Gat ekki hafnað tilboði Montpellier Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 11:45 Ólafur Guðmundsson, fyrirliði IFK Kristianstad, hefur samið við Montpellier í Frakklandi. Kristianstad Ólafur Guðmundsson hefur ákveðið að söðla um en hann samdi við franska handknattleiksfélagið Montpellier á dögunum. Hann yfirgefur Kristianstad eftir langa dvöl og ljóst er að Óli er - og verður alltaf - í miklum metum þar á bæ. Íslenski landsliðsmaðurinn, og FH-ingurinn, Ólafur Guðmundsson samdi nýverið við Montpellier til tveggja ára. Hann yfirgefur sænska félagið Kristianstad sem goðsögn en níu ár eru síðan hann samdi fyrst við félagið. Kristianstad birti í dag tilfinningaþrungið viðtal við Óla - eins og hann er oftast nær kallaður í Svíþjóð virðist vera - þar sem honum er þakkað fyrir góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Sumarið 2012 samdi Ólafur við IFK Kristianstad. Tveimur árum síðar, 2014, fór hann til Hannover í Þýskalandi en sneri aftur ári síðar og hefur leikið með Kristianstad frá árinu 2015. Varð hann þrívegis sænskur meistari með liðinu. „Þetta er gríðarlegur missir fyrir okkur sem erum með stórt IFK hjarta. Við áttum mörg löng samtöl og erum ánægð fyrir hönd Óla þar sem þetta er það sem hann vill. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Við erum að leita að leikmanni í hans stað en vitum að það verður erfitt að finna leikmann í sama gæðaflokki,“ sagði Jesper Larsson, íþróttastjóri Kristianstad, um vistaskipti Ólafs sem hefur verið fyrirliði félagsins undanfarin misseri. Ólafur í leik með Kristianstad.Florian Pohl/Getty Images Þó hinn 31 árs gamli Ólafur hafi verið samningsbundinn þá vildi félagið ekki standa í vegi fyrir félagaskiptunum. Ólafur er félaginu þakklátur. „Þetta hefur gengið hratt fyrir sig. Þetta var mjög erfið ákvörðun, ég hef fengið fjölda tilboða síðan ég gekk í raðir Kristianstad en alltaf neitað og sé ekki eftir því. Að þessu sinni var þó erfitt að segja nei.“ „Montpellier er stórt félag með góðan þjálfara sem hefur verið hjá félaginu lengi vel. Félagið hefur unnið Meistaradeild Evrópu og er eitt af tíu bestu liðum í heimi,“ sagði Ólafur en Montpellier endaði í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Ný áskorun bíður og þó ég verði í öðru hlutverki en ég hef verið í hjá IFK þá er þetta alger draumur. Það verður erfitt en mjög spennandi að fara í nýtt umhverfi og nýja menningu.“ Tack för allt Olafur Oli kommer att lämna Kristianstad för den franska rivieran då han kommit överens med ett 2-årskontrakt med toppklubben Montpellier.Läs mer https://t.co/9Y0amVkUdN pic.twitter.com/r3Mxqvqd2t— IFK Kristianstad (@IFKKristianstad) July 12, 2021 „Ég vil þakka öllum sem hafa komið að ferð minni hjá Kristianstad í gegnum árin. Liðsfélagar, fólkið á skrifstofunni, samstarfsaðilar, styrktaraðilar, Södra Kurvan og öll ykkar sem hafa gert þennan tíma ógleymanlegan. Það er fólkið bakvið tjöldin sem gerir IFK að því sem það er. Ég er einnig mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem félagið gaf mér,“ sagði Ólafur við að endingu. Ólafur hóf feril sinn með FH hér á landi áður en hann hélt til Danmerkur þar sem hann lék með Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar með stuttu stoppi í Þýskalandi og nú Frakklands. Sænski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn, og FH-ingurinn, Ólafur Guðmundsson samdi nýverið við Montpellier til tveggja ára. Hann yfirgefur sænska félagið Kristianstad sem goðsögn en níu ár eru síðan hann samdi fyrst við félagið. Kristianstad birti í dag tilfinningaþrungið viðtal við Óla - eins og hann er oftast nær kallaður í Svíþjóð virðist vera - þar sem honum er þakkað fyrir góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Sumarið 2012 samdi Ólafur við IFK Kristianstad. Tveimur árum síðar, 2014, fór hann til Hannover í Þýskalandi en sneri aftur ári síðar og hefur leikið með Kristianstad frá árinu 2015. Varð hann þrívegis sænskur meistari með liðinu. „Þetta er gríðarlegur missir fyrir okkur sem erum með stórt IFK hjarta. Við áttum mörg löng samtöl og erum ánægð fyrir hönd Óla þar sem þetta er það sem hann vill. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Við erum að leita að leikmanni í hans stað en vitum að það verður erfitt að finna leikmann í sama gæðaflokki,“ sagði Jesper Larsson, íþróttastjóri Kristianstad, um vistaskipti Ólafs sem hefur verið fyrirliði félagsins undanfarin misseri. Ólafur í leik með Kristianstad.Florian Pohl/Getty Images Þó hinn 31 árs gamli Ólafur hafi verið samningsbundinn þá vildi félagið ekki standa í vegi fyrir félagaskiptunum. Ólafur er félaginu þakklátur. „Þetta hefur gengið hratt fyrir sig. Þetta var mjög erfið ákvörðun, ég hef fengið fjölda tilboða síðan ég gekk í raðir Kristianstad en alltaf neitað og sé ekki eftir því. Að þessu sinni var þó erfitt að segja nei.“ „Montpellier er stórt félag með góðan þjálfara sem hefur verið hjá félaginu lengi vel. Félagið hefur unnið Meistaradeild Evrópu og er eitt af tíu bestu liðum í heimi,“ sagði Ólafur en Montpellier endaði í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Ný áskorun bíður og þó ég verði í öðru hlutverki en ég hef verið í hjá IFK þá er þetta alger draumur. Það verður erfitt en mjög spennandi að fara í nýtt umhverfi og nýja menningu.“ Tack för allt Olafur Oli kommer att lämna Kristianstad för den franska rivieran då han kommit överens med ett 2-årskontrakt med toppklubben Montpellier.Läs mer https://t.co/9Y0amVkUdN pic.twitter.com/r3Mxqvqd2t— IFK Kristianstad (@IFKKristianstad) July 12, 2021 „Ég vil þakka öllum sem hafa komið að ferð minni hjá Kristianstad í gegnum árin. Liðsfélagar, fólkið á skrifstofunni, samstarfsaðilar, styrktaraðilar, Södra Kurvan og öll ykkar sem hafa gert þennan tíma ógleymanlegan. Það er fólkið bakvið tjöldin sem gerir IFK að því sem það er. Ég er einnig mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem félagið gaf mér,“ sagði Ólafur við að endingu. Ólafur hóf feril sinn með FH hér á landi áður en hann hélt til Danmerkur þar sem hann lék með Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar með stuttu stoppi í Þýskalandi og nú Frakklands.
Sænski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira