Í byrjun heimsfaraldurs Covid-19 ákváðu OPEC-ríkin að setja hömlur á framleiðslu olíu til að stemma stigu við gríðarlegri lækkun hráolíuverðs vegna samdráttar í eftirspurn.
Í kjölfar aukinnar eftirspurnar og deilna innan OPEC hefur hráolíuverð rokið upp úr öllu valdi. Verð á Brent hráolíu hefur ekki verið hærra í tæp þrjú ár, eða 74 dollarar á tunnu.
Sameinuðu arabísku furstadæmin fóru fyrst fram á að hömlunum yrði aflétt en það olli nokkrum deilum innan OPEC.
Í gær tilkynntu samtökin að hömlur á framleiðslu olíu í Írak, Kúveit, Rússlandi, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum yrðu afnumdar.
Orkumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, prinsinn Abdulaziz bin Salman, hrósaði sameiningu innan OPEC-ríkjanna þegar komist var að samkomulaginu.