Segja Zoom hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs notenda sinna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 14:53 Í heimsfaraldri eru flestir farnir að kannast við samskiptaforritið Zoom. Getty/Rafael Henrique Samskiptaforritinu Zoom hefur verið gert að greiða það sem nemur tæpum 10,7 milljörðum íslenskra króna vegna málsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs notenda. Málsóknin var gefin út í mars árið 2020 fyrir hönd fjölda notenda út um allan heim. Í henni kemur fram að samskiptaforritið hafi brotið gegn friðhelgi milljóna notenda með því að deila persónulegum upplýsingum með Facebook, Google og LinkedIn. Þá er fyrirtækið jafnframt sakað um að hafa ekki gert allt sem það gat til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar næðu að brjótast inn á fundi fólks á forritinu. Fyrirtækið hefur neitað allri sök en hefur samþykkt að leggja aukinn metnað í öryggisráðstafanir. Í bráðabirgðasamkomulagi málsins kemur fram að fyrirtækið muni veita starfsfólki sínu sérstaka þjálfun í meðhöndlun gagna og öðru sem viðkemur friðhelgi einkalífs. Talsmaður fyrirtækisins segir öryggi og friðhelgi einkalífs notenda vera í algjörum forgrunni og að fyrirtækið taki trausti notenda alvarlega. Fyrirtækið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir nálgun sína á öryggi. Þó nokkur fyrirtæki hafa hætt allri notkun á Zoom vegna svokallaðs „Zoombombing“ sem er þegar óboðnir gestir brjótast inn á fundi. Greint var frá því í tímaritinu New York Times á síðasta ári þegar óprúttinn aðili braust inn á Zoom viðburð á vegum fyrirtækisins Chipotle og birti klámmyndir. Fréttastofa BBC segist þó hafa heimildir fyrir því að Zoom hafi nú innleitt yfir hundrað nýja verkferla sem snúa að öryggi notenda sinna. Bandaríkin Tækni Persónuvernd Fjarvinna Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Málsóknin var gefin út í mars árið 2020 fyrir hönd fjölda notenda út um allan heim. Í henni kemur fram að samskiptaforritið hafi brotið gegn friðhelgi milljóna notenda með því að deila persónulegum upplýsingum með Facebook, Google og LinkedIn. Þá er fyrirtækið jafnframt sakað um að hafa ekki gert allt sem það gat til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar næðu að brjótast inn á fundi fólks á forritinu. Fyrirtækið hefur neitað allri sök en hefur samþykkt að leggja aukinn metnað í öryggisráðstafanir. Í bráðabirgðasamkomulagi málsins kemur fram að fyrirtækið muni veita starfsfólki sínu sérstaka þjálfun í meðhöndlun gagna og öðru sem viðkemur friðhelgi einkalífs. Talsmaður fyrirtækisins segir öryggi og friðhelgi einkalífs notenda vera í algjörum forgrunni og að fyrirtækið taki trausti notenda alvarlega. Fyrirtækið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir nálgun sína á öryggi. Þó nokkur fyrirtæki hafa hætt allri notkun á Zoom vegna svokallaðs „Zoombombing“ sem er þegar óboðnir gestir brjótast inn á fundi. Greint var frá því í tímaritinu New York Times á síðasta ári þegar óprúttinn aðili braust inn á Zoom viðburð á vegum fyrirtækisins Chipotle og birti klámmyndir. Fréttastofa BBC segist þó hafa heimildir fyrir því að Zoom hafi nú innleitt yfir hundrað nýja verkferla sem snúa að öryggi notenda sinna.
Bandaríkin Tækni Persónuvernd Fjarvinna Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira