Draumur rættist í gær: „Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2021 13:00 Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrði brekkusöng fyrir tómum Herjólfsdal í gær. Vísir/Stöð 2 Þetta var algjör heiður, segir Magnús Kjartan Eyjólfsson um brekkusönginn sem hann stýrði í fyrsta sinn í gær. Hann segir upplifunina stórkostlega og væri tilbúinn til að stýra söngnum aftur að ári. Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrði brekkusöngnum í Herjólfsdal í fyrsta sinn í gærkvöldi. Landinn virðist hafa verið ánægður með flutning Magnúsar ef marka má samfélagsmiðilinn Twitter þar sem honum var mikið hrósað. Magnús Kjartan er maður dagsins. Þvílíkt hæfileikabúnt! Hnökralaus frammistaða, klárlega besti brekkusöngvari sögunnar! #brekkusöngur— Stefán Á Þórðarson (@stefanthordar) August 2, 2021 Sorry en Magnús Kjartan mun stýra Brekkusöng til dauðadags! Hann var geggjaður streymið var #brekkusöngur— Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir (@LovisaOktovia) August 2, 2021 Held að Magnús Kjartan sé kominn með fast job í Brekkusönginn #brekkusöngur— Ása Fox (@AsaFox77) August 1, 2021 Öðru máli fer um útsendinguna sjálfa en fólk á miðlinum kvartaði yfir tæknilegum örðugleikum. Magnús segir að upplifunin hafi verið ótrúleg. „Það er mjög erfitt að lýsa þessu en ég fann það bara þegar ég steig upp á svið að mér leið alveg ofsalega vel. Mér fannst þetta eitthvað svo rétt á tímapunktinum.“ Draumur rættist í gær Það hafi lengi verið draumur að stýra brekkusöngnum í Herjólfsdal. „Ég hef stjórnað brekkusöng áður en þetta er náttúrulega sá stærsti þannig að það er rosalegur heiður að fá að taka þetta að sér. Og stjórna þessu þó að örugglega hefði það verið aðeins öðruvísi með tuttugu þúsund manns fyrir framan sig ég segi það ekki, en þetta var mjög, mjög, mjög gaman.“ Mikið var lagt í útsendinguna og komu allt að sextíu manns að henni. „Crewið byrjaði að tínast hingað inn fyrir tveimur dögum þannig að þetta er svakalegt umfang og þetta er helvíti stór ákvörðun að ákveða að kýla á þetta í fullri stærð. Hálfgert brjálæði en samt mjög gaman að þetta sé að gerast svona. Mjög áhugavert,“ sagði Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu í samtali við fréttastofu í gær. Rætt var við Magnús í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Færð einhverja tilfinningu í iðrin sem maður getur ekki lýst“ Hann segir umhverfið stórkostlegt. „Þessi Herjólfsdalur er einhver magnaðasti tónleikasalur sem Íslendingar eiga. Ákveðin synd að hann sé ekki notaður meira. En það er kannski eitthvað útfærsluatriði. Að vera þarna og horfa upp í brekkuna og ég tala nú ekki um þegar hún er full af fólki. Jafnvel líka þegar hún er ekki full af fólki. Þú færð einhverja tilfinningu í iðrin sem maður hreinlega getur ekki lýst.“ Gerði þetta með hjartanu Magnús segir ekkert mál að syngja fyrir tómri brekku. „Ég reyndi að tækla þetta þannig að þegar ég var krakki þá var ég alltaf að synja og með ímyndað fólk fyrir framan mig og ég þurfti bara að ganga í barndóm aftur og rifja það upp hvernig var að vera barn og gera þetta með hjartanu og þá var þetta ekkert mál.“ Klár í slaginn að ári Hvernig er það, munt þú stýra brekkusöngnum aftur að ári? „Það er bara ekkert farið að ræða það enn.“ En værir þú til í það? „Ég væri alveg til í það. Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi. 1. ágúst 2021 19:54 Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16 Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrði brekkusöngnum í Herjólfsdal í fyrsta sinn í gærkvöldi. Landinn virðist hafa verið ánægður með flutning Magnúsar ef marka má samfélagsmiðilinn Twitter þar sem honum var mikið hrósað. Magnús Kjartan er maður dagsins. Þvílíkt hæfileikabúnt! Hnökralaus frammistaða, klárlega besti brekkusöngvari sögunnar! #brekkusöngur— Stefán Á Þórðarson (@stefanthordar) August 2, 2021 Sorry en Magnús Kjartan mun stýra Brekkusöng til dauðadags! Hann var geggjaður streymið var #brekkusöngur— Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir (@LovisaOktovia) August 2, 2021 Held að Magnús Kjartan sé kominn með fast job í Brekkusönginn #brekkusöngur— Ása Fox (@AsaFox77) August 1, 2021 Öðru máli fer um útsendinguna sjálfa en fólk á miðlinum kvartaði yfir tæknilegum örðugleikum. Magnús segir að upplifunin hafi verið ótrúleg. „Það er mjög erfitt að lýsa þessu en ég fann það bara þegar ég steig upp á svið að mér leið alveg ofsalega vel. Mér fannst þetta eitthvað svo rétt á tímapunktinum.“ Draumur rættist í gær Það hafi lengi verið draumur að stýra brekkusöngnum í Herjólfsdal. „Ég hef stjórnað brekkusöng áður en þetta er náttúrulega sá stærsti þannig að það er rosalegur heiður að fá að taka þetta að sér. Og stjórna þessu þó að örugglega hefði það verið aðeins öðruvísi með tuttugu þúsund manns fyrir framan sig ég segi það ekki, en þetta var mjög, mjög, mjög gaman.“ Mikið var lagt í útsendinguna og komu allt að sextíu manns að henni. „Crewið byrjaði að tínast hingað inn fyrir tveimur dögum þannig að þetta er svakalegt umfang og þetta er helvíti stór ákvörðun að ákveða að kýla á þetta í fullri stærð. Hálfgert brjálæði en samt mjög gaman að þetta sé að gerast svona. Mjög áhugavert,“ sagði Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu í samtali við fréttastofu í gær. Rætt var við Magnús í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Færð einhverja tilfinningu í iðrin sem maður getur ekki lýst“ Hann segir umhverfið stórkostlegt. „Þessi Herjólfsdalur er einhver magnaðasti tónleikasalur sem Íslendingar eiga. Ákveðin synd að hann sé ekki notaður meira. En það er kannski eitthvað útfærsluatriði. Að vera þarna og horfa upp í brekkuna og ég tala nú ekki um þegar hún er full af fólki. Jafnvel líka þegar hún er ekki full af fólki. Þú færð einhverja tilfinningu í iðrin sem maður hreinlega getur ekki lýst.“ Gerði þetta með hjartanu Magnús segir ekkert mál að syngja fyrir tómri brekku. „Ég reyndi að tækla þetta þannig að þegar ég var krakki þá var ég alltaf að synja og með ímyndað fólk fyrir framan mig og ég þurfti bara að ganga í barndóm aftur og rifja það upp hvernig var að vera barn og gera þetta með hjartanu og þá var þetta ekkert mál.“ Klár í slaginn að ári Hvernig er það, munt þú stýra brekkusöngnum aftur að ári? „Það er bara ekkert farið að ræða það enn.“ En værir þú til í það? „Ég væri alveg til í það. Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi. 1. ágúst 2021 19:54 Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16 Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi. 1. ágúst 2021 19:54
Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16
Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02