Eyjólfsbörn hlaupa til minningar um föður sinn sem féll frá fyrir skömmu Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2021 14:59 Margrét segir það hjálpa sér að takast á við sorgina að hlaupa. Hún og börnin sjö ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Ljónshjarta. Margrét Brynjólfsdóttir, sem nú syrgir eiginmann sinn sem féll frá fyrir skömmu, segir það hjálpa sér að hlaupa en öll fjölskyldan ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 21. ágúst. Fjölskyldan er í sárum en fjölskyldufaðirinn, Sveinn Eyjólfur Tryggvason lést í hörmulegu slysi við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Hann hafði ætlað sér út í hyl undir fossinum en mikill straumur reyndist þar og Sveinn Eyjólfur lenti þar í sjálfheldu. Hetjudáð verður það að heita, af hálfu þeirra sem syrgja, að takast á hendur hlaup sem þetta svo skömmu eftir fráfall hans. En Margrét, sem mun hlaupa með börnunum, segir það einfaldlega svo, í samtali við Vísi, að Ljónshjarta séu svo frábær samtök. „Og reyndust okkur strax vel. Þau grípa mann og börnin mín, sem eru sjö; þau yngstu fá sálfræðimeðferð og ég fæ sálfræðimeðferð. Þau veita manni kraft til að halda áfram.“ Í lýsingu við hópinn, sem finna má hér neðar en þangað getur fólk leitað sem vill leggja þessu framtaki lið, segir: „Við hlaupum til styrktar Ljónshjarta í minningu elsku pabba okkar hans Eyfa.“ Börn Margrétar eru sjö, þannig að þetta er góður hópur sem ætlar að hlaupa en það gera þau undir merkjunum Eyjólfsbörn. Og það leggst vel í þau. „Ég er byrjuð að hlaupa aftur sem er að hjálpa mér. Ég ætla að fara tíu kílómetra sem og synir mínir og 15 ára dóttir mín. Þau yngri ætla þrjá en sú yngsta er sjö ára gömul.“ Margrét er íþróttafræðingur og sjúkraþjálfari og var afrekskona í hlaupum og var meðal annars landsliðskona á sínum tíma. „Já, þannig að ég kann þetta alveg,“ segir Margrét sem ítrekar mikilvægi samtakanna Ljónshjarta. Hún segir að á hverju ári missi hundrað börn foreldri. „Þetta er ótrúlega mikilvægt lýðheilsumál. Gætu ekki verið mikilvægari samtök.“ Reykjavíkurmaraþon Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01 Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Sjá meira
Fjölskyldan er í sárum en fjölskyldufaðirinn, Sveinn Eyjólfur Tryggvason lést í hörmulegu slysi við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Hann hafði ætlað sér út í hyl undir fossinum en mikill straumur reyndist þar og Sveinn Eyjólfur lenti þar í sjálfheldu. Hetjudáð verður það að heita, af hálfu þeirra sem syrgja, að takast á hendur hlaup sem þetta svo skömmu eftir fráfall hans. En Margrét, sem mun hlaupa með börnunum, segir það einfaldlega svo, í samtali við Vísi, að Ljónshjarta séu svo frábær samtök. „Og reyndust okkur strax vel. Þau grípa mann og börnin mín, sem eru sjö; þau yngstu fá sálfræðimeðferð og ég fæ sálfræðimeðferð. Þau veita manni kraft til að halda áfram.“ Í lýsingu við hópinn, sem finna má hér neðar en þangað getur fólk leitað sem vill leggja þessu framtaki lið, segir: „Við hlaupum til styrktar Ljónshjarta í minningu elsku pabba okkar hans Eyfa.“ Börn Margrétar eru sjö, þannig að þetta er góður hópur sem ætlar að hlaupa en það gera þau undir merkjunum Eyjólfsbörn. Og það leggst vel í þau. „Ég er byrjuð að hlaupa aftur sem er að hjálpa mér. Ég ætla að fara tíu kílómetra sem og synir mínir og 15 ára dóttir mín. Þau yngri ætla þrjá en sú yngsta er sjö ára gömul.“ Margrét er íþróttafræðingur og sjúkraþjálfari og var afrekskona í hlaupum og var meðal annars landsliðskona á sínum tíma. „Já, þannig að ég kann þetta alveg,“ segir Margrét sem ítrekar mikilvægi samtakanna Ljónshjarta. Hún segir að á hverju ári missi hundrað börn foreldri. „Þetta er ótrúlega mikilvægt lýðheilsumál. Gætu ekki verið mikilvægari samtök.“
Reykjavíkurmaraþon Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01 Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Sjá meira
Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01
Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37