Hafður á réttargeðdeild vegna ráðaleysis Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2021 21:45 Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Maður sem vistaður var á réttargeðdeild á Kleppi fyrir fjórum árum er þar enn, þó hann hafi upprunalega átt að vera þar í stuttan tíma. Þar er hann án nauðsynlegrar þjónustu en ástæðan er ráðaleysi innan heilbrigðiskerfisins. Í frétt Ríkisútvarpsins um vistun mannsins segir að hann hafi haustið 2017 verið dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hefði hann verið metinn sakhæfur, gæti hann hafa staðið frammi fyrir allt að sextán ára fangelsisvist. Maðurinn sem er fæddur árið 1989, var þó metinn ósakhæfur vegna mikils andlegs vanþroska vegna greindarskerðingu, flogum og lyfjameðferð. Þar að auki hafi hluti framheila mannsins verið fjarlægður í skurðaðgerð en sá hluti stjórnar dómgreind og hegðun. Fram kom í úrskurðinum 2017 að hann gerði sér ekki grein fyrir ástandi sínu né brotinu. Hann var dæmdur til að sæta vistun á stofnun til 28. september. Síðan þá er búið að framlengja þann úrskurð sjö sinnum. Dómurinn frá 2017 var felldur úr gildi árið 2018 og maðurinn sýknaður vegna þess að hann væri ósakhæfur. Kröfu um að honum yrði látinn laus var hafnað árið 2019 og var maðurinn úrskurðaður í öryggisgæslu á ábyrgð yfirlæknis réttargeðdeildar. Yfirlæknir segir vistunina mannréttindabrot Eins og fram kemur í frétt RÚV þá var vitnað í yfirlækni réttargeðdeildarinnar í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Hann sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. RÚV segir velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa vísað málinu frá sér og það sé nú hjá félagsmálaráðuneytinu. Ættingjar mannsins segja hann hafa verið sviptan öllum sínum réttindum. Stjúpsystir hans segir hann ekki fá þá þjónustu sem hann þurfi á réttargeðdeild og að hann hefði aldrei átt að vera í þeim aðstæðum sem leiddu til þess að hann lenti þar. Manninum hafi til dæmis ekki verið leyft að fara til foreldra sinna á aðfangadag, þrátt fyrir að móðir hans treysti sér til þess að fá hann án fylgdar. Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í frétt Ríkisútvarpsins um vistun mannsins segir að hann hafi haustið 2017 verið dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hefði hann verið metinn sakhæfur, gæti hann hafa staðið frammi fyrir allt að sextán ára fangelsisvist. Maðurinn sem er fæddur árið 1989, var þó metinn ósakhæfur vegna mikils andlegs vanþroska vegna greindarskerðingu, flogum og lyfjameðferð. Þar að auki hafi hluti framheila mannsins verið fjarlægður í skurðaðgerð en sá hluti stjórnar dómgreind og hegðun. Fram kom í úrskurðinum 2017 að hann gerði sér ekki grein fyrir ástandi sínu né brotinu. Hann var dæmdur til að sæta vistun á stofnun til 28. september. Síðan þá er búið að framlengja þann úrskurð sjö sinnum. Dómurinn frá 2017 var felldur úr gildi árið 2018 og maðurinn sýknaður vegna þess að hann væri ósakhæfur. Kröfu um að honum yrði látinn laus var hafnað árið 2019 og var maðurinn úrskurðaður í öryggisgæslu á ábyrgð yfirlæknis réttargeðdeildar. Yfirlæknir segir vistunina mannréttindabrot Eins og fram kemur í frétt RÚV þá var vitnað í yfirlækni réttargeðdeildarinnar í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Hann sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. RÚV segir velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa vísað málinu frá sér og það sé nú hjá félagsmálaráðuneytinu. Ættingjar mannsins segja hann hafa verið sviptan öllum sínum réttindum. Stjúpsystir hans segir hann ekki fá þá þjónustu sem hann þurfi á réttargeðdeild og að hann hefði aldrei átt að vera í þeim aðstæðum sem leiddu til þess að hann lenti þar. Manninum hafi til dæmis ekki verið leyft að fara til foreldra sinna á aðfangadag, þrátt fyrir að móðir hans treysti sér til þess að fá hann án fylgdar.
Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira