Stærsta verkefnið krefst skýrrar sýnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson skrifa 28. júlí 2021 13:00 Fyrir mánuði tilkynnti forsætisráðherra að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands og sagði að staðan á Íslandi væri með besta móti í alþjóðlegu samhengi. Heilbrigðisráðherra hvatti landsmenn til að njóta sumarsins og dómsmálaráðherra óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Ísland var grænasta land í heimi. Aðeins mánuði seinna kallar heilbrigðisráðherra eftir því að staðan, sem þá var því miður orðin umtalsvert dekkri, verði ekki „pólitískt bitbein“. En þegar baráttan við heimsfaraldur er í árum talin geta stjórnvöld ekki lengur bara krafist samstöðu án umræðu. Það er bæði óheilbrigð og ólýðræðisleg krafa. Við þessar aðstæður þarf nauðsynlega að eiga sér stað samtal um hvernig bólusett samfélag tekst á við heimsfaraldur og hvaða leiðir ná bestu jafnvægi með tilliti til þeirra mörgu mikilvægu hagsmuna sem verja þarf. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, um það eru flestir sammála. En almannahagsmunir eru jafnframt önnur velferð fólksins í landinu, atvinna fólks, mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Ein fjölmargra grundvallarspurninga í aðdraganda hausts er til dæmis hvernig réttur barna til skólagöngu verður tryggður. Hvað hefur menntamálráðherra gert til að styðja kennara og nemendur í þeirri áskorun sem þeir standa frammi fyrir í næsta mánuði? Óskýr skilaboð og aukið á glundroðann Aðgerðir sem í eðli sínu eru pólitískar og sem hafa áhrif á daglegt líf, félagslegar aðstæður fólksins í landinu og efnahagslíf geta ekki til lengri tíma verið nánast eingöngu samtal milli heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna lista um aðgerðir, mánuðum og jafnvel árum saman. Það er uppskrift að því að þjóð sem hefur tekist á við erfiðan heimsfaraldur af mikilli skynsemi og yfirvegun missi þrekið og þolinmæðina. Markmiðin þurfa að vera skýr og skilaboð stjórnvalda sömuleiðis. Svo er einfaldlega ekki í dag. Einstaka ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar auka svo á glundroðann með því að lýsa því opinberlega yfir að þeir dragi aðgerðirnar í efa sem og markmiðin þar að baki, en hafi engu að síður stutt þær. Það er reyndar umhugsunarverð meðferð valds að ráðherra sem dregur aðgerðirnar í efa hafi engu að síður talið eðlilegt að styðja þær. Krafa um hlýðni Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega stærsta pólitíska viðfangsefni samfélagsins. Lýðræðisleg umræða hefur þess vegna sjaldan verið mikilvægari. Án gagnrýninnar umræðu geta stjórnvöld ekki gætt hagsmuna almennings eins og þeim er ætlað. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum væri dapurlegt ef dómurinn verður sá að hugmyndafræðileg umræða hafi verið vængstýfð. Krafa ráðherra um samstöðu án opinnar umræðu stjórnmálanna er ekki krafa um samstöðu heldur krafa um hlýðni. Það er tvennt verulega ólíkt. Þingflokkur Viðreisnar óskaði síðastliðið haust eftir því að heilbrigðisráðherra gæfi þinginu hálfs mánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir. Við því var orðið, enda er það réttur þingsins og um leið rík skylda þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með stjórnvöldum. Þessi skylda er ríkari nú þegar ljóst er að hið erfiða ástand dregst enn á langinn. Og það samtal snýst auðvitað ekki eingöngu um hverjar tilteknar aðgerðir eru á hverjum tíma um sig heldur um markmið, forsendur – og um framtíðarsýn í baráttunni við heimsfaraldur. Hvernig á að halda áfram með daglegt líf? Leiðarljósið hefur verið að verkefnið sé okkar allra. Stóra áskorunin er enn sjálf glíman við heimsfaraldurinn en við stöndum nú jafnframt frammi fyrir öðrum mikilvægum verkefnum sem einnig varða grundvallarhagsmuni almennings. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá nálgun að fara að ráðgjöf sérfræðinga, að fylgja vísindunum í baráttunni við heimsfaraldurinn og sú afstaða hefur ekki breyst. Verkefnið var upphaflega að verja líf og heilsu, að verja heilbrigðiskerfið og að koma þjóðinni í skjól með bólusetningu. Nú þegar aðgerðir eru í árum taldar þá verður að nálgast verkefnið sem pólitískt, enda eru mikilvægir hagsmunir almennings í þessu máli margþættir. Þar verður eftir sem áður að byggja ákvarðanir á vísindum og í samráði við sérfræðinga en jafnframt að fá fleiri að borðinu til að tryggja sem eðlilegast líf í samfélaginu. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram baráttunni við heimsfaraldur eftir bólusetningu og hvernig á að halda áfram með daglegt líf. Beinskeytt og opið samtal um markmið og leiðir er ekki bara æskilegt núna heldur nauðsynlegt. Verkefnið er enn okkar allra og við erum öll saman í þessu – en samtalið verður að fá að vera það líka. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Fyrir mánuði tilkynnti forsætisráðherra að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands og sagði að staðan á Íslandi væri með besta móti í alþjóðlegu samhengi. Heilbrigðisráðherra hvatti landsmenn til að njóta sumarsins og dómsmálaráðherra óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Ísland var grænasta land í heimi. Aðeins mánuði seinna kallar heilbrigðisráðherra eftir því að staðan, sem þá var því miður orðin umtalsvert dekkri, verði ekki „pólitískt bitbein“. En þegar baráttan við heimsfaraldur er í árum talin geta stjórnvöld ekki lengur bara krafist samstöðu án umræðu. Það er bæði óheilbrigð og ólýðræðisleg krafa. Við þessar aðstæður þarf nauðsynlega að eiga sér stað samtal um hvernig bólusett samfélag tekst á við heimsfaraldur og hvaða leiðir ná bestu jafnvægi með tilliti til þeirra mörgu mikilvægu hagsmuna sem verja þarf. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, um það eru flestir sammála. En almannahagsmunir eru jafnframt önnur velferð fólksins í landinu, atvinna fólks, mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Ein fjölmargra grundvallarspurninga í aðdraganda hausts er til dæmis hvernig réttur barna til skólagöngu verður tryggður. Hvað hefur menntamálráðherra gert til að styðja kennara og nemendur í þeirri áskorun sem þeir standa frammi fyrir í næsta mánuði? Óskýr skilaboð og aukið á glundroðann Aðgerðir sem í eðli sínu eru pólitískar og sem hafa áhrif á daglegt líf, félagslegar aðstæður fólksins í landinu og efnahagslíf geta ekki til lengri tíma verið nánast eingöngu samtal milli heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna lista um aðgerðir, mánuðum og jafnvel árum saman. Það er uppskrift að því að þjóð sem hefur tekist á við erfiðan heimsfaraldur af mikilli skynsemi og yfirvegun missi þrekið og þolinmæðina. Markmiðin þurfa að vera skýr og skilaboð stjórnvalda sömuleiðis. Svo er einfaldlega ekki í dag. Einstaka ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar auka svo á glundroðann með því að lýsa því opinberlega yfir að þeir dragi aðgerðirnar í efa sem og markmiðin þar að baki, en hafi engu að síður stutt þær. Það er reyndar umhugsunarverð meðferð valds að ráðherra sem dregur aðgerðirnar í efa hafi engu að síður talið eðlilegt að styðja þær. Krafa um hlýðni Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega stærsta pólitíska viðfangsefni samfélagsins. Lýðræðisleg umræða hefur þess vegna sjaldan verið mikilvægari. Án gagnrýninnar umræðu geta stjórnvöld ekki gætt hagsmuna almennings eins og þeim er ætlað. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum væri dapurlegt ef dómurinn verður sá að hugmyndafræðileg umræða hafi verið vængstýfð. Krafa ráðherra um samstöðu án opinnar umræðu stjórnmálanna er ekki krafa um samstöðu heldur krafa um hlýðni. Það er tvennt verulega ólíkt. Þingflokkur Viðreisnar óskaði síðastliðið haust eftir því að heilbrigðisráðherra gæfi þinginu hálfs mánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir. Við því var orðið, enda er það réttur þingsins og um leið rík skylda þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með stjórnvöldum. Þessi skylda er ríkari nú þegar ljóst er að hið erfiða ástand dregst enn á langinn. Og það samtal snýst auðvitað ekki eingöngu um hverjar tilteknar aðgerðir eru á hverjum tíma um sig heldur um markmið, forsendur – og um framtíðarsýn í baráttunni við heimsfaraldur. Hvernig á að halda áfram með daglegt líf? Leiðarljósið hefur verið að verkefnið sé okkar allra. Stóra áskorunin er enn sjálf glíman við heimsfaraldurinn en við stöndum nú jafnframt frammi fyrir öðrum mikilvægum verkefnum sem einnig varða grundvallarhagsmuni almennings. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá nálgun að fara að ráðgjöf sérfræðinga, að fylgja vísindunum í baráttunni við heimsfaraldurinn og sú afstaða hefur ekki breyst. Verkefnið var upphaflega að verja líf og heilsu, að verja heilbrigðiskerfið og að koma þjóðinni í skjól með bólusetningu. Nú þegar aðgerðir eru í árum taldar þá verður að nálgast verkefnið sem pólitískt, enda eru mikilvægir hagsmunir almennings í þessu máli margþættir. Þar verður eftir sem áður að byggja ákvarðanir á vísindum og í samráði við sérfræðinga en jafnframt að fá fleiri að borðinu til að tryggja sem eðlilegast líf í samfélaginu. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram baráttunni við heimsfaraldur eftir bólusetningu og hvernig á að halda áfram með daglegt líf. Beinskeytt og opið samtal um markmið og leiðir er ekki bara æskilegt núna heldur nauðsynlegt. Verkefnið er enn okkar allra og við erum öll saman í þessu – en samtalið verður að fá að vera það líka. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar