Þungvopnuð á hóteli skömmu fyrir stjörnuleikinn Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2021 23:09 Starfsmaður Maven-hótelsins mun hafa séð byssurnar og tilkynnt þær til lögreglu. AP/Davud Zalubowski Lögregluþjónar í Denver í Bandaríkjunum handtóku á föstudaginn fjóra á hóteli í borginni og lögðu hald á fjölda skotvopna og hundruð byssukúlna. Stjörnuleikur hafnaboltadeildar Bandaríkjanna fer fram í Denver á þriðjudaginn og er talið mögulegt að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð. Engar vísbendingar um það hafa þó fundist enn sem komið er, samkvæmt yfirlýsingu frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem send var út í dag. Starfsfólk Maven hótelsins, sem er stuttan spöl frá Coors leikvanginum þar sem stjörnuleikurinn fer fram, sendi lögreglu ábendingu á föstudaginn eftir að starfsmaður sá byssurnar. Leitað var í tveimur herbergjum og fundust fjölmörg skotvopn, þar á meðal rifflar, og mikið magn skotfæra. Þrír menn og ein kona voru handtekin en Denver Post segir mennina þrjá eiga langan sakaferil að baki. Þá á einn mannanna að hafa skrifað á Facebook að hann vildi enda líf sitt á stórfenglegan hátt. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu eftir heimildarmönnum sínum í lögreglunni í Denver að þar á bæ hefðu menn áhyggjur af því að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð í líkingu við skotárásina í Las Vegas árið 2017 þar sem 58 létu lífið. Eins og áður segir hafa rannsakendur þó engar vísbendingar fundið um að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar ítrekaði þó að rannsóknin væri skammt á veg komin. Lögreglan hefur enn ekki veitt miklar upplýsingar um handtökurnar og fyrirspurnum AP hefur ekki verið svarað. Lögreglan í Denver gaf þó út tilkynningu þar sem starfsfólki hótelsins var hrósað. Um gott dæmi þess hve samfélagið sjálft væri mikilvægt í að tryggja öryggi. Þá voru gestir borgarinnar hvattir til að fylgjast með umhverfi sínu og tilkynna grunsamlega hegðun og ólöglegt athæfi til lögreglu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Engar vísbendingar um það hafa þó fundist enn sem komið er, samkvæmt yfirlýsingu frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem send var út í dag. Starfsfólk Maven hótelsins, sem er stuttan spöl frá Coors leikvanginum þar sem stjörnuleikurinn fer fram, sendi lögreglu ábendingu á föstudaginn eftir að starfsmaður sá byssurnar. Leitað var í tveimur herbergjum og fundust fjölmörg skotvopn, þar á meðal rifflar, og mikið magn skotfæra. Þrír menn og ein kona voru handtekin en Denver Post segir mennina þrjá eiga langan sakaferil að baki. Þá á einn mannanna að hafa skrifað á Facebook að hann vildi enda líf sitt á stórfenglegan hátt. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu eftir heimildarmönnum sínum í lögreglunni í Denver að þar á bæ hefðu menn áhyggjur af því að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð í líkingu við skotárásina í Las Vegas árið 2017 þar sem 58 létu lífið. Eins og áður segir hafa rannsakendur þó engar vísbendingar fundið um að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar ítrekaði þó að rannsóknin væri skammt á veg komin. Lögreglan hefur enn ekki veitt miklar upplýsingar um handtökurnar og fyrirspurnum AP hefur ekki verið svarað. Lögreglan í Denver gaf þó út tilkynningu þar sem starfsfólki hótelsins var hrósað. Um gott dæmi þess hve samfélagið sjálft væri mikilvægt í að tryggja öryggi. Þá voru gestir borgarinnar hvattir til að fylgjast með umhverfi sínu og tilkynna grunsamlega hegðun og ólöglegt athæfi til lögreglu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira