klukkustundir virðist aftur vera á uppleið.Veðurstofa Íslands Ef rýnt er óróaritið má sjá að síðustu tvö goshlé á undan þessu stóðu í um það bil sextán klukkustundir. Haldi eldstöðin sama takti mætti búast við að gosið taki sig upp aftur eftir hádegi í dag, kannski um kaffileytið, haldi gígurinn sig við sextán stunda pásu. Eldstöðin er þó ekki taktvissari en svo að goshrinan síðasta sólarhring var talsvert styttri en tvær þær fyrri, eða um 26 klukkustundir, meðan þær sem á undan komu stóðu yfir samfellt í einn og hálfan til þrjá sólarhringa. Hér má tengjast vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp aftur eftir hlé í síðustu viku, á tíföldum hraða: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52 Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir að óróinn hætti skyndilega klukkan 22.51 í gærkvöldi, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafði staðið yfir samfelld goshrina í rúman sólarhring. Páll segir ekkert hægt að spá um framhaldið. Það sé þó ljóst að hegðun eldgossins breyttist þann 23. júní síðastliðinn þegar það fór að taka dýfur með goshléum. Óróaritið klukkan ellefu í morgun. Það sýnir virknina síðustu tíu sólarhringa. Glöggt má sjá hvernig virknin féll skyndilega í gærkvöldi. Óróinn síðustu klukkustundir virðist aftur vera á uppleið.Veðurstofa Íslands Ef rýnt er óróaritið má sjá að síðustu tvö goshlé á undan þessu stóðu í um það bil sextán klukkustundir. Haldi eldstöðin sama takti mætti búast við að gosið taki sig upp aftur eftir hádegi í dag, kannski um kaffileytið, haldi gígurinn sig við sextán stunda pásu. Eldstöðin er þó ekki taktvissari en svo að goshrinan síðasta sólarhring var talsvert styttri en tvær þær fyrri, eða um 26 klukkustundir, meðan þær sem á undan komu stóðu yfir samfellt í einn og hálfan til þrjá sólarhringa. Hér má tengjast vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp aftur eftir hlé í síðustu viku, á tíföldum hraða:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52 Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52
Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23