„Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 07:36 Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, . Stöð 2 Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í gær að aflýsa Menningarnótt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirrar óvissu sem ríkir vegna Delta-afbrigðisins á börn, unglinga og viðkvæma hópa. Menningarnótt fór síðast fram 2019 þar sem henni var einnig aflýst á síðasta ári. Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það hafi kannski ekki komið á óvart að þetta hafi gerst en staðan sé fúl þrátt fyrir það. „Maður bjóst kannski við því að þetta myndi gerast og þetta var það eina í stöðunni sem við gátum gert núna á meðan smitum er að fjölga í þjóðfélaginu og við viljum auðvitað að börnin komist í skóla í haust að eðlilegum hætti. Þetta er fúlt en alveg skiljanlegt,“ sagði Aðalheiður. Hún segir að skipuleggjendur hafi hugsað um að halda hátíðina bara með breyttu sniði, með fleiri viðburðum og smærri hópum en niðurstaðan hafi samt verið þessi. „Við hugsuðum það að einhverju leyti en Menningarnótt er þannig að það er eiginlega ekki hægt að hólfa hana niður. Þetta er hundrað þúsund manna hátíð, þetta er afmælishátíð Reykjavíkur og okkur finnst það bara ekki alveg í þeim anda að breyta henni á einhvern hátt,“ sagði Aðalheiður. „Þannig að næst ár verður bara vonandi betra!“ Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Menningarnótt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í gær að aflýsa Menningarnótt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirrar óvissu sem ríkir vegna Delta-afbrigðisins á börn, unglinga og viðkvæma hópa. Menningarnótt fór síðast fram 2019 þar sem henni var einnig aflýst á síðasta ári. Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það hafi kannski ekki komið á óvart að þetta hafi gerst en staðan sé fúl þrátt fyrir það. „Maður bjóst kannski við því að þetta myndi gerast og þetta var það eina í stöðunni sem við gátum gert núna á meðan smitum er að fjölga í þjóðfélaginu og við viljum auðvitað að börnin komist í skóla í haust að eðlilegum hætti. Þetta er fúlt en alveg skiljanlegt,“ sagði Aðalheiður. Hún segir að skipuleggjendur hafi hugsað um að halda hátíðina bara með breyttu sniði, með fleiri viðburðum og smærri hópum en niðurstaðan hafi samt verið þessi. „Við hugsuðum það að einhverju leyti en Menningarnótt er þannig að það er eiginlega ekki hægt að hólfa hana niður. Þetta er hundrað þúsund manna hátíð, þetta er afmælishátíð Reykjavíkur og okkur finnst það bara ekki alveg í þeim anda að breyta henni á einhvern hátt,“ sagði Aðalheiður. „Þannig að næst ár verður bara vonandi betra!“
Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Menningarnótt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13
Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51