Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2021 22:22 Frá Þórisvatni. Vatnajökull í baksýn. Arnar Halldórsson Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. Þórisvatn er aðalmiðlunarlón virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Vatnið virkar þannig í raun sem stærsti rafgeymir landsins. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.Kristinn Guðmundsson „Það hefur aldrei verið minna í Þórisvatni. Það stendur illa, getur maður sagt, innan gæsalappa, nema hvað við missum engan svefn yfir því,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. Rauða línan efst á grafinu hér fyrir neðan sýnir hvenær Þórisvatn fer á yfirfall en það er í 579 metra hæð yfir sjávarmáli. Bláa svæðið táknar lægstu og hæstu gildi fram til þessa. Gula línan er áætlað meðaltal vatnshæðar, bláa línan síðasta vatnsár og fjólubláa línan núverandi vatnsár. Vatnshæðin stendur núna í 569 metrum yfir sjávarmáli, sjö metrum lægra miðað við 576 metra hæð í meðalári um miðjan júlímánuð. Vatnshæð Þórisvatns. Hringurinn á grafinu til hægri sýnir hvar línan fyrir núverandi vatnsár er komin niður fyrir lægsta gildi sem áður hefur mælst.Landsvirkjun Frá því seinnipartinn í júní hefur vatnshæðin verið fyrir neðan lægstu stöðu sem áður hefur mælst. Landsvirkjunarmenn segja að veðráttan ráði mestu um vatnsbúskapinn, þættir eins og bráðnun jökla, vorflóð og úrkoma. „Vorið var kalt og þurrt. Þannig að það hefur fyllst hægar en við reiknuðum með og gerist í meðalári. Hins vegar Hágöngulón er að fyllast. Það eru tveir metrar í að það fari að flæða úr Hágöngulóni í Þórisvatn. Svo þetta horfir allt til betri vegar.“ Manngert útfall Þórisvatns við Vatnsfell. Þaðan er vatninu miðlað til virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu.Arnar Halldórsson Ragnhildur segir önnur helstu lón Landsvirkjunar, Hálslón og Blöndulón, standa mun betur en vatnshæð þeirra er núna nálægt meðaltali. Úr Þórisvatni er hins vegar miðlað til sjö virkjana sem samtals standa undir um helmingi af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar og upp undir þrjátíu milljarða króna árlegum sölutekjum raforku. En er ástæða til að óttast vandræði eins og raforkuskort í vetur? „Við höfum enga trú á því að við lendum í neinum vandræðum. Við reiknum með að öll lón fyllist vel. Og þetta muni ekki hafa nein áhrif á raforkuvinnsluna hjá okkur,“ svarar upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Veður Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Ásahreppur Tengdar fréttir Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23 Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Þórisvatn er aðalmiðlunarlón virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Vatnið virkar þannig í raun sem stærsti rafgeymir landsins. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.Kristinn Guðmundsson „Það hefur aldrei verið minna í Þórisvatni. Það stendur illa, getur maður sagt, innan gæsalappa, nema hvað við missum engan svefn yfir því,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. Rauða línan efst á grafinu hér fyrir neðan sýnir hvenær Þórisvatn fer á yfirfall en það er í 579 metra hæð yfir sjávarmáli. Bláa svæðið táknar lægstu og hæstu gildi fram til þessa. Gula línan er áætlað meðaltal vatnshæðar, bláa línan síðasta vatnsár og fjólubláa línan núverandi vatnsár. Vatnshæðin stendur núna í 569 metrum yfir sjávarmáli, sjö metrum lægra miðað við 576 metra hæð í meðalári um miðjan júlímánuð. Vatnshæð Þórisvatns. Hringurinn á grafinu til hægri sýnir hvar línan fyrir núverandi vatnsár er komin niður fyrir lægsta gildi sem áður hefur mælst.Landsvirkjun Frá því seinnipartinn í júní hefur vatnshæðin verið fyrir neðan lægstu stöðu sem áður hefur mælst. Landsvirkjunarmenn segja að veðráttan ráði mestu um vatnsbúskapinn, þættir eins og bráðnun jökla, vorflóð og úrkoma. „Vorið var kalt og þurrt. Þannig að það hefur fyllst hægar en við reiknuðum með og gerist í meðalári. Hins vegar Hágöngulón er að fyllast. Það eru tveir metrar í að það fari að flæða úr Hágöngulóni í Þórisvatn. Svo þetta horfir allt til betri vegar.“ Manngert útfall Þórisvatns við Vatnsfell. Þaðan er vatninu miðlað til virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu.Arnar Halldórsson Ragnhildur segir önnur helstu lón Landsvirkjunar, Hálslón og Blöndulón, standa mun betur en vatnshæð þeirra er núna nálægt meðaltali. Úr Þórisvatni er hins vegar miðlað til sjö virkjana sem samtals standa undir um helmingi af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar og upp undir þrjátíu milljarða króna árlegum sölutekjum raforku. En er ástæða til að óttast vandræði eins og raforkuskort í vetur? „Við höfum enga trú á því að við lendum í neinum vandræðum. Við reiknum með að öll lón fyllist vel. Og þetta muni ekki hafa nein áhrif á raforkuvinnsluna hjá okkur,“ svarar upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Veður Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Ásahreppur Tengdar fréttir Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23 Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23
Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45