Hættan á nýrri bylgju hræðir fjárfesta víða um heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. júlí 2021 19:45 Hlutabréf féllu í verði víða í dag, miðlurum sem og öðrum til mæðu. AP Photo/Richard Drew Það var víðar en á Íslandi þar sem rauður dagur sást í kauphöllum. Hlutabréfavísitölur víða um heim féllu í dag, ástæðan er rakin til ótta fjárfesta við að ný bylgja kórónuveirufaraldursins geti farið af stað, auk vaxandi spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Í kauphöllinni hér á landi lækkuðu öll fyrirtækin sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallarinnar, Arion banki mest eða um 3,59 prósent í viðskiptum upp á 292 milljónir. Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 2,60 prósent en alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,89 prósent í dag. Þetta er þó dropi í hafið miðað við þær hækkanir sem orðið á íslenskum hlutabréfamörkuðum undanfarin misseri. Sömu sögu er að segja erlendis frá. Í London lækkaði FTSE-100 vísitalan um 2,6 prósent þar sem hlutabréf í sjónvarpsfyrirtækinu ITV og IAG, móðurfélagi British Airways og fleiri flugfélaga. Vestan hafs hafa vísitölur einnig farið lækkandi, S&P 500 hefur til að mynda lækkað um tvö prósent það sem af er degi. Tölurnar voru rauðar í dag.Mynd/Keldan Í frétt BBC eru lækkanir á mörkuðum helst raktar til þess að fjárfestar hafi áhyggjur af því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins séu að fara að stað sökum útbreiðslu delta-afbrigðisins svokallaða. Smituðum fer fjölgandi í Bretlandi þar sem um 50 þúsund greinast daglega, þrátt fyrir að um 70 prósent Breta hafi fengið bóluefni við kórónuveirunni. Í frétt Bloomberg þar sem vendingar dagsins á markaði eru raktar segir að fjárfestar virðist hafa áhyggjur af því að yfirvöld í ríkjum þar sem smitum fer fjölgandi gætu hert aðgerðir innan landamæra sinna, með tilheyrandi áhrifum á efnahag þeirra. Þá er einnig talið að aukin spenna í samskiptum Kína og Bandaríkjanna hafi hrætt fjárfesta. Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið sökuðu kínversk yfirvöld í dag um að hafa staðið að baki tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft. Kauphöllin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. 15. júlí 2021 19:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í kauphöllinni hér á landi lækkuðu öll fyrirtækin sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallarinnar, Arion banki mest eða um 3,59 prósent í viðskiptum upp á 292 milljónir. Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 2,60 prósent en alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,89 prósent í dag. Þetta er þó dropi í hafið miðað við þær hækkanir sem orðið á íslenskum hlutabréfamörkuðum undanfarin misseri. Sömu sögu er að segja erlendis frá. Í London lækkaði FTSE-100 vísitalan um 2,6 prósent þar sem hlutabréf í sjónvarpsfyrirtækinu ITV og IAG, móðurfélagi British Airways og fleiri flugfélaga. Vestan hafs hafa vísitölur einnig farið lækkandi, S&P 500 hefur til að mynda lækkað um tvö prósent það sem af er degi. Tölurnar voru rauðar í dag.Mynd/Keldan Í frétt BBC eru lækkanir á mörkuðum helst raktar til þess að fjárfestar hafi áhyggjur af því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins séu að fara að stað sökum útbreiðslu delta-afbrigðisins svokallaða. Smituðum fer fjölgandi í Bretlandi þar sem um 50 þúsund greinast daglega, þrátt fyrir að um 70 prósent Breta hafi fengið bóluefni við kórónuveirunni. Í frétt Bloomberg þar sem vendingar dagsins á markaði eru raktar segir að fjárfestar virðist hafa áhyggjur af því að yfirvöld í ríkjum þar sem smitum fer fjölgandi gætu hert aðgerðir innan landamæra sinna, með tilheyrandi áhrifum á efnahag þeirra. Þá er einnig talið að aukin spenna í samskiptum Kína og Bandaríkjanna hafi hrætt fjárfesta. Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið sökuðu kínversk yfirvöld í dag um að hafa staðið að baki tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft.
Kauphöllin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. 15. júlí 2021 19:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. 15. júlí 2021 19:00