Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 10:45 Bukayo Saka niðurlútur eftir að hafa klúðrað síðastu spyrnu Englands í vítakeppninni gegn Ítalíu. getty/Shaun Botterill Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. Hinn nítján ára Saka kom inn á sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, í stöðunni 1-1. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og því réðust úrslitin í vítakeppni. Saka tók síðustu spyrnu Englands og þurfti að skora til að jafna og senda vítakeppnina í bráðabana. Gianluigi Donnarumma varði hins vegar spyrnu Arsenal-mannsins og tryggði ítalska liðinu Evrópumeistaratitilinn. Þrátt fyrir vítaklúðrið fékk Saka hæstu einkunn hjá Sky Sports eftir leikinn í gær, eða tíu. „Það væri hægt að tala um hvernig spilamennska Englands batnaði eftir að hann kom inn á og leikkerfinu var breytt. En eina einkuninn sem er þess virði að gefa er viðurkenning á því að stíga fram á spennuþrungnasta augnabliki sem til er, nítján ára strákur sem hafði varla spilað fyrir þjóð sína fyrr en á þessu ári og hafði aldrei tekið víti fyrir sitt félagslið, og taka síðasta vítið þegar margir af reyndari samherjum hans sátu hjá. England hefði ekki átt að setja unglinginn nálægt þessari stöðu,“ segir í umsögn Sky Sports. Fyrir utan Saka fengu markvörðurinn Jordan Pickford og miðverðirnir John Stones og Harry Maguire hæstu einkunn hjá Sky Sports fyrir frammistöðu sína, eða átta. Mason Mount fékk lægstu einkunn ensku leikmannanna, eða fjóra. Fyrirliðinn Harry Kane fékk fimm líkt og varamennirnir Jordan Henderson og Jack Grealish. Eftir leikinn varð Saka fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum líkt og Sancho og Rashford. Enska knattspyrnusambandið, félög leikmannanna, blaðamenn og fleiri hafa fordæmt ummælin. Saka hefur leikið níu landsleiki fyrir England og skorað eitt mark. Það kom gegn Austurríki í aðdraganda EM. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Hinn nítján ára Saka kom inn á sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, í stöðunni 1-1. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og því réðust úrslitin í vítakeppni. Saka tók síðustu spyrnu Englands og þurfti að skora til að jafna og senda vítakeppnina í bráðabana. Gianluigi Donnarumma varði hins vegar spyrnu Arsenal-mannsins og tryggði ítalska liðinu Evrópumeistaratitilinn. Þrátt fyrir vítaklúðrið fékk Saka hæstu einkunn hjá Sky Sports eftir leikinn í gær, eða tíu. „Það væri hægt að tala um hvernig spilamennska Englands batnaði eftir að hann kom inn á og leikkerfinu var breytt. En eina einkuninn sem er þess virði að gefa er viðurkenning á því að stíga fram á spennuþrungnasta augnabliki sem til er, nítján ára strákur sem hafði varla spilað fyrir þjóð sína fyrr en á þessu ári og hafði aldrei tekið víti fyrir sitt félagslið, og taka síðasta vítið þegar margir af reyndari samherjum hans sátu hjá. England hefði ekki átt að setja unglinginn nálægt þessari stöðu,“ segir í umsögn Sky Sports. Fyrir utan Saka fengu markvörðurinn Jordan Pickford og miðverðirnir John Stones og Harry Maguire hæstu einkunn hjá Sky Sports fyrir frammistöðu sína, eða átta. Mason Mount fékk lægstu einkunn ensku leikmannanna, eða fjóra. Fyrirliðinn Harry Kane fékk fimm líkt og varamennirnir Jordan Henderson og Jack Grealish. Eftir leikinn varð Saka fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum líkt og Sancho og Rashford. Enska knattspyrnusambandið, félög leikmannanna, blaðamenn og fleiri hafa fordæmt ummælin. Saka hefur leikið níu landsleiki fyrir England og skorað eitt mark. Það kom gegn Austurríki í aðdraganda EM. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira