Fór yfir tvær stórar ákvarðanir í Árbænum: „Stend fast á því að þetta er aldrei víti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2021 10:01 Egill Arnar Sigurþórsson fór yfir tvær ákvarðanir sínar í leik Fylkis og Leiknis í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. stöð 2 sport Egill Arnar Sigurþórsson mætti í viðtal eftir leik Fylkis og Leiknis í Pepsi Max-deild karla í gær og fór yfir tvær ákvarðanir sínar í leiknum, rauða spjaldið sem Daði Ólafsson fékk og vítaspyrnuna sem Fylkismenn vildu fá. Egill stendur við þær báðar. „Þetta var rosalega skemmtilegur leikur. Frábærar aðstæður og þessi völlur er æðislegur. Ég veit að þetta hljómar kannski skringilega, sérstaklega fyrir þá sem hafa lítinn áhuga á fótbolta, en 0-0 leikur getur verið skemmtilegur. Þessi leikur hafði allt nema mörk,“ sagði Egill í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Árbænum í gær. Þegar Egill rak Daða af velli í uppbótartíma var hann í samskiptum við annan aðstoðardómarann og saman komust þeir að þeirri ákvörðun að lyfta rauða spjaldinu. „Þarna eru samskipti milli okkar aðstoðardómara tvö sem er frekar nálægt þessu atviki. Á þessu augnabliki metum við þetta þannig að þetta sé alvarlega grófur leikur. Fylkismaðurinn kemur stjórnlaust inn í tæklingu. Eina sem hann gerir þarna er að taka Leiknismanninn niður, er í litlu leikfæri við boltann og þess vegna uppsker hann rautt spjald,“ sagði Egill. „Þetta er eins og með margar ákvarðanir í leiknum. Við tökum þær saman og við erum auðvitað lið. Ég tek ákvörðunina að lokum en fæ hjálp við hana og það var svo sannarlega þannig í þessu tilfelli.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Viðtal við Egil Arnar Sigurþórsson Egill segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Daða rauða spjaldið en skilur að einhverjir hafi ekki verið sáttir með hana. „Ég er alveg sáttur við þessa ákvörðun. En þegar við erum búnir að horfa á þetta nokkrum sinnum og hægja þetta niður get ég vel skilið að fólk horfi á þetta og segi að þetta sé ekki meira en gult. En við fáum bara eitt sjónarhorn og upplifðum þetta þannig að þetta væri stjórnlaus tækling og alvarlega grófur leikur og við stöndum við það,“ sagði Egill. Undir lok fyrri hálfleiks vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar Orri Sveinn Stefánsson féll í baráttu við Ósvald Jarl Traustason. „Mín upplifun í leiknum, og ég held að ég geti alveg staðið við það, er að Fylkismaðurinn hlaupi aftan á Leiknismanninn sem er í leikfæri við boltann. Hann er nær Leiknismanninum. Fylkismaðurinn kemur og hleypur aftan á hælinn á Leiknismanninum. Það er snerting og hann fer niður en þetta er ekki víti og alls ekki dýfa eða neitt slíkt. Þetta er bara eðlilegur hluti af leiknum. Ég stend fast á því að þetta er aldrei víti,“ sagði Egill. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
„Þetta var rosalega skemmtilegur leikur. Frábærar aðstæður og þessi völlur er æðislegur. Ég veit að þetta hljómar kannski skringilega, sérstaklega fyrir þá sem hafa lítinn áhuga á fótbolta, en 0-0 leikur getur verið skemmtilegur. Þessi leikur hafði allt nema mörk,“ sagði Egill í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Árbænum í gær. Þegar Egill rak Daða af velli í uppbótartíma var hann í samskiptum við annan aðstoðardómarann og saman komust þeir að þeirri ákvörðun að lyfta rauða spjaldinu. „Þarna eru samskipti milli okkar aðstoðardómara tvö sem er frekar nálægt þessu atviki. Á þessu augnabliki metum við þetta þannig að þetta sé alvarlega grófur leikur. Fylkismaðurinn kemur stjórnlaust inn í tæklingu. Eina sem hann gerir þarna er að taka Leiknismanninn niður, er í litlu leikfæri við boltann og þess vegna uppsker hann rautt spjald,“ sagði Egill. „Þetta er eins og með margar ákvarðanir í leiknum. Við tökum þær saman og við erum auðvitað lið. Ég tek ákvörðunina að lokum en fæ hjálp við hana og það var svo sannarlega þannig í þessu tilfelli.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Viðtal við Egil Arnar Sigurþórsson Egill segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Daða rauða spjaldið en skilur að einhverjir hafi ekki verið sáttir með hana. „Ég er alveg sáttur við þessa ákvörðun. En þegar við erum búnir að horfa á þetta nokkrum sinnum og hægja þetta niður get ég vel skilið að fólk horfi á þetta og segi að þetta sé ekki meira en gult. En við fáum bara eitt sjónarhorn og upplifðum þetta þannig að þetta væri stjórnlaus tækling og alvarlega grófur leikur og við stöndum við það,“ sagði Egill. Undir lok fyrri hálfleiks vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar Orri Sveinn Stefánsson féll í baráttu við Ósvald Jarl Traustason. „Mín upplifun í leiknum, og ég held að ég geti alveg staðið við það, er að Fylkismaðurinn hlaupi aftan á Leiknismanninn sem er í leikfæri við boltann. Hann er nær Leiknismanninum. Fylkismaðurinn kemur og hleypur aftan á hælinn á Leiknismanninum. Það er snerting og hann fer niður en þetta er ekki víti og alls ekki dýfa eða neitt slíkt. Þetta er bara eðlilegur hluti af leiknum. Ég stend fast á því að þetta er aldrei víti,“ sagði Egill. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55