Kendricks var kominn til Tókýó en er nú kominn í einangrun á hóteli. Hann nýtur þar stuðnings bandaríska frjálsíþróttasambandsins.
American pole vaulter Sam Kendricks one of the top contenders for the men's gold medal in the #TokyoOlympics tested positive for COVID-19 and will not compete in the Games, the U.S. Olympic and Paralympic Committee announced on Wednesday. https://t.co/IzIoIRqxfh
— The Athletic (@TheAthletic) July 29, 2021
Faðir Kendricks sagði frá því að sonur sinn sýndi engin einkenni en hafi fengið að vita af jákvæðu prófi og að það þýddi að hann fengi ekki að keppa á leikunum. Ólympíusamband Bandaríkjanna staðfesti seinna þær fréttir.
Sam Kendricks er tvöfaldur heimsmeistari í stangarstökki en hann vann síðasta heimsmeistaratitilinn, sem var árið 2019, með því að stökkva 5,95 metra. Hann setti bandaríska metið sama ár með því að stökkva 6,06 metra.
Kendricks vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum.
American world-champion pole vaulter Sam Kendricks will miss the Olympics after testing positive for COVID-19. https://t.co/BzemdLMkjJ
— SportsCenter (@SportsCenter) July 29, 2021