„Það er grátið heima hjá mér“ Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2021 11:45 Haraldur framkvæmdastjóri ÍBV telur vert að leiðrétta þann misskilning að einhverjir útvaldir og sjálboðaliðar verði í brekkunni þegar brekkutónleikunum verður streymt. Svo verður ekki, brekkan verður tóm. Aðsend Eyjamenn reyna ekki að leyna því að frestun á Þjóðhátíð er gríðarlegur skellur, ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður tilfinningalega. „Það fóru allskonar flökkusögur af stað; að það yrðu einhverjir sjálfboðaliðar velkomnir, setið yrði í brekkunni þar sem fólk gæti heyrt og notið. En að beiðni yfirvalda erum við ekki að senda út neitt hljóð í brekkuna. Til að koma í veg fyrir hópamyndun,“ segir Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV í samtali við Vísi. Eins og alþjóð veit hefur Þjóðhátíð í Eyjum verið felld niður, annað árið í röð, vegna faraldursins. Þjóðhátíð er snar þáttur í lífi þúsunda manna og þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir marga, ekki síst yngri kynslóðina sem á erfitt með að höndla þetta. „Peyjarnir mínir eru alltaf að tala um þetta og já, fyrir svona krakka, það er grátið heima hjá mér,“ segir Haraldur sem á tvíbura sem eru sjö ára. Hann segir þá muna vel eftir stemmningunni sem var fyrir Covid. En, svo haldið sé þræði vilja ÍBV og Þjóðhátíðarnefnd leiðrétta þennan misskilning sem Haraldur nefnir. ÍBV og Sena munu nota stóra sviðið í Herjólfsdal fyrir sjónvarpsútsendingu frá Brekkusöng og kvölddagskrá á sunnudagskvöldið til að reyna ná sem best hinni eiginlegu Þjóðhátíðar upplifun í útsendingu. Eins og unnt er að teknu tilliti til aðstæðna. Þessir þekktu listamenn munu syngja upp í skaðann, tómið sem finna má í mörgum Eyjahjörtum nú þegar Þjóðhátíð hefur verið slegin af í þeirri mynd sem landsmenn þekkja. Engir áhorfendur verða í brekkunni og ekkert hljóð verður sent frá sviðinu til brekkunnar. Engin blys verða tendruð og ekki verður heldur nein brenna. ÍBV mun ásamt lögreglu loka Herjólfsdal til að koma í veg fyrir alla hugsanlega truflun á upptökum. Svo þessu sé öllu til haga haldið. Haraldur hvetur vitaskuld alla sem eiga erfitt með að hugsa sér árið líða án þess að fá smjörþefinn af Þjóðhátíðarstemmingunni að njóta stórkostlegra listamanna sem sem koma fram heima í stofu gegnum streymið. „Þetta verður gríðarlega góð útsending. Öll tækni nýtt til að gera upplifunina sem næst því sem hún er, heim í stofu.“ Reynt að ná upp stemmingu á þessum furðulegu tímum Haraldur segir að ef ekki hefði verið gripið til þessa, að senda ekki tónleikana út í brekku hefði reynst erfitt að standa í vegi fyrir straumi fólks að sviðinu. „Í samráði við yfirvöld var því sleppt og við verðum með tóma brekkuna. En það verður öllu til tjaldað, hátíðarsvæðið tilbúið inni í Dal og það mun koma vel út. Reynum að ná þessari þjóðhátíðarstemmningu á þessum furðulegu tímum. Lífið heldur áfram,“ segir Haraldur. En aðspurður leynir hann því að þetta sé svakalegur skellur. Haraldur, þarna við Stuðlagil á Jökuldal. Hann reynir ekki að draga fjöður yfir það að þetta sé mikið áfall að Þjóðhátíð hafi verið slegin af.aðsend „Heldur betur. Fyrst byrjar maður að hugsa um peningana og það hvernig á að reka íþróttafélagið, en 75 prósent barna- og unglingastarfs er borgað með Þjóðhátíð. Þátttaka foreldra er 25 prósent en svona náum að mæta í öll mót um allt land af því að við erum með þessa Þjóðhátíð og náum að halda uppi merkjum félagsins,“ segir Haraldur. Brennan mátti bara loga til klukkan 23 En svo er þetta ekki síður tilfinningalegt tjóna. Haraldur nefnir að fjöldi sjálfboðaliða vinni myrkra á milli við að gera hátíðarsvæðið flott. Og fá svo ekki að njóta þess með gestum, vinum og fjölskyldu. „Tónleikarnir, brennan og flugeldarnir … það er svo mikil jákvæð orka í Dalnum. Allir að njóta, ótrúlegt „power“ sem er grátlegt að missa úr tvö ár í röð, rosalega sorglegt.“ Húkkaraballið sem hefði verið haldið í gærkvöldi, ef allt væri eðlilegt, það var fellt niður. Og brennan… bíddu, af hverju er hún ekki? „Allt bannað. Við frestuðum henni líka. Það hefði þurft að slökkva í henni fyrir klukkan 23. Eftir það mátti hún ekki loga. Það hefði tekið góðan hálftíma að slökkva í henni, samkvæmt reglugerð. Þá var tekin sú ákvörðun að skynsamlegra væri að fresta henni en að kveikja í á björtu sumarkvöldi,“ segir Haraldur. Orðið þétt í bænum Haraldur segir að vonbrigðin hafi verið mikil og þegar þetta lá fyrir hafi komið upp raddir, að það væri þá bara best að slá Þjóðhátíðina endanlega af, vera ekkert að standa í þessu. „En í gær og í dag er fólk aðeins farið að linast í þeirri afstöðu sinni, ætlar að slá til og vera með eitthvað smá fjör. Svo hefur fólk varann á sér, þegar smit eru orðin svona dreifð. Í fyrra höfðu ekki verið nein smit í Eyjum en nú eru nokkur, þannig að það er áhætta.“ Og þó engin sé Þjóðhátíð streymir fólk til Eyja. Tekið er að þéttast í bænum þó það sé ekkert í líkingu við það þegar Þjóðhátíð er á dagskrá. „Eins og reyndar allt sumarið. Hver einasta helgi er nokkuð troðin hér eftir og með Landeyjarhöfn. Þá er ekki mikið mál að skottast út,“ segir Haraldur. Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vestmannaeyjar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Það fóru allskonar flökkusögur af stað; að það yrðu einhverjir sjálfboðaliðar velkomnir, setið yrði í brekkunni þar sem fólk gæti heyrt og notið. En að beiðni yfirvalda erum við ekki að senda út neitt hljóð í brekkuna. Til að koma í veg fyrir hópamyndun,“ segir Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV í samtali við Vísi. Eins og alþjóð veit hefur Þjóðhátíð í Eyjum verið felld niður, annað árið í röð, vegna faraldursins. Þjóðhátíð er snar þáttur í lífi þúsunda manna og þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir marga, ekki síst yngri kynslóðina sem á erfitt með að höndla þetta. „Peyjarnir mínir eru alltaf að tala um þetta og já, fyrir svona krakka, það er grátið heima hjá mér,“ segir Haraldur sem á tvíbura sem eru sjö ára. Hann segir þá muna vel eftir stemmningunni sem var fyrir Covid. En, svo haldið sé þræði vilja ÍBV og Þjóðhátíðarnefnd leiðrétta þennan misskilning sem Haraldur nefnir. ÍBV og Sena munu nota stóra sviðið í Herjólfsdal fyrir sjónvarpsútsendingu frá Brekkusöng og kvölddagskrá á sunnudagskvöldið til að reyna ná sem best hinni eiginlegu Þjóðhátíðar upplifun í útsendingu. Eins og unnt er að teknu tilliti til aðstæðna. Þessir þekktu listamenn munu syngja upp í skaðann, tómið sem finna má í mörgum Eyjahjörtum nú þegar Þjóðhátíð hefur verið slegin af í þeirri mynd sem landsmenn þekkja. Engir áhorfendur verða í brekkunni og ekkert hljóð verður sent frá sviðinu til brekkunnar. Engin blys verða tendruð og ekki verður heldur nein brenna. ÍBV mun ásamt lögreglu loka Herjólfsdal til að koma í veg fyrir alla hugsanlega truflun á upptökum. Svo þessu sé öllu til haga haldið. Haraldur hvetur vitaskuld alla sem eiga erfitt með að hugsa sér árið líða án þess að fá smjörþefinn af Þjóðhátíðarstemmingunni að njóta stórkostlegra listamanna sem sem koma fram heima í stofu gegnum streymið. „Þetta verður gríðarlega góð útsending. Öll tækni nýtt til að gera upplifunina sem næst því sem hún er, heim í stofu.“ Reynt að ná upp stemmingu á þessum furðulegu tímum Haraldur segir að ef ekki hefði verið gripið til þessa, að senda ekki tónleikana út í brekku hefði reynst erfitt að standa í vegi fyrir straumi fólks að sviðinu. „Í samráði við yfirvöld var því sleppt og við verðum með tóma brekkuna. En það verður öllu til tjaldað, hátíðarsvæðið tilbúið inni í Dal og það mun koma vel út. Reynum að ná þessari þjóðhátíðarstemmningu á þessum furðulegu tímum. Lífið heldur áfram,“ segir Haraldur. En aðspurður leynir hann því að þetta sé svakalegur skellur. Haraldur, þarna við Stuðlagil á Jökuldal. Hann reynir ekki að draga fjöður yfir það að þetta sé mikið áfall að Þjóðhátíð hafi verið slegin af.aðsend „Heldur betur. Fyrst byrjar maður að hugsa um peningana og það hvernig á að reka íþróttafélagið, en 75 prósent barna- og unglingastarfs er borgað með Þjóðhátíð. Þátttaka foreldra er 25 prósent en svona náum að mæta í öll mót um allt land af því að við erum með þessa Þjóðhátíð og náum að halda uppi merkjum félagsins,“ segir Haraldur. Brennan mátti bara loga til klukkan 23 En svo er þetta ekki síður tilfinningalegt tjóna. Haraldur nefnir að fjöldi sjálfboðaliða vinni myrkra á milli við að gera hátíðarsvæðið flott. Og fá svo ekki að njóta þess með gestum, vinum og fjölskyldu. „Tónleikarnir, brennan og flugeldarnir … það er svo mikil jákvæð orka í Dalnum. Allir að njóta, ótrúlegt „power“ sem er grátlegt að missa úr tvö ár í röð, rosalega sorglegt.“ Húkkaraballið sem hefði verið haldið í gærkvöldi, ef allt væri eðlilegt, það var fellt niður. Og brennan… bíddu, af hverju er hún ekki? „Allt bannað. Við frestuðum henni líka. Það hefði þurft að slökkva í henni fyrir klukkan 23. Eftir það mátti hún ekki loga. Það hefði tekið góðan hálftíma að slökkva í henni, samkvæmt reglugerð. Þá var tekin sú ákvörðun að skynsamlegra væri að fresta henni en að kveikja í á björtu sumarkvöldi,“ segir Haraldur. Orðið þétt í bænum Haraldur segir að vonbrigðin hafi verið mikil og þegar þetta lá fyrir hafi komið upp raddir, að það væri þá bara best að slá Þjóðhátíðina endanlega af, vera ekkert að standa í þessu. „En í gær og í dag er fólk aðeins farið að linast í þeirri afstöðu sinni, ætlar að slá til og vera með eitthvað smá fjör. Svo hefur fólk varann á sér, þegar smit eru orðin svona dreifð. Í fyrra höfðu ekki verið nein smit í Eyjum en nú eru nokkur, þannig að það er áhætta.“ Og þó engin sé Þjóðhátíð streymir fólk til Eyja. Tekið er að þéttast í bænum þó það sé ekkert í líkingu við það þegar Þjóðhátíð er á dagskrá. „Eins og reyndar allt sumarið. Hver einasta helgi er nokkuð troðin hér eftir og með Landeyjarhöfn. Þá er ekki mikið mál að skottast út,“ segir Haraldur.
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vestmannaeyjar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira