Kína vill ekki áframhaldandi rannsókn WHO á uppruna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 07:44 Frá sýningu um kórónuveiruna á Náttúruminjasafni Wuhan. Getty Kína hefur hafnað tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um áframhaldandi rannsókn á uppruna kórónuveirunnar. Ein af tilgátum stofnunarinnar er sú að veiran hafi sloppið út af kínverskri tilraunarstofu en sú kenning hefur ekki fallið í kramið meðal kínverskra stjórnvalda. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, lagði til fyrr í þessum mánuði að rannsókn hennar á upprunar kórónuveirunnar færi upp á annað stig. Stofnunin hefur þegar sent teymi vísindamanna til Wuhan, þar sem fyrstu smitin greindust fyrir tæpum tveimur árum, en þeir gátu aðeins rannsakað málið í tvær vikur í það skiptið. Nú vill WHO senda teymi til Wuhan til að skoða markaði og rannsóknarstofur og hefur stofnunin kallað eftir því að kínversk stjórnvöld verði liðleg og tryggi algera gegnsæi við rannsóknina. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Við munum ekki samþykkja svona upprunarakningar áætlun, sem að mörgu leyti hundsar almenna þekkingu og fer gegn vísindum,“ sagði Zeng Yixin, aðstoðarráðherra í heilbrigðisnefnd Kína. Hann segist hafa verið hissa þegar hann hafi lesið tillögu WHO. Þar hafi Kína verið sakað um að reglur um rannsóknarstofur hafi verið brotnar og orðið til þess að veiran hafi lekið út í samfélagið á meðan á rannsókn á henni stóð. Yfirmaður WHO sagði fyrr í þessum mánuði að rannsókn á uppruna kórónuveirufaraldursins í Kína væri strand vegna skorts á frumgögnum frá fyrstu dögum faraldursins í Kína. Kína hefur haldið því fram að ekki sé hægt að afhenda gögnin vegna viðkvæmra upplýsinga um fólkið sem þar er að finna. „Við vonum að WHO taki til greina tillögur kínverskra sérfræðinga og hugsi um rannsókn á uppruna veirunnar sem vísindalegt mál og skilji pólitíkina eftir,“ sagði Zeng. Eins og flestir muna greindist fyrsta Covid-19 smitið í borginni Wuhan í nóvember 2019. Talið er að veiran hafi borist í mannfólk frá dýrum sem voru til sölu á matarmarkaði í borginni. Margir, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa velt upp þeirri spurningu hvort veiran hafi mögulega borist í dýrin eftir leka úr rannsóknarstofu í borginni. Kína hefur hins vegar harðneitað þeirri kenningu og hvatt WHO til að víkka sjóndeildarhringinn og rannsaka hvort uppruna veirunnar megi rekja til annarra landa. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir auknu gagnsæi í rannsókn á uppruna veirunnar Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Xavier Becerra, hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) til þess að hafa næsta hluta rannsóknar á uppruna kórónuveirunnar gagnsærri en rannsóknin hefur hingað til verið. 25. maí 2021 23:40 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08 Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. 13. febrúar 2021 23:29 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, lagði til fyrr í þessum mánuði að rannsókn hennar á upprunar kórónuveirunnar færi upp á annað stig. Stofnunin hefur þegar sent teymi vísindamanna til Wuhan, þar sem fyrstu smitin greindust fyrir tæpum tveimur árum, en þeir gátu aðeins rannsakað málið í tvær vikur í það skiptið. Nú vill WHO senda teymi til Wuhan til að skoða markaði og rannsóknarstofur og hefur stofnunin kallað eftir því að kínversk stjórnvöld verði liðleg og tryggi algera gegnsæi við rannsóknina. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Við munum ekki samþykkja svona upprunarakningar áætlun, sem að mörgu leyti hundsar almenna þekkingu og fer gegn vísindum,“ sagði Zeng Yixin, aðstoðarráðherra í heilbrigðisnefnd Kína. Hann segist hafa verið hissa þegar hann hafi lesið tillögu WHO. Þar hafi Kína verið sakað um að reglur um rannsóknarstofur hafi verið brotnar og orðið til þess að veiran hafi lekið út í samfélagið á meðan á rannsókn á henni stóð. Yfirmaður WHO sagði fyrr í þessum mánuði að rannsókn á uppruna kórónuveirufaraldursins í Kína væri strand vegna skorts á frumgögnum frá fyrstu dögum faraldursins í Kína. Kína hefur haldið því fram að ekki sé hægt að afhenda gögnin vegna viðkvæmra upplýsinga um fólkið sem þar er að finna. „Við vonum að WHO taki til greina tillögur kínverskra sérfræðinga og hugsi um rannsókn á uppruna veirunnar sem vísindalegt mál og skilji pólitíkina eftir,“ sagði Zeng. Eins og flestir muna greindist fyrsta Covid-19 smitið í borginni Wuhan í nóvember 2019. Talið er að veiran hafi borist í mannfólk frá dýrum sem voru til sölu á matarmarkaði í borginni. Margir, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa velt upp þeirri spurningu hvort veiran hafi mögulega borist í dýrin eftir leka úr rannsóknarstofu í borginni. Kína hefur hins vegar harðneitað þeirri kenningu og hvatt WHO til að víkka sjóndeildarhringinn og rannsaka hvort uppruna veirunnar megi rekja til annarra landa.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir auknu gagnsæi í rannsókn á uppruna veirunnar Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Xavier Becerra, hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) til þess að hafa næsta hluta rannsóknar á uppruna kórónuveirunnar gagnsærri en rannsóknin hefur hingað til verið. 25. maí 2021 23:40 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08 Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. 13. febrúar 2021 23:29 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Kallar eftir auknu gagnsæi í rannsókn á uppruna veirunnar Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Xavier Becerra, hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) til þess að hafa næsta hluta rannsóknar á uppruna kórónuveirunnar gagnsærri en rannsóknin hefur hingað til verið. 25. maí 2021 23:40
Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08
Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. 13. febrúar 2021 23:29
Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21