„Mikil vinna orðin að engu – annað árið í röð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júlí 2021 22:12 Unglingalandsmótið er alla jafna ein fjölmennasta hátíðin sem haldin er hvert sumar. Mynd/UMFÍ Unglingalandsmóti Íslands, ein fjölmennasta hátíð sem haldin er um verslunarmannahelgi ár hvert hefur verið frestað. Geysileg vonbrigði segir formaður framkvæmdanefndar mótsins. Mótið átti að vera haldið á Selfossi í ár. Í tilkynningu til fjölmiðla er haft eftir Þóri Haraldssyni, formanni framkvæmdanefndarinnar, miðað við þær forsendur sem settar eru með samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðnætti annað kvöld sé ljóst að ekki sé hægt að halda mótið. „Þetta er afar þungbær og erfið ákvörðun. Við erum með tárin í augunum því margir hafa lagt hart að sér að gera það að veruleika og mörg börn og ungmenni búin að áforma að njóta helgarinnar með fjölskyldum sínum og vinum. En í ljósi aðstæðna verðum við að sýna ábyrgð og samstöðu á þessum óvissutímum og taka þátt í baráttunni. Því miður er ómögulegt að halda mótið með ábyrgum hætti innan þeirra takmarkana sem settar hafa verið og því verðum við að fresta mótinu,“ segir Þórir. Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi hefur staðið yfir síðustu ár og er þetta annað árið í röð sem mótinu er frestað. Mótið átti upphaflega að fara fram á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020 í samstarfi við Héraðssambandið Skarphéðin og Sveitarfélagið Árborg. Þórir Haraldssonmynd/Umfí „Mikil vinna orðin að engu - annað árið í röð“, segir orðrétt í tilkynningunni. Þórir segir ómögulegt að líta fram hjá framlagi sjálfboðaliða HSK við undirbúning Unglingalandsmótsins. Þeir hafi lagt mikið á sig nú tvö ár í röð við undirbúning móta sem ekki fara fram. Ætla megi að um 3.000 klukkustundir sé þegar búið að vinna auk þess sem hátt í 200 sjálfboðaliðar hefðu unnið á hverjum degi á mótinu sjálfu. Mikil verðmæti hafi því orðið að engu í núverandi COVID-bylgju. Skráning hefur verið í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ í allan júlí og stefndi í að mótið yrði eitt það fjölmennasta frá upphafi. UMFÍ mun endurgreiða öllum þátttakendum sem þegar hafa skráð sig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Árborg Tengdar fréttir Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. 23. júlí 2021 20:09 Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í tilkynningu til fjölmiðla er haft eftir Þóri Haraldssyni, formanni framkvæmdanefndarinnar, miðað við þær forsendur sem settar eru með samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðnætti annað kvöld sé ljóst að ekki sé hægt að halda mótið. „Þetta er afar þungbær og erfið ákvörðun. Við erum með tárin í augunum því margir hafa lagt hart að sér að gera það að veruleika og mörg börn og ungmenni búin að áforma að njóta helgarinnar með fjölskyldum sínum og vinum. En í ljósi aðstæðna verðum við að sýna ábyrgð og samstöðu á þessum óvissutímum og taka þátt í baráttunni. Því miður er ómögulegt að halda mótið með ábyrgum hætti innan þeirra takmarkana sem settar hafa verið og því verðum við að fresta mótinu,“ segir Þórir. Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi hefur staðið yfir síðustu ár og er þetta annað árið í röð sem mótinu er frestað. Mótið átti upphaflega að fara fram á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020 í samstarfi við Héraðssambandið Skarphéðin og Sveitarfélagið Árborg. Þórir Haraldssonmynd/Umfí „Mikil vinna orðin að engu - annað árið í röð“, segir orðrétt í tilkynningunni. Þórir segir ómögulegt að líta fram hjá framlagi sjálfboðaliða HSK við undirbúning Unglingalandsmótsins. Þeir hafi lagt mikið á sig nú tvö ár í röð við undirbúning móta sem ekki fara fram. Ætla megi að um 3.000 klukkustundir sé þegar búið að vinna auk þess sem hátt í 200 sjálfboðaliðar hefðu unnið á hverjum degi á mótinu sjálfu. Mikil verðmæti hafi því orðið að engu í núverandi COVID-bylgju. Skráning hefur verið í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ í allan júlí og stefndi í að mótið yrði eitt það fjölmennasta frá upphafi. UMFÍ mun endurgreiða öllum þátttakendum sem þegar hafa skráð sig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Árborg Tengdar fréttir Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. 23. júlí 2021 20:09 Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59
Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31
Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02
Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. 23. júlí 2021 20:09
Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15