Í öðru sæti á listanum er Anna Kolbrún Árnadóttir en hún hefur setið á þingi fyrir flokkinn undanfarið kjörtímabil. Þriðja sæti skipar Þorgrímur Sigmundsson, sem hefur verið varaþingmaður flokksins í kjördæminu undanfarið kjörtímabil.
Í fjórða sæti er Ágústa Ágústsdóttir, bóndi og ferðaþjónustuaðili, fimmta sæti skipar Alma Sigurbjörnsdóttir og Guðný Harðardóttir skipar sjötta sæti á listanum.