Sum atkvæði eru jafnari en önnur Andrés Ingi Jónsson skrifar 2. ágúst 2021 14:30 Stuttu fyrir þinglok felldu stjórnarliðar breytingartillögu um fjölgun jöfnunarsæta og jöfnun atkvæðavægis sem hefði tryggt að flokkar fái þingmenn í meira samræmi við fylgi sitt. Miðað við nýjustu útreikninga er núverandi skekkja líkleg til að gagnast stjórnarflokkunum til að ná inn fleiri þingmönnum en fylgi þeirra segir til um - en hana hefði mátt leiðrétta með einfaldri breytingu á kosningakerfinu þegar þingið samþykkti ný heildarlög um kosningar. Í hádegisfréttum RÚV í dag var haft eftir þingflokksformanni Vinstri grænna að tillagan hefði verið felld vegna þess að þörf hefði verið á meiri umræðu innan þingsins. Umræðan var samt töluverð. Breytingartillagan var felld af öllum þingmönnum stjórnarflokkanna og Miðflokksins 12. júní, við afgreiðslu frumvarps til nýrra kosningalaga, en breytingartillagan sjálf kom fram 8. júní. Hins vegar á hún sér rætur í tveimur þingmannafrumvörpum sem komu fram löngu fyrr. Píratar lögðu í febrúar fram frumvarp um fjölgun jöfnunarsæta, sem mælt var fyrir 12. mars. Þá strax sýndu kannanir að veruleg vandræði væru í uppsiglingu við úthlutun þingsæta í alþingiskosningum vegna skorts á jöfnunarsætum til að ná utan um þann fjölda flokka sem stefnir í að nái kjöri. Í haust lagði Viðreisn fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis, sem mælt var fyrir 15. október. Leið Viðreisnar er einföld útfærsla sem rúmast innan einfaldrar lagabreytingar og krefst því ekki breytinga á stjórnarskrá. Umræðan átti sér ekki bara stað í tengslum við þessi tvö þingmál stjórnarandstöðunnar í vetur, heldur var þessum sjónarmiðum komið rækilega á framfæri í umsögnum við kosningalagafrumvarpið. Þar ber helst að nefna umsögn Ólafs Þ. Harðarsonar, sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk í hendurnar 25. janúar. Tillagan sem þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokksins höfnuðu í júní var lokapunktur umræðu sem hófst í október, janúar eða mars, eftir því hvernig á það er litið. Þingið þurfti ekki meiri tíma fyrir umræðu. Það þurfti bara vilja. Vilja sem stjórnarliða (auk Miðflokksins) skortir. Þegar á reyndi treystu stjórnarliðar sér ekki til að styrkja lýðræðið með því að draga úr misrétti kosningakerfisins. Misrétti sem nýtist stjórnarflokkunum sérstaklega og gerir sum atkvæði jafnari en önnur. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Kjördæmaskipan Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stuttu fyrir þinglok felldu stjórnarliðar breytingartillögu um fjölgun jöfnunarsæta og jöfnun atkvæðavægis sem hefði tryggt að flokkar fái þingmenn í meira samræmi við fylgi sitt. Miðað við nýjustu útreikninga er núverandi skekkja líkleg til að gagnast stjórnarflokkunum til að ná inn fleiri þingmönnum en fylgi þeirra segir til um - en hana hefði mátt leiðrétta með einfaldri breytingu á kosningakerfinu þegar þingið samþykkti ný heildarlög um kosningar. Í hádegisfréttum RÚV í dag var haft eftir þingflokksformanni Vinstri grænna að tillagan hefði verið felld vegna þess að þörf hefði verið á meiri umræðu innan þingsins. Umræðan var samt töluverð. Breytingartillagan var felld af öllum þingmönnum stjórnarflokkanna og Miðflokksins 12. júní, við afgreiðslu frumvarps til nýrra kosningalaga, en breytingartillagan sjálf kom fram 8. júní. Hins vegar á hún sér rætur í tveimur þingmannafrumvörpum sem komu fram löngu fyrr. Píratar lögðu í febrúar fram frumvarp um fjölgun jöfnunarsæta, sem mælt var fyrir 12. mars. Þá strax sýndu kannanir að veruleg vandræði væru í uppsiglingu við úthlutun þingsæta í alþingiskosningum vegna skorts á jöfnunarsætum til að ná utan um þann fjölda flokka sem stefnir í að nái kjöri. Í haust lagði Viðreisn fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis, sem mælt var fyrir 15. október. Leið Viðreisnar er einföld útfærsla sem rúmast innan einfaldrar lagabreytingar og krefst því ekki breytinga á stjórnarskrá. Umræðan átti sér ekki bara stað í tengslum við þessi tvö þingmál stjórnarandstöðunnar í vetur, heldur var þessum sjónarmiðum komið rækilega á framfæri í umsögnum við kosningalagafrumvarpið. Þar ber helst að nefna umsögn Ólafs Þ. Harðarsonar, sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk í hendurnar 25. janúar. Tillagan sem þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokksins höfnuðu í júní var lokapunktur umræðu sem hófst í október, janúar eða mars, eftir því hvernig á það er litið. Þingið þurfti ekki meiri tíma fyrir umræðu. Það þurfti bara vilja. Vilja sem stjórnarliða (auk Miðflokksins) skortir. Þegar á reyndi treystu stjórnarliðar sér ekki til að styrkja lýðræðið með því að draga úr misrétti kosningakerfisins. Misrétti sem nýtist stjórnarflokkunum sérstaklega og gerir sum atkvæði jafnari en önnur. Höfundur er þingmaður Pírata.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun