„Áskorun fyrir Sveindísi að koma inn í þennan taktíska leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 12:30 Sveindís Jane meiddist snemma móts eftir frábæra byrjun. Instagram/@sveindisss Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, kveðst ánægð með Íslendingana tvo hjá liðinu, þær Sveindísi Jane Jónsdóttur og Sif Atladóttur. Sveindís Jane kom til Kristianstad fyrir tímabilið eftir að hafa leikið frábærlega sem lánsmaður hjá Breiðabliki frá uppeldisfélagi sínu Keflavík. Sveindís skoraði 14 mörk í 15 leikjum fyrir Blikakonur er þær urðu Íslandsmeistarar í fyrra. Sveindís skoraði í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum fyrir Kristianstad en var síðan frá í mánuð vegna meiðsla. Hún hefur síðan bætt við tveimur deildarmörkum til viðbótar og er alls með fjögur mörk í níu leikjum fyrir liðið á tímabilinu. „Ég er rosa sátt við Sveindísi og þetta er auðvitað pínulítil breyting fyrir hana, þetta er bara öðruvísi deild. Ég er búin að horfa á leiki þegar ég hef verið hér heima og maður sér alveg klárlega muninn. Hérna er mikill kraftur í leikjunum, fram og til baka, færi á báða bóga og mörg mörk,“ segir Elísabet sem segir sænsku deildina vera töluvert taktískari en þá íslensku. „Þetta er ekki alveg þannig í Svíþjóð, eins og þið vitið sem hafið fylgst með þeirri deild, hún er taktískari og mér hefur fundist það vera áskorun fyrir Sveindísi að koma inn í þennan taktíska leik,“ segir Elísabet. Sveindís Jane var keypt til þýska stórliðsins Wolfsburg eftir síðasta tímabil en er aðeins á láni hjá Kristianstad. Elísabet segir að hún verði ekki áfram hjá Kristianstad eftir þetta tímabil, heldur verði klár í slaginn með stórveldinu. „Hún er bara að verða betri og betri og ég tel þetta vera frábært milliskref fyrir hana áður en hún fer í stórliðið Wolfsburg. Hún fer í lok tímabils og verður 100% klár í að fara í alvöruna þar.“ segir Elísabet. Sif á réttri braut Sveindís er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá Kristianstad. Varnarjaxlinn Sif Atladóttir er goðsögn hjá félaginu, enda leikið þar sleitulaust frá árinu 2011 undir stjórn Elísabetar. Sif, sem er 36 ára gömul, var frá allt tímabilið í fyrra vegna barneigna og lék sinn fyrsta keppnisleik í eitt og hálft ár þegar hún kom inn í lið Kristianstad í upphafi móts. „Sif er að komast í betra og betra form, mér fannst hún spila frábæran leik, núna þann síðasta fyrir pásuna, þá var hún komin í vörnina aftur. Við söknuðum hennar þar þegar við vorum að spila við Hacken og við fengum á okkur of mikið af mörkum. Þá sá ég að það væri nú gott að henda henni til baka í vörnina. Hún er bara að fá til baka hraðann og svona gamla formið. Ég er 100% að hún muni nýta pásuna vel og það verður gaman að sjá hana í seinni hlutanum.“ segir Elísabet. Viðtalið við Elísabetu má sjá að neðan. Klippa: Elísabet um Sveindísi Jane og Sif Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Sveindís Jane kom til Kristianstad fyrir tímabilið eftir að hafa leikið frábærlega sem lánsmaður hjá Breiðabliki frá uppeldisfélagi sínu Keflavík. Sveindís skoraði 14 mörk í 15 leikjum fyrir Blikakonur er þær urðu Íslandsmeistarar í fyrra. Sveindís skoraði í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum fyrir Kristianstad en var síðan frá í mánuð vegna meiðsla. Hún hefur síðan bætt við tveimur deildarmörkum til viðbótar og er alls með fjögur mörk í níu leikjum fyrir liðið á tímabilinu. „Ég er rosa sátt við Sveindísi og þetta er auðvitað pínulítil breyting fyrir hana, þetta er bara öðruvísi deild. Ég er búin að horfa á leiki þegar ég hef verið hér heima og maður sér alveg klárlega muninn. Hérna er mikill kraftur í leikjunum, fram og til baka, færi á báða bóga og mörg mörk,“ segir Elísabet sem segir sænsku deildina vera töluvert taktískari en þá íslensku. „Þetta er ekki alveg þannig í Svíþjóð, eins og þið vitið sem hafið fylgst með þeirri deild, hún er taktískari og mér hefur fundist það vera áskorun fyrir Sveindísi að koma inn í þennan taktíska leik,“ segir Elísabet. Sveindís Jane var keypt til þýska stórliðsins Wolfsburg eftir síðasta tímabil en er aðeins á láni hjá Kristianstad. Elísabet segir að hún verði ekki áfram hjá Kristianstad eftir þetta tímabil, heldur verði klár í slaginn með stórveldinu. „Hún er bara að verða betri og betri og ég tel þetta vera frábært milliskref fyrir hana áður en hún fer í stórliðið Wolfsburg. Hún fer í lok tímabils og verður 100% klár í að fara í alvöruna þar.“ segir Elísabet. Sif á réttri braut Sveindís er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá Kristianstad. Varnarjaxlinn Sif Atladóttir er goðsögn hjá félaginu, enda leikið þar sleitulaust frá árinu 2011 undir stjórn Elísabetar. Sif, sem er 36 ára gömul, var frá allt tímabilið í fyrra vegna barneigna og lék sinn fyrsta keppnisleik í eitt og hálft ár þegar hún kom inn í lið Kristianstad í upphafi móts. „Sif er að komast í betra og betra form, mér fannst hún spila frábæran leik, núna þann síðasta fyrir pásuna, þá var hún komin í vörnina aftur. Við söknuðum hennar þar þegar við vorum að spila við Hacken og við fengum á okkur of mikið af mörkum. Þá sá ég að það væri nú gott að henda henni til baka í vörnina. Hún er bara að fá til baka hraðann og svona gamla formið. Ég er 100% að hún muni nýta pásuna vel og það verður gaman að sjá hana í seinni hlutanum.“ segir Elísabet. Viðtalið við Elísabetu má sjá að neðan. Klippa: Elísabet um Sveindísi Jane og Sif Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira