Átökin komu Fjólu í opna skjöldu Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2021 20:32 Fjóla Hrund Björnsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson tókust á um oddvitasætið í Reykjavík suður. Samsett „Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. Í kvöld varð ljóst að Fjóla hafi haft betur gegn Þorsteini Sæmundssyni í ráðgefandi oddvitakjöri Miðflokksins í Reykjavík suður með 58% atkvæða gegn 42%. Skákaði hún þar með sitjandi þingmanni og oddvita listans sem sóttist hart eftir því að halda oddvitasætinu. Það var skiljanlega gott í henni hljóðið þegar fréttastofa náði af henni tali um klukkustund eftir að tilkynnt var um niðurstöðurnar. Þorsteinn hefur ekki gefið kost á viðtali í kvöld en hann er nú eini þingmaður Miðflokksins úr kjördæminu. Nýlegar kannanir benda til að flokkurinn eigi á hættu að missa sætið í komandi kosningum. Fjóla segist þó vera nokkuð bjartsýn á þingsæti og stefnan sé að gera sitt besta til að berjast fyrir stól inn á hinu háa Alþingi. Ef marka má nýjustu kannanir gæti þingmönnum Miðflokksins fækkað úr níu í þrjá eftir næstu kosningar. Vísir/vilhelm Ólga innan flokksins Leið Fjólu að oddvitasætinu var ekki alltaf greið en stjórn Miðflokksins í Reykjavík boðaði nýverið til oddvitakjörs eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista var óvænt felld á félagsfundi. Nefndin lagði til að Fjóla myndi taka við oddvitasætinu af Þorsteini. Samkvæmt heimildum Vísis brást þingmaðurinn illa við þessari tillögu og var hún að endingu felld með 30 atkvæðum gegn fjórtán. Fjóla segir að átökin innan flokksins hafi komið henni í opna skjöldu. „Ég hélt að það væri sátt um þetta en svo kom annað í ljós þegar fundurinn var haldinn. Svo fer bara þessi atburðarás í gang að það var boðað til oddvitaprófkjörs og þetta gerðist allt rosalega hratt.“ „Það er rosalega óvanalegt að listi sé felldur þannig að þetta svolítið á óvart,“ bætir Fjóla við. Slíkar tillögur séu alla jafna ekki lagðar fram nema með stuðningi flokksforystunnar. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystuna Eftir því sem Vísir kemst næst stóð stjórn kjördæmafélagsins heilshugar að baki ákvörðun uppstillinganefndar. Meðal annars hafi verið horft til þess að Þorsteinn væri kominn á eftirlaunaaldur og eigi rétt á biðlaunum frá Alþingi og/eða starf hjá umhverfisráðuneyti til sjötugs þar sem hann starfaði áður en hann fór á þing, kæri Þorsteinn sig um það. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystu flokksins og settu áform um að jafna kynjaskiptingu í uppnám; ráðgert var að þrjár konur skipi oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar. Greinilegt er að mikill áhugi er fyrir toppbáráttunni en 90% kjörsókn var í oddvitakjörinu sem telst heldur mikið í slíku flokkskjöri. Starfað í stjórnmálum í átta ár Hin 33 ára Fjóla er alls ekki blaut á bak við eyrun þegar kemur að pólitíkinni og hefur starfað í stjórnmálum allt frá árinu 2013, þar af í tæp þrjú ár innan Miðflokksins. Áður en hún gekk til liðs við flokkinn vann Fjóla fyrir Framsóknarflokkinn og var varaþingmaður hans í um þrjú ár eftir langt starf í ungliðahreyfingunni. Fjóla bindur nú vonir við að geta bætt titlinum þingmaður við ferilskránna. „Þetta leggst rosalega vel í mig að það eru spennandi tímar fram undan.“ Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Fjóla Hrund hafði betur gegn Þorsteini í oddvitakjörinu Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, bar sigur úr býtum í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og skákaði þar með Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni flokksins. 24. júlí 2021 17:50 Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45 Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira
Í kvöld varð ljóst að Fjóla hafi haft betur gegn Þorsteini Sæmundssyni í ráðgefandi oddvitakjöri Miðflokksins í Reykjavík suður með 58% atkvæða gegn 42%. Skákaði hún þar með sitjandi þingmanni og oddvita listans sem sóttist hart eftir því að halda oddvitasætinu. Það var skiljanlega gott í henni hljóðið þegar fréttastofa náði af henni tali um klukkustund eftir að tilkynnt var um niðurstöðurnar. Þorsteinn hefur ekki gefið kost á viðtali í kvöld en hann er nú eini þingmaður Miðflokksins úr kjördæminu. Nýlegar kannanir benda til að flokkurinn eigi á hættu að missa sætið í komandi kosningum. Fjóla segist þó vera nokkuð bjartsýn á þingsæti og stefnan sé að gera sitt besta til að berjast fyrir stól inn á hinu háa Alþingi. Ef marka má nýjustu kannanir gæti þingmönnum Miðflokksins fækkað úr níu í þrjá eftir næstu kosningar. Vísir/vilhelm Ólga innan flokksins Leið Fjólu að oddvitasætinu var ekki alltaf greið en stjórn Miðflokksins í Reykjavík boðaði nýverið til oddvitakjörs eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista var óvænt felld á félagsfundi. Nefndin lagði til að Fjóla myndi taka við oddvitasætinu af Þorsteini. Samkvæmt heimildum Vísis brást þingmaðurinn illa við þessari tillögu og var hún að endingu felld með 30 atkvæðum gegn fjórtán. Fjóla segir að átökin innan flokksins hafi komið henni í opna skjöldu. „Ég hélt að það væri sátt um þetta en svo kom annað í ljós þegar fundurinn var haldinn. Svo fer bara þessi atburðarás í gang að það var boðað til oddvitaprófkjörs og þetta gerðist allt rosalega hratt.“ „Það er rosalega óvanalegt að listi sé felldur þannig að þetta svolítið á óvart,“ bætir Fjóla við. Slíkar tillögur séu alla jafna ekki lagðar fram nema með stuðningi flokksforystunnar. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystuna Eftir því sem Vísir kemst næst stóð stjórn kjördæmafélagsins heilshugar að baki ákvörðun uppstillinganefndar. Meðal annars hafi verið horft til þess að Þorsteinn væri kominn á eftirlaunaaldur og eigi rétt á biðlaunum frá Alþingi og/eða starf hjá umhverfisráðuneyti til sjötugs þar sem hann starfaði áður en hann fór á þing, kæri Þorsteinn sig um það. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystu flokksins og settu áform um að jafna kynjaskiptingu í uppnám; ráðgert var að þrjár konur skipi oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar. Greinilegt er að mikill áhugi er fyrir toppbáráttunni en 90% kjörsókn var í oddvitakjörinu sem telst heldur mikið í slíku flokkskjöri. Starfað í stjórnmálum í átta ár Hin 33 ára Fjóla er alls ekki blaut á bak við eyrun þegar kemur að pólitíkinni og hefur starfað í stjórnmálum allt frá árinu 2013, þar af í tæp þrjú ár innan Miðflokksins. Áður en hún gekk til liðs við flokkinn vann Fjóla fyrir Framsóknarflokkinn og var varaþingmaður hans í um þrjú ár eftir langt starf í ungliðahreyfingunni. Fjóla bindur nú vonir við að geta bætt titlinum þingmaður við ferilskránna. „Þetta leggst rosalega vel í mig að það eru spennandi tímar fram undan.“
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Fjóla Hrund hafði betur gegn Þorsteini í oddvitakjörinu Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, bar sigur úr býtum í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og skákaði þar með Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni flokksins. 24. júlí 2021 17:50 Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45 Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira
Fjóla Hrund hafði betur gegn Þorsteini í oddvitakjörinu Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, bar sigur úr býtum í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og skákaði þar með Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni flokksins. 24. júlí 2021 17:50
Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45
Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36