Segir að DeChambeau sé martraðarviðskiptavinur og líkir honum við frekt barn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2021 08:01 Fátt gekk upp hjá Bryson DeChambeau á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins. getty/Keyur Khamar Starfsmenn golfkylfuframleiðandans Cobra segja að Bryson DeChambeau sé martraðarviðskiptavinur og líkja honum við frekt barn eftir að hann sagði að sérhannaður dræver hans frá fyrirtækinu væri ömurlegur. DeChambeau náði sér ekki á strik á fyrsta hring Opna breska meistaramótsins í golfi og gekk sérstaklega illa að hitta flatirnar. Bandaríkjamaðurinn ákvað að kenna drævernum sínum, sem Cobra sérhannaði fyrir hann, um og sagði að hann væri ömurlegur. Ummæli DeChambeaus fóru illa í æðstu presta hjá Cobra sem svöruðu fyrir sig og spöruðu ekki stóru orðin. „Það er mjög sárt þegar hann segir eitthvað svona heimskulegt. Hann hefur í raun aldrei verið ánægður. Það er mjög sjaldgæft að hann sé ánægður. Allir gera allt fyrir hann,“ sagði Ben Schomin, starfsmaður Cobra. „Þetta er eins og þegar átta ára gamall krakki fer í fýlu við þig. Hann segist kannski hata þig en dregur það svo til baka þegar þú spyrð hann af hverju hann hafi sagt það og segist hann ekki hafa meint það.“ Það var svo nákvæmlega það sem gerðist en DeChambeau baðst afsökunar á ummælum sínum. Hann sagðist hafa hlaupið á sig og að hann hefði verið ömurlegur í gær, ekki kylfan. View this post on Instagram A post shared by Bryson DeChambeau (@brysondechambeau) DeChambeau lék fyrsta hringinn á Opna breska á einu höggi yfir pari og er í 73. sæti mótsins. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuzien er með forystu en hann lék fyrsta hringinn á sex höggum undir pari. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
DeChambeau náði sér ekki á strik á fyrsta hring Opna breska meistaramótsins í golfi og gekk sérstaklega illa að hitta flatirnar. Bandaríkjamaðurinn ákvað að kenna drævernum sínum, sem Cobra sérhannaði fyrir hann, um og sagði að hann væri ömurlegur. Ummæli DeChambeaus fóru illa í æðstu presta hjá Cobra sem svöruðu fyrir sig og spöruðu ekki stóru orðin. „Það er mjög sárt þegar hann segir eitthvað svona heimskulegt. Hann hefur í raun aldrei verið ánægður. Það er mjög sjaldgæft að hann sé ánægður. Allir gera allt fyrir hann,“ sagði Ben Schomin, starfsmaður Cobra. „Þetta er eins og þegar átta ára gamall krakki fer í fýlu við þig. Hann segist kannski hata þig en dregur það svo til baka þegar þú spyrð hann af hverju hann hafi sagt það og segist hann ekki hafa meint það.“ Það var svo nákvæmlega það sem gerðist en DeChambeau baðst afsökunar á ummælum sínum. Hann sagðist hafa hlaupið á sig og að hann hefði verið ömurlegur í gær, ekki kylfan. View this post on Instagram A post shared by Bryson DeChambeau (@brysondechambeau) DeChambeau lék fyrsta hringinn á Opna breska á einu höggi yfir pari og er í 73. sæti mótsins. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuzien er með forystu en hann lék fyrsta hringinn á sex höggum undir pari. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira