Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júlí 2021 06:50 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Fróðlegt verður að sjá útkomu flokkanna þriggja í kosningunum í september og hvort þeir myndi ríkisstjórn á nýjan leik, mögulega með aðkomu fjórða flokks. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. Morgunblaðið segir frá könnuninni í morgun þar sem fram kemur að ríkisstjórnin njóti stuðnings meirihluta landsmanna. Þannig segjast 55% styðja ríkisstjórnina sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndar. Ef stuðningur hvers stjórnarflokkanna þriggja er skoðaður og lagður saman kemur í ljós að ríkisstjórnin hefur 48,2% fylgi. Það myndi skila 31 þingmanni af þeim 63 sem standa vaktina. Munar mestu um stöðu Vinstri grænna sem fengju aðeins sjö þingmenn miðað við 10,7% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,6% fylgi, næði inn 17 þingmönnum, og Framsókn 12,9% fylgi og átta þingmönnum, sama fjölda og flokkurinn hefur í dag. Samkvæmt könnuninni ná Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn allir fólki á þing. Flokkarnir þrír mælast með á sjötta prósent fylgi sem myndi skila þeim þremur þingmönnum. Níu flokkar ná fólki á þing samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fengi næstflesta þingmenn eða níu miðað við 13,1% fylgi. Píratar fengu átta þingmenn (12,2% fylgi), og Viðreisn sex þingmenn (9,4% fylgi). Vegna þess hve fylgi flokkanna dreifist mikið er ljóst að myndun ríkisstjórnar gæti reynst þrautinni þyngri, verði niðurstöður kosninga í takti við könnun MMR. Fjóra flokka að lágmarki þarf til að mynda ríkisstjórn og væri Sjálfstæðisflokkurinn þá nauðsynlegur í samsteypuna sem langstærsti flokkur landsins. Ríkisstjórnin gæti leitað á náðir hvaða flokks sem er og þannig náð meirihluta. Könnunin var gerð dagana 8. til 14. júlí en þess ber að geta að útreikningar á dreifingu þingsæta miðast við fylgi flokka á landinu öllu. Fylgi flokka í einstökum kjördæmum getur þó ráðið því hvernig þingsæti falla. Þrír flokkar ná 5% þröskuldinum í þetta skiptið og því geta minnstu breytingar haft mikil áhrif á dreifingu þingmanna. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Morgunblaðið segir frá könnuninni í morgun þar sem fram kemur að ríkisstjórnin njóti stuðnings meirihluta landsmanna. Þannig segjast 55% styðja ríkisstjórnina sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndar. Ef stuðningur hvers stjórnarflokkanna þriggja er skoðaður og lagður saman kemur í ljós að ríkisstjórnin hefur 48,2% fylgi. Það myndi skila 31 þingmanni af þeim 63 sem standa vaktina. Munar mestu um stöðu Vinstri grænna sem fengju aðeins sjö þingmenn miðað við 10,7% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,6% fylgi, næði inn 17 þingmönnum, og Framsókn 12,9% fylgi og átta þingmönnum, sama fjölda og flokkurinn hefur í dag. Samkvæmt könnuninni ná Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn allir fólki á þing. Flokkarnir þrír mælast með á sjötta prósent fylgi sem myndi skila þeim þremur þingmönnum. Níu flokkar ná fólki á þing samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fengi næstflesta þingmenn eða níu miðað við 13,1% fylgi. Píratar fengu átta þingmenn (12,2% fylgi), og Viðreisn sex þingmenn (9,4% fylgi). Vegna þess hve fylgi flokkanna dreifist mikið er ljóst að myndun ríkisstjórnar gæti reynst þrautinni þyngri, verði niðurstöður kosninga í takti við könnun MMR. Fjóra flokka að lágmarki þarf til að mynda ríkisstjórn og væri Sjálfstæðisflokkurinn þá nauðsynlegur í samsteypuna sem langstærsti flokkur landsins. Ríkisstjórnin gæti leitað á náðir hvaða flokks sem er og þannig náð meirihluta. Könnunin var gerð dagana 8. til 14. júlí en þess ber að geta að útreikningar á dreifingu þingsæta miðast við fylgi flokka á landinu öllu. Fylgi flokka í einstökum kjördæmum getur þó ráðið því hvernig þingsæti falla. Þrír flokkar ná 5% þröskuldinum í þetta skiptið og því geta minnstu breytingar haft mikil áhrif á dreifingu þingmanna.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira