„Er ekki einhver þefur af láglaunakvenna-fyrirlitningu hjá ykkur?“ Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2021 15:19 Kumpánlegri kveðju Kjartans Valgarðssonar til verkalýðshreyfingarinnar er fremur illa tekið af Eflingarfólki, en Efling er stærsta stéttarfélag verkalýðsfólks á Íslandi. Viðar og Sólveig Anna furða sig reyndar á þessu sem þau kalla orðagjálfur fyrir kosningar en Mörður kemur vini sínum Kjartani til varnar. Eflingarfólk gefur lítið fyrir kumpánlegar kveðjur Samfylkingar til verkalýðsstéttarinnar. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar telur grein sem Kjartan Valgarðsson formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar skrifaði og birti á Vísi í vikunni undir yfirskriftinni „Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin“ ekki upp á marga fiska. Þar segir Kjartan meðal annars Samfylkinguna stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar. Viðari kemur efni greinarinnar spánskt fyrir sjónir. Honum verður hugsað til vors 2020 þegar félagsmenn í Eflingu voru í verkfallsaðgerðum gegn Reykjavíkurborg. En þar situr borgarstjóri Samfylkingar. „Krafa Eflingarfélaga var um að borgastjórnarmeirihlutinn myndi efna loforð sitt um að "leiðrétta kjör kvennastétta" eins og þau kölluðu það sjálf. Þessum kröfum var hafnað, æ ofan í æ, af borgarstjóra Samfylkingarinnar með fullum stuðningi borgarstjórnarmeirihlutans skipuðum öðrum fulltrúum Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG. Eflingarfélagar þurftu að fara í margra vikna verkfallsaðgerðir og berjast af öllum mætti gegn ósveigjanleika þessara andstæðinga,“ segir Viðar. Hvar var Kjartan þá? Hann segist hljóta að spyrja hvar Kjartan og aðrir í Samfylkingunni voru þá, þessi sömu og segja Samfylkingu stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar. „Ekki man ég eftir grein á Vísi frá Kjartani þá. Ég man ekki eftir svo mikið sem minnsta ávarpi eða kveðju til verkafólks í Eflingu frá einum einasta þingmanni, borgarfulltrúa eða forystumanneskju í Samfylkingunni.“ Viðar segir að þegar hreyfing verka- og láglaunafólks stóð í stórræðum hafi Samfylking ekki reynst bandamaður þeirrar hreyfingar heldur kaus flokkurinn að halla sér að Samtökum atvinnulífsins. Hann segir ánægjulegt ef Samfylking ætli að taka sér Sósíalistaflokkinn til fyrirmyndar og gera stuðning við baráttu verka- og láglaunafólks að alvöru prinsippmáli. „En þá á Samfylkingin að láta verkin tala þegar á reynir, ekki með orðagjálfri rétt fyrir kosningar.“ Mörður til varnar vini sínum og Samfylkingu Eins og vænta mátti hafa þeir sem styðja Sósíalistaflokkinn keppst við að dreifa pistli Viðars um víðan völl á internetinu. Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar og góður vinur Kjartans, vill grípa til varna og skrifar í athugasemd hjá Viðari að stjórnmálaflokkar sem kenna sig við jöfnuð, teljast til vinstri og hafa samfylgd við verkalýðshreyfinguna sem eitt grunngilda. Á þá reyni þegar þeir komast í valdastöðu og taka þátt í kjaradeilum „hinumegin“ borðsins. Mörður segist muna vel þessa erfiðu deilu. Hún „leystist öðruvísi og betur en ef aðrir hefðu verið í forustu borgarinnar. Þetta var ekki auðvelt fyrir okkur S-menn í grasrótinni – en stundum fannst manni líka að baráttugleði ýmissa í forustu Eflingar styrktist við að stilla sér upp einmitt gegn Samfylkingunni. Þú fyrirgefur, ágæti Eflingarframkvæmdastjóri, en þetta innlegg þitt eflir þá tilfinningu núna þessum misserum síðar. Og hjálpar ekki mikið til við að skapa samstöðu milli hreyfingar og flokka.“ Kannast ekki við óþefinn En Mörður sleppur ekki frá umræðunni við svo búið því Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem fór mikinn þeirri baráttu stígur inn segir þetta rangt. „Eina ástæðan fyrir því að deilunni lauk „betur“ er sú að forysta borgarinnar og embætti ríkissáttasemjara áttuðu sig á því að láglaunakonurnar sem lagt höfðu niður störf ætluðu sér ekki að gefast upp. Það er greinilegt að þið getið ekki horfst í augu við að samstöðukraftur láglaunakvenna er svona máttugur. Auðveldara að ímynda sér annarlegar hvatir,“ segir Sólveig anna í svari til Marðar. Og klykkir út með: „Er ekki einhver þefur af láglaunakvenna-fyrirlitningu hjá ykkur?“ Mörður segir þetta rétt, en hann hafi verið að tala um stöðuna hinumegin borðs, hjá sveitarfélögum. En hann vill ekki skrifa undir ólyktina sem Sólveig Anna víkur að. „Kannast ekki við þefinn, hef ekki kynnst honum á mínum heimilum. Samfylkingin Verkföll 2020 Kjaramál Tengdar fréttir Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin Ég heyrði af einstæðri, fjögurra barna móður um daginn sem vinnur venjulegan vinnudag og síðan aukavinnu um kvöld og helgar til að ná endum saman. Hún fær litlar sem engar barnabætur en myndi fá u.þ.b. andvirði launa aukavinnunnar ef tekjuskerðingar barnabótakerfisins yrðu afnumdar. Og hefði þá meiri tíma með börnum sínum. Fyrir þessa konu berst Samfylkingin. Fyrir þessa konu berst verkalýðshreyfingin. 29. júlí 2021 13:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar telur grein sem Kjartan Valgarðsson formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar skrifaði og birti á Vísi í vikunni undir yfirskriftinni „Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin“ ekki upp á marga fiska. Þar segir Kjartan meðal annars Samfylkinguna stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar. Viðari kemur efni greinarinnar spánskt fyrir sjónir. Honum verður hugsað til vors 2020 þegar félagsmenn í Eflingu voru í verkfallsaðgerðum gegn Reykjavíkurborg. En þar situr borgarstjóri Samfylkingar. „Krafa Eflingarfélaga var um að borgastjórnarmeirihlutinn myndi efna loforð sitt um að "leiðrétta kjör kvennastétta" eins og þau kölluðu það sjálf. Þessum kröfum var hafnað, æ ofan í æ, af borgarstjóra Samfylkingarinnar með fullum stuðningi borgarstjórnarmeirihlutans skipuðum öðrum fulltrúum Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG. Eflingarfélagar þurftu að fara í margra vikna verkfallsaðgerðir og berjast af öllum mætti gegn ósveigjanleika þessara andstæðinga,“ segir Viðar. Hvar var Kjartan þá? Hann segist hljóta að spyrja hvar Kjartan og aðrir í Samfylkingunni voru þá, þessi sömu og segja Samfylkingu stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar. „Ekki man ég eftir grein á Vísi frá Kjartani þá. Ég man ekki eftir svo mikið sem minnsta ávarpi eða kveðju til verkafólks í Eflingu frá einum einasta þingmanni, borgarfulltrúa eða forystumanneskju í Samfylkingunni.“ Viðar segir að þegar hreyfing verka- og láglaunafólks stóð í stórræðum hafi Samfylking ekki reynst bandamaður þeirrar hreyfingar heldur kaus flokkurinn að halla sér að Samtökum atvinnulífsins. Hann segir ánægjulegt ef Samfylking ætli að taka sér Sósíalistaflokkinn til fyrirmyndar og gera stuðning við baráttu verka- og láglaunafólks að alvöru prinsippmáli. „En þá á Samfylkingin að láta verkin tala þegar á reynir, ekki með orðagjálfri rétt fyrir kosningar.“ Mörður til varnar vini sínum og Samfylkingu Eins og vænta mátti hafa þeir sem styðja Sósíalistaflokkinn keppst við að dreifa pistli Viðars um víðan völl á internetinu. Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar og góður vinur Kjartans, vill grípa til varna og skrifar í athugasemd hjá Viðari að stjórnmálaflokkar sem kenna sig við jöfnuð, teljast til vinstri og hafa samfylgd við verkalýðshreyfinguna sem eitt grunngilda. Á þá reyni þegar þeir komast í valdastöðu og taka þátt í kjaradeilum „hinumegin“ borðsins. Mörður segist muna vel þessa erfiðu deilu. Hún „leystist öðruvísi og betur en ef aðrir hefðu verið í forustu borgarinnar. Þetta var ekki auðvelt fyrir okkur S-menn í grasrótinni – en stundum fannst manni líka að baráttugleði ýmissa í forustu Eflingar styrktist við að stilla sér upp einmitt gegn Samfylkingunni. Þú fyrirgefur, ágæti Eflingarframkvæmdastjóri, en þetta innlegg þitt eflir þá tilfinningu núna þessum misserum síðar. Og hjálpar ekki mikið til við að skapa samstöðu milli hreyfingar og flokka.“ Kannast ekki við óþefinn En Mörður sleppur ekki frá umræðunni við svo búið því Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem fór mikinn þeirri baráttu stígur inn segir þetta rangt. „Eina ástæðan fyrir því að deilunni lauk „betur“ er sú að forysta borgarinnar og embætti ríkissáttasemjara áttuðu sig á því að láglaunakonurnar sem lagt höfðu niður störf ætluðu sér ekki að gefast upp. Það er greinilegt að þið getið ekki horfst í augu við að samstöðukraftur láglaunakvenna er svona máttugur. Auðveldara að ímynda sér annarlegar hvatir,“ segir Sólveig anna í svari til Marðar. Og klykkir út með: „Er ekki einhver þefur af láglaunakvenna-fyrirlitningu hjá ykkur?“ Mörður segir þetta rétt, en hann hafi verið að tala um stöðuna hinumegin borðs, hjá sveitarfélögum. En hann vill ekki skrifa undir ólyktina sem Sólveig Anna víkur að. „Kannast ekki við þefinn, hef ekki kynnst honum á mínum heimilum.
Samfylkingin Verkföll 2020 Kjaramál Tengdar fréttir Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin Ég heyrði af einstæðri, fjögurra barna móður um daginn sem vinnur venjulegan vinnudag og síðan aukavinnu um kvöld og helgar til að ná endum saman. Hún fær litlar sem engar barnabætur en myndi fá u.þ.b. andvirði launa aukavinnunnar ef tekjuskerðingar barnabótakerfisins yrðu afnumdar. Og hefði þá meiri tíma með börnum sínum. Fyrir þessa konu berst Samfylkingin. Fyrir þessa konu berst verkalýðshreyfingin. 29. júlí 2021 13:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin Ég heyrði af einstæðri, fjögurra barna móður um daginn sem vinnur venjulegan vinnudag og síðan aukavinnu um kvöld og helgar til að ná endum saman. Hún fær litlar sem engar barnabætur en myndi fá u.þ.b. andvirði launa aukavinnunnar ef tekjuskerðingar barnabótakerfisins yrðu afnumdar. Og hefði þá meiri tíma með börnum sínum. Fyrir þessa konu berst Samfylkingin. Fyrir þessa konu berst verkalýðshreyfingin. 29. júlí 2021 13:30