Jökullaust Okið Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 12. júlí 2021 08:00 Ég hef alltaf haft gaman af landakortum. Í barnæsku varði ég mörgum stundum í að skoða örnefni og hæðapunkta, lögun fjarða, fjalla og jökla og farvegi fljóta og ímynda mér hvernig þetta liti allt saman út í alvörunni. Jökullinn Ok vakti sérstaka athygli mína vegna þess hve lítill hann virtist á kortinu. Ég gaf mér nefnilega að vegirnir á landakortinu væru í raunstærð og þannig ímyndaði ég mér Okjökul sem lítinn snjóskafl við hlið þjóðvegar 518 sem á kortinu virtist næstum jafn breiður og Okið. Jökull sem var Nú er ég ekki lengur barn og Okjökull er ekki lengur jökull. Í síðustu viku gekk ég upp á dyngju Oks og virti fyrir mér leifar þessa jökuls sem ég hugsaði svo mikið um sem barn. Árið 2014 var hann opinberlega sviptur stöðu sinni sem jökull og eftir liggja nokkrir snjóskaflar á víð og dreif auk eins nýjasta stöðuvatns Íslands – Blávatns – sem liggur ofan í gíg dyngjunnar. Okjökull er ekki einn um þessi örlög því a.m.k. 56 smájöklar víða um land hafa horfið frá aldamótum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Ef fram fer sem horfir verða allir jöklar landsins horfnir innan 200 ára. Dauði Okjökuls hafði engar sérstakar hamfarir í för með sér, ekki frekar en brotthvarf hinna 55 smájöklanna. En bráðnun jökla er óþægilega áþreifanleg birtingarmynd hnattrænnar hlýnunar sem ekki sér fyrir endann á og er þegar farin að raska viðkvæmu jafnvægi í loftslagi og veðurfari jarðar. Árið 2014, árið sem Okjökull var opinberlega talinn af, var það heitasta á jörðinni frá upphafi mælinga og sló þar með fyrra hitametið frá árinu áður. Árið 2015 var ennþá heitara og árið 2016 var hitametið aftur slegið – fjórða árið í röð. Loftslagsbreytingar eru hafnar Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem gerist í framtíðinni, við lifum þær nú þegar og þær eru komnar til að vera. Hverjar endanlegar afleiðingar þeirra verða er að hluta til undir okkur komið og að hluta til undir því komið að við séum ekki þegar búin að hrinda af stað atburðarrás sem verður ekki snúið við. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar frá 2018 segir t.a.m.: „Óafturkræft hrun á jöklum á Suðurskautslandinu kann að vera hafið. Það getur á nokkrum öldum valdið margra metra hækkun á sjávarborði heimshafanna.“ Þessar staðreyndir eru ekki settar fram til að valda kvíða eða vonleysi. Slíkar tilfinningar eru ekki vænlegar til árangurs enda ala þær af sér aðgerðaleysi. Mannkynið hefur enn möguleika á að halda hlýnun jarðar í skefjum og koma í veg fyrir verstu afleiðingar hennar. Til þess þurfum við m.a. að vera óhrædd við að endurskoða efnahagskerfi okkar og samfélagsskipan. En við verðum líka að átta okkur á því að loftslagsbreytingarnar eru hafnar og þær eru þegar farnar að valda skaða. Ofan við tjaldsvæðið í Húsafelli stendur jökullaust Okið til vitnisburðar um það. Við skulum sjá til þess að í framtíðinni geti afkomendur okkar virt fyrir sér Íslandskort sem er ekki alveg jökullaust. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Samfylkingin Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft gaman af landakortum. Í barnæsku varði ég mörgum stundum í að skoða örnefni og hæðapunkta, lögun fjarða, fjalla og jökla og farvegi fljóta og ímynda mér hvernig þetta liti allt saman út í alvörunni. Jökullinn Ok vakti sérstaka athygli mína vegna þess hve lítill hann virtist á kortinu. Ég gaf mér nefnilega að vegirnir á landakortinu væru í raunstærð og þannig ímyndaði ég mér Okjökul sem lítinn snjóskafl við hlið þjóðvegar 518 sem á kortinu virtist næstum jafn breiður og Okið. Jökull sem var Nú er ég ekki lengur barn og Okjökull er ekki lengur jökull. Í síðustu viku gekk ég upp á dyngju Oks og virti fyrir mér leifar þessa jökuls sem ég hugsaði svo mikið um sem barn. Árið 2014 var hann opinberlega sviptur stöðu sinni sem jökull og eftir liggja nokkrir snjóskaflar á víð og dreif auk eins nýjasta stöðuvatns Íslands – Blávatns – sem liggur ofan í gíg dyngjunnar. Okjökull er ekki einn um þessi örlög því a.m.k. 56 smájöklar víða um land hafa horfið frá aldamótum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Ef fram fer sem horfir verða allir jöklar landsins horfnir innan 200 ára. Dauði Okjökuls hafði engar sérstakar hamfarir í för með sér, ekki frekar en brotthvarf hinna 55 smájöklanna. En bráðnun jökla er óþægilega áþreifanleg birtingarmynd hnattrænnar hlýnunar sem ekki sér fyrir endann á og er þegar farin að raska viðkvæmu jafnvægi í loftslagi og veðurfari jarðar. Árið 2014, árið sem Okjökull var opinberlega talinn af, var það heitasta á jörðinni frá upphafi mælinga og sló þar með fyrra hitametið frá árinu áður. Árið 2015 var ennþá heitara og árið 2016 var hitametið aftur slegið – fjórða árið í röð. Loftslagsbreytingar eru hafnar Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem gerist í framtíðinni, við lifum þær nú þegar og þær eru komnar til að vera. Hverjar endanlegar afleiðingar þeirra verða er að hluta til undir okkur komið og að hluta til undir því komið að við séum ekki þegar búin að hrinda af stað atburðarrás sem verður ekki snúið við. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar frá 2018 segir t.a.m.: „Óafturkræft hrun á jöklum á Suðurskautslandinu kann að vera hafið. Það getur á nokkrum öldum valdið margra metra hækkun á sjávarborði heimshafanna.“ Þessar staðreyndir eru ekki settar fram til að valda kvíða eða vonleysi. Slíkar tilfinningar eru ekki vænlegar til árangurs enda ala þær af sér aðgerðaleysi. Mannkynið hefur enn möguleika á að halda hlýnun jarðar í skefjum og koma í veg fyrir verstu afleiðingar hennar. Til þess þurfum við m.a. að vera óhrædd við að endurskoða efnahagskerfi okkar og samfélagsskipan. En við verðum líka að átta okkur á því að loftslagsbreytingarnar eru hafnar og þær eru þegar farnar að valda skaða. Ofan við tjaldsvæðið í Húsafelli stendur jökullaust Okið til vitnisburðar um það. Við skulum sjá til þess að í framtíðinni geti afkomendur okkar virt fyrir sér Íslandskort sem er ekki alveg jökullaust. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun